
Þeir spiluðu af mikilli list í þrjá tíma með einni stuttri pásu. Ég get ekki annað en dáðst að því að þeir syngja allir og gera það allir vel. Ennfremur er ég bara ekki frá því að þeir hafi einhvað æft sig á hljóðfæri. Öll gömlu góðu lögin voru tekin í gegn og svo spiluðu þeir talsvert af lögum af nýu plötunni Long road out of Eden (sem ég er búin að panta og hlakka mikið til að fá)
Þetta var alveg svakalega gaman og ég er öfga hamingjusöm að hafa fengið að upplifa þá á sviði. Kannski hver að verða síðastur líka...
2 comments:
Hvar var Bjöggi? Og hvað með the monkeys?
HA?
Já sko BO og Monkeys geta nú bara gleymt sér!!! Ekkert af þeim aulum hafa séns í Eagles
Post a Comment