Stutta útgáfan, honum varð ekki meint af (of lítið og ljóst súkkulaði, greinilega) ég ég er hætt við að drepa hann. Enda mun hann sennilega redda því sjálfur fljótlega. MURRRR

Oft þegar viðskiptavinir hringja hingað og heyra nafnið mitt spurja þau útí hvaðan þetta nafn sé. Ég segi þeim satt að þetta sé Íslenskt nafn. Þá fór fólk oft að tala um Ísland og hvað þeim langaði þangað. Eða um náttúruna, jöklana, landslagið og ýmislegt svoleiðis. Einn tölvu gúrú sem kom hingað og hjálpaði til með tölvurna bað mig setja fyrir sig á blað hvað ég héldi að væri gaman fyrir hann og konuna hans að skoða því þau voru að fara þangað. Voru að láta gamlan draum rætast. Hann sendi mér svo kort þaðan og þakkaði mér fyrir rosalega góð ráð. Þau skemmtu sér svakalega vel og voru mjög ánægð.

Í gær hringdi viðskiptavinur og nafnið mitt kom á tal. Ég sagði eins og venjulega að þetta væri Íslenskt naf. Það kom smá þögn... svo sagði hann "já rosalega ert þú heppin að vera ekki þar núna" Já jú, muldraði ég og hugsaði það er af sem áður var þegar alla dreymdi um að fara til Íslands.
Ekki það, ég er ekkert fegin að vera þar ekki núna eeeen ég er fegin að ég bý ekki á landinu fagra!
1 comment:
Island er BEZT í heimi :)
sérstaklega ef maður býr ekki þar!
Post a Comment