Monday, October 26, 2009

Búið að vera frekar mikið að gera.

Síðasta helgi var í meira lagi skemmtileg og mikill þvælingur á okkur. Við fórum til Kalmar og þaðan til Vetlanda. Hittum vin okkar og fórum út á lífið. Síðan var haldið hingað og sofið, farið aftur til Vetlanda og kínamatur étinn. Eignin lentum við í Oskarshamn og skemmtum okkur þar eina kvöldstund. Rólegheit skullu svo á einhverntímann á mánudeginum en ég var í sumarfríi bæði mánudag og þriðjudag. Nú og svo í fríi á miðvikudag.

Þannig að vinnuvikan var stutt.

Þessa helgi sem leið var tekið með aðeins meiri ró. Við skruppum til Vetlanda og á pub á föstudagaskvöldinu. Að öðru leiti horfðum við mest bara á bíómyndir, yfirleitt misstum við þó af endinum því við gerðum ekki annað en að sofna. En það er allt í fína með það, við tökum bara eitt kvöld svo í að horfa á eins og 8 endi.

Við fórum svo á húsa veiðar í gær en ekki vildi betur til en að allur tíminn fór í að leita að húsinu hans Mola. Ekki veit ég alveg hvar það hús er falið en rækilega er það falið því við fundum það aldrei. Þar með vorum við að verða of sein í mat til mömmu ástarinnar og málið var lagt á ís þar sem að kol myrkur var komið þegar við vorum búin að borða.

Nú stendur til að fá virkilega góðar leiðbeiningar frá eigendum húsanna og skoða svo öll húsin á miðvikudaginn þegar einka sonurinn og ég erum búin að versla á miðvikudaginn. Eignin stendur til að setja auglýsingu og sjá hvort það beri árangur.

Ég gisti svo í Kalmar í nótt og fór hingað í fyrir allar aldir í morgun. Það hefði verið í fínu lagi nema það að Sirri var í ham í nótt og vakti okkur marg oft. Okkur var hvorugu skemmt!

Thursday, October 15, 2009

Sennilega flyt ég...

hingað. http://www.blocket.se/kalmar/Hus_pa_landet_med_mojlighet_till_hasthallning_23361122.htm?ca=18&w=1

Við erum reyndar ekki búin að skrifa undir neinn samning en það stendur til að gera það um helgina eða í síðasta lagi á miðvikudaginn. Þetta er allavega voða fallegt hús í mjög fallegu umhverfi.

Frumburinn varð 17 ára í gær og hélt upp á daginn sinn á Malorka. Mjög skringilegt að ekki hitta hana á afmælisdaginn en svona er að eiga hálf fullorðin börn. En ég vona að dagurinn hennar hafi verið frábær í alla staði og ég hlakka til að gefa henne afmælisgjöfina sína og að hitta hana um helgina. Til hamingju aftur ástin mín!!

Monday, October 12, 2009

Húsa veiðar og hænu veiðar.


Litli engillinn hann Sirocco og ég fórum til Kalmar á föstudaginn eftir vinnu. Skutluðum Einkasyninum heim og héldum svo áfram þangað. Það fyrsta sem skeði eftir komu okkar þangað var að báðir hundarnir hlaupa eins og andskotinn sé á eftir þeim beint á matardallana og úða hundamats kúlum yfir allt ný ryksugað og skúrað eldhúsgólfið. 

Þarnæst tók Sirre sprettinn til nágrannana og veiddi sér þar hænu sem hann kom hæðst ánægður með til baka. Mér leyst ekkert á blikuna því nágrannakonan sem á hænurnar er frekar geðstirð og ekki beinlínis með húmor fyrir því að hænurnar hennar séu veiddar og étnar. Bygones!

Við elskhuginn hjálpuðumst að við að ná hænunni úr kjafti og klóm hundsins. Hún var löngu dauð reyndar en þetta var eina leiðin til að ná hundskrattanum. Ná af honum hænunni og svo taka hann fastann meðan hann var að reyna að ná hænunni aftur af okkur.

Nú er ekki hægt að sleppa villidýrinu lausu þarna meir. Leiðinlegt fyrir hann náttúrlega en ég hef ekki efni á að borga rándýrar hænur sem hundurinn étur endalaust. Svona fyrir utan hvað maður skammast sín hroðalega meðan maður er að ná gæludýrum nágrannana úr kjaftinum á veiðibrjáluðum hund.

Ég er búin að hafa það af að borga fyrir og senda inn mynd og á bara eftir að sækja nýa ökuskírteinið mitt. Það þarf að sækja í Hultsfred svo ég athuga hvort ég geti ekki platað elskhugann með mér í það. Plata hann þá líka með mér á Kína matar stað. Er sólgin í Kína mat.

Af húsaveiðum er lítið að frétta, við erum búin að skoða smá og erum að reyna að fá fólkið sem á húsið sem við helst af öllu viljum leigja til að hitta okkur á miðvikudaginn. Vona að það gangi upp og að húsið sé eins og við höldum að það sé.


Friday, October 9, 2009

Vá, aftur komin helgi.

Me like!

Einkasonurinn sefur vært heima og ég mætt í vinnu fyrir allar aldir (eða klukkan sjö) Þarf nefnilega að skutla honum heim klukkan þrjú svo þau geti öll lagt af stað til Malorka. Mikið vona ég að þau skemmti sér öll vel og að þessi ferð verði góð.

Sjálf mun ég halda áfram til Kalmar. Það stendur til að nota sunnudaginn í að skoða hús sem eru til leigu og ég vona að við Micke finnum einhvað fljótlega svo ég viti hvar ég á að byrja að sækja um vinnu. Eða réttare sagt meiri vinnu. Mun keyra hingað ca einu sinni í viku og vinna.

Pantaði nýu plötuna með Takida (ábending, góð hljómsveit og mun minna geðveik en allt hitt sem ég hlusta á) Og svo keypti ég gamla plötu með Kraftwerk. Missti mig samt ekki og keypti bara þessar tvær.

Optimisten ser en möjlighet i varje problem.
Pessimisten ser ett problem i varje möjlighet.

Sá bjartsýni sér möguleika i hverju vandamáli.
Sá svartsýni sér vandamál í hverjum möguleika.

Og hafiði það :þ)

Tuesday, October 6, 2009

Crazy helgi

Ég fór til Kalmar á þriðjudaginn eftir vinnu. Ég átti svo að vinna á föstudaginn en fékk sumarfrí í staðinn. Við ákváðum nefnilega að leggja upp í leiðangur. Fyrst fórum við og náðum í gullmola elskunnar. Þar næst var stefnan tekin á Helsingborg og á að hitta hálf systkini elskunnar. Ekki vildu þó betur til en að við enduðum í Kaupmannahöfn. Bílnum var lagt við Kastrup og leigubíll tekinn inn í bæ.

Við brölluðum ýmislegt og skemmtum okkur konunglega. Nótinni eyddum við á lúxus hóteli alveg við Strikið. Gullmolinn sem er þrettánára var hvað þá annað orðinn dauð uppgefin og lognaðist hann útaf er hann sá rúm og vaknaði ekki aftur fyrr en við hálp partinn bárum hann út um hádegisbilið.

Eftir að hafa nært okkur á KFC kjúklingabitum tókum við leigubíl út á Kastrup. Brunuðum yfir brúnna og aftur til Svíþjóðar. Okkur gékk betur að finna Helsingborg í þetta skipptið og hittum að lokum systkinin. Spjölluðum saman og snæddum pizzu. Um áttaleitið héldum við heim, fyrst með gullmolann og þarnæst með okkur sjálf.

Sjaldan hef ég upplifað jafn óplaneraða og crazy helgi. En við skemmtum okkur vel! ;-)

Í kvöld kemur einkasonurinn og verður nokkra daga. Það verður gott að sjá hann!