Monday, October 12, 2009

Húsa veiðar og hænu veiðar.


Litli engillinn hann Sirocco og ég fórum til Kalmar á föstudaginn eftir vinnu. Skutluðum Einkasyninum heim og héldum svo áfram þangað. Það fyrsta sem skeði eftir komu okkar þangað var að báðir hundarnir hlaupa eins og andskotinn sé á eftir þeim beint á matardallana og úða hundamats kúlum yfir allt ný ryksugað og skúrað eldhúsgólfið. 

Þarnæst tók Sirre sprettinn til nágrannana og veiddi sér þar hænu sem hann kom hæðst ánægður með til baka. Mér leyst ekkert á blikuna því nágrannakonan sem á hænurnar er frekar geðstirð og ekki beinlínis með húmor fyrir því að hænurnar hennar séu veiddar og étnar. Bygones!

Við elskhuginn hjálpuðumst að við að ná hænunni úr kjafti og klóm hundsins. Hún var löngu dauð reyndar en þetta var eina leiðin til að ná hundskrattanum. Ná af honum hænunni og svo taka hann fastann meðan hann var að reyna að ná hænunni aftur af okkur.

Nú er ekki hægt að sleppa villidýrinu lausu þarna meir. Leiðinlegt fyrir hann náttúrlega en ég hef ekki efni á að borga rándýrar hænur sem hundurinn étur endalaust. Svona fyrir utan hvað maður skammast sín hroðalega meðan maður er að ná gæludýrum nágrannana úr kjaftinum á veiðibrjáluðum hund.

Ég er búin að hafa það af að borga fyrir og senda inn mynd og á bara eftir að sækja nýa ökuskírteinið mitt. Það þarf að sækja í Hultsfred svo ég athuga hvort ég geti ekki platað elskhugann með mér í það. Plata hann þá líka með mér á Kína matar stað. Er sólgin í Kína mat.

Af húsaveiðum er lítið að frétta, við erum búin að skoða smá og erum að reyna að fá fólkið sem á húsið sem við helst af öllu viljum leigja til að hitta okkur á miðvikudaginn. Vona að það gangi upp og að húsið sé eins og við höldum að það sé.


1 comment:

Anna Stína said...

jesús minn, hvaða ótuktarskapur er hlaupinn í litla Sirra? Ég gat samt ekki annað en hlegið, afsakið :) Sá ykkur alveg fyrir mér að rífa dauða hænu úr hundskjafti!
Fáðu þér kínamat svo, en skildu Sirra eftir heima, held að hann myndi bara ná sér í kinverja!