Friday, February 29, 2008

Maður er alltaf að læra einhvað nýtt


Á miðvikudaginn þegar ég var í fríi fór ég og keypti mér skó. Það er ekki neitt merkilegt með það þó það sé óvanalegt. Kaupi skó ca einu sinni á ári þegar þeir sem ég á eru orðir slitnari en ég kann að meta. Ég á eins og flestir vita tvo æðislega hunda og þess vegna er ég mjög oft á vappi. Fer í ca 4 labbitúra á dag. Það er heldur ekki merkilegt. En það er ástæðan fyrir því að ég kaupi mér alltaf bara þægilega og góða göngu skó, sport skó og ekki neina háhælaða bjána skó sem fylla aðrar þarfir en að vernda fæturnar á göngu.

Það er búin að vera svakaleg tæknivæðing í skótaui síðan gúmmitútturnar voru og hétu. Ég hef lítið skipt mér af því þó. Fer bara í nágranna bæinn og kaupi einhvað sem þar er til í sportbúðinni. Alltaf verið þægilegur og góður, fótréttur, hæfilega smartur og notanlegur skóbúnaður.

Ég gerði eins í þetta skipti. Fór inn til mannsins og sagði honum að mig vantaði nýa skó. Hann starði á lappirnar á mér og sagði "já villt nýa svona vatnshelda?" Ég leit niður á íþróttaskóna mína og hugsaði með mér að mann greyið er einhvað að bulla bara, ég er ekki í gúmmitúttum. Hann sá að ég var einhvað hugsi, lyfti skálminni og sagði svo sigri hrósandi "já svona Gortex skó. Viltu þannig?" Ég var áfram eins og fálki og hann sagði mér þá að Gortex væri sko vatnshellt. Þarna fékk ég andköf....muldraði svo "já er það þess vegna sem ég verð aldrei blaut í fæturnar þó ég stígi óvart í poll" Hann hélt það nú og sýndi mér yngri bræður skónna sem ég var í. Annar litur, sama merki og ég keypti þá. Mjög góðir! Það fúla við þetta allt er að ég verð að sætta mig við að ég er ekki svona lúnkin og heppin í pollunum.... ég er bara búin að vera í Gortex skóm í ára bil án þess að vita hvað það er.

Þannig að nýtísku gúmmitúttur líta út eins og hátísku íþrótta skór og nú vitið þið það líka.
PS. skórnir á myndinni eru ekki þeir sem fjallað er um í blogginu.... en þeir eru líkir!

Thursday, February 28, 2008

Aaaa smá spaug bara...

Mr. Smith wanted to become a teacher in the worst way, but the only job he could find was as an instructor at an all female college teaching sex education. His wife was a very jealous woman so Mr. Smith decided he would tell his wife that he would be teaching sailing at this college so that she would not get angry. He was very happy and for months all was well. As fate would have it, one day in the grocery store check out lane, Mrs. Smith overheard a group of girls standing in line behind her talking about college and their instructor Mr. Smith. The girls went on and on about how great this Mr. Smith was at teaching their class. The cashier handed Mrs. Smith her change and said, "Have a great day Mrs. Smith, and thank you, again." One of the girls in line heard the cashier, and asked Mrs. Smith if she was related to the Mr. Smith that was teaching at the college. Mrs. Smith replied, "Yes, he is my husband." Well that set off a torrent of accolades about how knowledgeable Mr. Smith was about the subject matter he was teaching, about how he got the whole class to discuss their fears about learning the subject. Well Mrs. Smith was taken back by what she heard from these girls and replied, "I don't know how you find him to be so gifted at teaching you this course. You know he only tried it twice in his life. The first time he tried it, he got sick, and the second time, his hat blew off and he just quit."


A stranger was seated next to Little Johnny on the plane when the stranger turned to the Little Johnny and said, "Let's talk. I've heard that flights will go quicker if you strike up a conversation with your fellow passenger."

Little Johnny, who had just opened his book, closed it slowly, and said to the stranger, "What would you like to discuss?"

"Oh, I don't know," said the stranger. "How about nuclear power?"

"OK," said Little Johnny. "That could be an interesting topic. But let me ask you a question first. "A horse, a cow, and a deer all eat grass. The same stuff. Yet a deer excretes little pellets, while a cow turns out a flat patty, and a horse produces clumps of dried grass. Why do you suppose that is?"

"Jeez," said the stranger. "I have no idea."

"Well, then," said Little Johnny, "How is it that you feel qualified to discuss nuclear power when you don't know shit?"


Já svo nokkur vísdóms orð:

Give a person a fish and you feed them for a day; teach a person to use the Internet
and they won't bother you for weeks.

Men have two emotions: Hungry and Horny. If you see him without an erection make him
a sandwich.

Health is merely the slowest possible rate at which one can die.

Some people are like Slinkies... not really good for anything, but you still can't
help but smile when you see one tumble down the stairs...

Monday, February 25, 2008

Sveitasælan...

Var að koma úr þvottahúsinu (að venju) Þetta er hobby (Sennilega). Rak augun í stórann bakpoka sem ég á. Ég fór með hann í útilegu til Finnlands einu sinni. Eftir þá ferð hefur hann aðallega verið notaður af syni mínum. Ég fæ hroll þegar ég sé þennann bakpoka. Hrollurinn kemur vegna þess að í öll þessi skipti sem pínu agna litli sonur minn hefur notað hann hefur hann verið á leið í skólaferðalag. Honum hefur alltaf þótt gaman í þessum ferðalögum svo það er ekki þess vegna sem ég fæ hroll.

