Wednesday, April 7, 2010

Hér eru allir á lífi....

Og öllum líður vel.

Veðrið er minnst sagt búið að vera dásamlegt. Sól og logn. Við erum búin að vera töluvert mikið í garðinum. Bæði tekið til, reytt arfa, gróðursett, klippt tré nú og svo sitið úti og hlustað á fuglasöng. Við erum búin að keyra hér um allar trissur. Finna tvö vötn þar sem við getum farið og baðað okkur í sumar. Skoða hin ýmsu þorp og svona hitt og þetta.

Í dag á elskan afmæli og að því tilefni ætlum við út að borða. Svo er ég að vona að pakkinn hans komi með póstinum í dag. Annars fær hann bara gjöf seinna ha.

Svo erum við búin að undirbúa eitt herbergi fyrir málun en viljum helst bíða eftri verra veðri og nota góðviðrið í að pússa glugga og gera fínt úti.

Knús

No comments: