Monday, November 30, 2009

Tíminn líður hratt.

Síðustu helgi fórum við til Köben. Smá skrepp bara. Fórum með lestinni klukkann ca 4 á laugardag og eftir skemmtilegt kvöld og nótt héldum við heimleiðis með 7 lestinni á sunnudag. Vikan var svo bara róleg og um þessa helgi erum við búin að hjálpa mömmu elskunnar að flytja til Karlskrona og fara með dót elskunnar í húsið. Eftir að hjálpa til að bera dótið inn í Karlskrona hittum við einkason elskunnar og við stálum honum náttúrlega og fórum og fengum okkur pitsu.

Tyson flutti svo með okkur heim á laugardags kvöldið. Hann virðist una sér vel og báðir hundarnir óskup rólegir og góðir.

Á fimmtudaginn var ég ein heima og við einkasonurinn skruppum á Cecil og fengum okkur snarl. Alltaf gott að sjá hann. Því miður þurfti hann að flýta sér heim svo hann gæti klárað að lesa fyrir próf en við áttum þó góða stund saman.

Í gær leiddist okkur elskunni einhvað svo við fórum til Vetlanda og fengum okkur þar tælendskan mat. Mjög gott og alltaf gaman að komast út úr húsi.

Á döfinni er ekki mikið. Við keyptum pússlu spil sem við ætlum að dunda okkur með þangað til við flytjum. Einn og hálfur mánuður í það. Við erum búin að ákveða að vera ekki að vesenast svo mikið með jólin í ár þar sem við verðurm í miðum flutningum þá. Þess vegna finnst mér einhvað fáránlegt hvað það er mikið af jóla skrauti allstaðar. Ég er einhvernvegin ekki með jól inni í myndinni.

Klippi mig í kvöld, mjög gott mál.

Þannig er það.....

No comments: