

Ég veit ekki með ykkur en ég fékk páska egg. Skrímsla egg frá Góu og mér finnst það mjög passandi. Sá til að klára það í gær enda páskar á enda og ekki hægt að liggja í súkklí áti endalaust.
Á morgun byrjum við Sirocco á agility námskeiði. Eða réttara sagt annað kvöld. Ég hlakka svakalega til og vona að honum finnist gaman af þessu. Ég set inn nokkrar myndir af öðrum hundum að æfa sig í agility ef ske kynni að þið vitið ekki hvað þetta er. Hver veit kannski get ég náð einhverjum myndum af Sirocco að æfa sig svo seinna.
2 comments:
Mér líst vel á þetta námskeið, held að þú tækir þig ægilega vel út að stökkva í gegnum svona dekk. Sirocco getur svo hlaupið við hliðna á þér.
Já ég er að velta þessu aðeins fyrir mér. Sé til hvernig við Sirocco gerum þetta. Það stendur hvergi í reglunum hver á að gera hvað!!
Post a Comment