Wednesday, September 23, 2009

Dagarnir líða þó hægt sé

Búin að eiga góð kvöld með frumburanum mínum. Hún alltaf jafn dugleg í skólanum, bara eitt vesen. Tölvu skrattinn hennar vill ekki kveykja á sér. Verð að fara enn og aftur með hana í viðgerð og vonandi gengur það fljótt fyrir sig að laga hana. Og vonandi er hún ekki ónýt.

Í gær gerði ég ekki mikið annað en að þvo þvottinn. Fór að sofa um hálf ellefu. Alveg búin á því.

Eftir vinnu skutla ég frumburanum heim og eftir það veit ég ekki alveg hvað ég geri. Getur verið að ég skreppi til Vetlanda að hitta vin okkar Micke (Já afsakið en maður beygir ekki nöfn á sænsku) Fer allt efter hvort ég heyri í honum í dag eða ekki. Nú og ef ekki þá pakka ég fyrir Kalmarferðina á morgun og fer snemma að sofa.

Annars er ekki mikið að ske.

Ég er búin að vera að tala við konu sem á húsið þar sem Micke býr því ég vil taka það á leigu. Mér heyrðist hún jákvæð í gær en er ekki búin að fá svar. Mér langar ekkert að búa hér og hef mun meiri líkur á að finna mér meiri vinnu í Kalmar svo ég vona að manneskjan fari að láta mig vita og náttúrlega að hún segji já. Ég mundi þá segja upp minni íbúð hér og flytja í desember.

Þetta kemur allt í ljós
Love

No comments: