Monday, October 26, 2009

Búið að vera frekar mikið að gera.

Síðasta helgi var í meira lagi skemmtileg og mikill þvælingur á okkur. Við fórum til Kalmar og þaðan til Vetlanda. Hittum vin okkar og fórum út á lífið. Síðan var haldið hingað og sofið, farið aftur til Vetlanda og kínamatur étinn. Eignin lentum við í Oskarshamn og skemmtum okkur þar eina kvöldstund. Rólegheit skullu svo á einhverntímann á mánudeginum en ég var í sumarfríi bæði mánudag og þriðjudag. Nú og svo í fríi á miðvikudag.

Þannig að vinnuvikan var stutt.

Þessa helgi sem leið var tekið með aðeins meiri ró. Við skruppum til Vetlanda og á pub á föstudagaskvöldinu. Að öðru leiti horfðum við mest bara á bíómyndir, yfirleitt misstum við þó af endinum því við gerðum ekki annað en að sofna. En það er allt í fína með það, við tökum bara eitt kvöld svo í að horfa á eins og 8 endi.

Við fórum svo á húsa veiðar í gær en ekki vildi betur til en að allur tíminn fór í að leita að húsinu hans Mola. Ekki veit ég alveg hvar það hús er falið en rækilega er það falið því við fundum það aldrei. Þar með vorum við að verða of sein í mat til mömmu ástarinnar og málið var lagt á ís þar sem að kol myrkur var komið þegar við vorum búin að borða.

Nú stendur til að fá virkilega góðar leiðbeiningar frá eigendum húsanna og skoða svo öll húsin á miðvikudaginn þegar einka sonurinn og ég erum búin að versla á miðvikudaginn. Eignin stendur til að setja auglýsingu og sjá hvort það beri árangur.

Ég gisti svo í Kalmar í nótt og fór hingað í fyrir allar aldir í morgun. Það hefði verið í fínu lagi nema það að Sirri var í ham í nótt og vakti okkur marg oft. Okkur var hvorugu skemmt!

No comments: