Tuesday, September 15, 2009

Stundum fara öll plön fyrir kattarnef

Hvað sem það þýðir.
Helgin var als ekki eins og planið var. Ég skrapp heim í hádeginu á föstudag til að pakka og gera klárt. Fékk þá dapurlegt samtal um að móðirbróðir ástinnar einu hefði fundist látinn heima hjá sér. Ég fór þá beint í vinnuna og pakkaði saman og hélt í blússi til hans. Við keyrðum niður að höfn í Kalmar og sátum þar og horfðum á hafið.Undir kvöld ókum við heim til mín og vorum þar alla helgina. Fórum í nokkra bíltúra og horfðum á marga dvd. Að öðru leiti var helgin frekar róleg.

Ég tók frí í gær og nutum við dagsins uppi í sófa fyrir framan dvd myndir og satt best að segja veit ég ekki hvað við erum búin að sjá margar myndir þessa helgi.

Seinna í dag fæ ég að vita hvað frumburinn minn vill gera. Það kemur allt í ljós þegar ég spjalla við hana á eftir.

Ég finn að bæði líkama og sál langar í rólegheit. Kannski líka kominn tími til.

Have a nice day

1 comment:

Anna Stína said...

Já ég held að það sé löngu orðið tímabært krúttið mitt