
En nei nei jaxlinn ætlar upp og ég ætla ekki að standa í þessu í fimmtán ár svo ég ákvað í gær þegar helvítið byrjaði að kvelja mig að ég mundi bara hringja beint í tannsa og heimta að hann tæki hann. Ég ætlaði nú bara að láta svæfa mig og út skildi helvítið strax í dag. En vegna þess að guð hatar mig þá er tannsi og stelpurnar sem vinna hjá honum öll á einhverju námskeiði (segir símsvarinn hans) ((það er að sjálfsögðu lýgi og hann og dræsurnar eru á fylliríi og öll í haug uppi í rúmi að riðlast hvort á öðru)) og þar með losna ég ekki við andskotans jaxlinn. Ég er á fljótandi fæði, í manndráps skapi og hef engann húmor fyrir þessum kvölum sem engin verkjatafla hjálpar við.
Svo viljið þið gleyma ykkar smá vandamálum varðandi kreppu, andlát og aðra smámuni um tíma og andskotast til að vorkenna mér. I am in pain!!
1 comment:
Vorkunn vorkunnn vorkunn....
Post a Comment