Monday, September 21, 2009

Spennandi

Ný vika. Mánudagarnir koma ört finnst mér. Tíminn líður svo hratt að maður varla nær að fylgjast með.

Frumburinn kom með mér heim í gær. Sótti hana á leið frá Kalmar. Við Micke skelltum okkur sem sé til Kalmar í á laugardaginn ásamt Sirocco. Þar unir hann sér vel og leikur sér mikið við vin sinn Tyson. Við tókum lífinu með ró og kvöldið leið við kjafta gang við eldhúsborðið. Sunnudagurinn var rólegur og góður við horfðum á dvd, sóttum pizzu og hvíldum okkur. Ég hélt heimleiðis ein um fimmleytið og sótti frumburann í leiðinni.

Sökum þreytu fór ég að sofa um tíu og svaf vel og vært til morguns. Í kvöld vil ég fara í langan labbitúr með Sirocco, þrýfa listana í íbúðinni og þurka af og helst koma mér í bælið í fyrra fallinu.

1 comment:

Anna Stína said...

Þrífa listana? Seek help