Tuesday, October 6, 2009

Crazy helgi

Ég fór til Kalmar á þriðjudaginn eftir vinnu. Ég átti svo að vinna á föstudaginn en fékk sumarfrí í staðinn. Við ákváðum nefnilega að leggja upp í leiðangur. Fyrst fórum við og náðum í gullmola elskunnar. Þar næst var stefnan tekin á Helsingborg og á að hitta hálf systkini elskunnar. Ekki vildu þó betur til en að við enduðum í Kaupmannahöfn. Bílnum var lagt við Kastrup og leigubíll tekinn inn í bæ.

Við brölluðum ýmislegt og skemmtum okkur konunglega. Nótinni eyddum við á lúxus hóteli alveg við Strikið. Gullmolinn sem er þrettánára var hvað þá annað orðinn dauð uppgefin og lognaðist hann útaf er hann sá rúm og vaknaði ekki aftur fyrr en við hálp partinn bárum hann út um hádegisbilið.

Eftir að hafa nært okkur á KFC kjúklingabitum tókum við leigubíl út á Kastrup. Brunuðum yfir brúnna og aftur til Svíþjóðar. Okkur gékk betur að finna Helsingborg í þetta skipptið og hittum að lokum systkinin. Spjölluðum saman og snæddum pizzu. Um áttaleitið héldum við heim, fyrst með gullmolann og þarnæst með okkur sjálf.

Sjaldan hef ég upplifað jafn óplaneraða og crazy helgi. En við skemmtum okkur vel! ;-)

Í kvöld kemur einkasonurinn og verður nokkra daga. Það verður gott að sjá hann!

No comments: