Friday, January 15, 2010

Flytja og bisa

Nú er bara alveg að koma að þessu.
Á morgun koma foreldrar mínir elskulegir og hjálpa mér og í kvöld kemur einkasonurinn og hjálpar mér að pakka. Svo verður haldið í húsið sjálft og allt borið inn.

Þar næst verður smá veisla fyrir einkasoninn sem á afmæli alveg bráðum. Þar sem allt verður á rúfi og stúfi er planið að hafa pizzu veislu á pizza staðnum í nýa bænum mínum. Og tertu heima. Verður bara kósí.

Ég hlakka svo til að kveykja upp í arninum og láta mér verða hlýtt. Held ég sé búin að vera að frosna hægt og rólega í margar vikur og það er óþægilegt.

Ég er á góðu róli og hlakka svakalega til að byrja að gera allt spic n span í húsinu. Er mikið að spá í að byrja svo að skrifa eina af bókunum sem ég er með í kollinum. Það er einhvað sem ég hef viljað gera lengi.

Verð net laus fyrstu vikuna í Gullaboås en skrifa kannski línu eða tvær þegar ég er hér að vinna. Sama með síma. Bara gemsi í viku eða svo.

2 comments:

Anna Stína said...

Til hamingju með flutninginn gullið mitt :)
Hlakka til að sjá myndirnar af fína húsinu.

Skrifa bók? Já þú getur það alveg örugglega! Bara byrja að skrifa!

Birna said...

Jamm ég þarf að drifa í þessu með bókina. Hef alveg svaka mikinn frítíma núna jú sí.

Og takkar og ég tek og set bráðum myndir á fésið.

L/L