Ég fæ hroll vegna þess að ég var ekki skólaferðalags típan og var svo geðveikislega hrædd um að mínum börnum ekki liði vel í sínum ferðum. Mér fannst hryllingur að hjálpa þeim að pakka. Hryllingur að þau færu. Hryllingur að ekki geta farið á eftir þeim og verið einhverstaðar mjög nálægt til að bjarga þeim ef einhver væri vondur við þau. Eða bara að ekki vera á staðnum til að taka þau með mér þaðan ef þau vildu ekki vera þarna.

Ekki skilja mig rangt. Ég lét þau aldrei fatta þetta. Ég var alltaf mjög jákvæð. Fékk þau oft til að fara þó þau væru að spá í hvort það væri ekki betra að vera heima. En mér þótti alltaf best að börnin mín væru heima. Börn eru oft pest og pína, rífast, andskotast, garga og eru bara alment ömurleg. En ef þau eru að heiman þá eru þau svona án þess að maður sé hjá þeim til að geta verið góður við þau þegar enginn annar megnar að vera það.

Og svo aftur að mér.... því ég er bloggarinn.... bygones.... aftur að mér. Ég fór í skólaferðalög nokkrum sinnum. En það var með skóladagheimilinu mínu, ég var 7 og 8 ára, held að ég hafi farið tvisvar. Er samt ekki viss. Getur verið ein ferð sem er orðin rugluð í minninu. Það var samt gaman, ég man það. En þetta endaði ekki vel.

Ég átti bangsa þegar ég var lítil. Á hann reyndar einhverstaðar enn. Alla vega þá var hann með í þessari ferð. Hann var með því það var ekki fræðilegur möguleiki á að ég gæti sofið án hans. Þegar heimferðar dagurinn kom var einhvað í gangi sem ég fattaði ekki. Þegar ég var að pakka, spurði stelpan sem var með mér í herbergi hvort ég vildi ekki frekar hafa bangsann með í rútunni svo hann gæti séð út um gluggann. Þetta fannst mér góð hugmynd, þó bangsi væri vanur að vera alltaf bara með þegar ég svaf.

Þegar ég var búin að pakka og leggja bangsa ofan á töskuna var kominn tími til að fara niður og borða hádegismat. Eftir matinn gékk ég upp í herbergi og þá var bangsi horfinn. Enginn vissi neitt, sérstaklega ekki stelpan sem hafði komið öllu af stað.

Ég grét, talaði við fóstrurnar, leitaði. opnaði töskuna eins og fóstrurnar sögðu. Enginn bangsi. Grét enn meir og hélt svo áfram að leita ein. Í alvöru að tala þá bjóst ég ekki við að neinn hjálpaði mér að leita en þó voru nokkrir krakkar sem hjálpuðu mér.

Kannski svona hálftíma áður en rútan lagði af stað i bæinn fann ég bangsa. Í skáp í eldhúsinu á bak við stóra potta. Restina man ég ekki neitt sérlega vel. Bara að ég fór upp í rútu með töskuna mína og bangsa og með mun minni trú á vinum og félögum en ég hafði haft áður.

Ég er fegin að börnin mín eru að verða ROSA stór! Ég er fegin að skólaferðalaga tíminn er liðinn hjá. Ég er líka þó nokkuð fegin að ég er líka orðin stór!!

Juno og The number 23

Sá þessar tvær um helgina. Juno er fín en ég hélt samt að hún væri betri. Ellen Page leikur meiriháttar vel og er svo sæt svo sæt en annars er þetta bara svona krúttuleg unglingamynd.

The Number 23 er ágæt, svolítið öfgafull en ágæt. Fjallar að mest öllu leyti um töluna 23 og að ef maður er með áráttu fyrir einhverri tölu þá geti maður fundið þá tölu í öllu sem maður gerir..... já svona í stórum dráttum er það það sem myndin fjallar um. Jim Carrey er heldur ekki í neinu uppáhaldi hjá mér. Er hann þó skárri í alvarlegum myndum en í svo kölluðum gamanmyndum. Já, ok The Mask var fyndin á sínum tíma og Bruce Almighty var ekki alveg glötuð en svona í alvöru að tala þá er ekki alveg alltaf hægt að þola vesalings manninn.

Hvernig sem það er með það þá sá ég myndina á laugardaginn sem var...... einmitt 23. febrúar. Einmitt þann dag var liðið hálft ár frá því að ég hætti að reykja.... gerði það 23. ágúst í fyrra...
SPÚKI ALLT 23 LOL

Friday, February 22, 2008

Törnin búin í bili.

Búin að hafa konu í kennslu varðandi leiðinlegu launin fyrir vörubílstjórana og þarf vonandi ekki að standa í því meir. Alveg að koma ein helgin enn og ekki er mikið í gangi. Bara sama leiðinda tiltektin, labbitúrar með fjórfættlurnar mínar og annað dundur. Sonurinn kemur heim á morgun, gott að fá hann heim.

Mig vantar hobby! Getur ekki einhver komið með uppástungu. Ég er að fríka út á því að gera aldrei neitt nema sofa, vinna, éta, labba með hunda, taka til og rífast í unglingum. OK þetta er lýgi ég horfi á sjónvarp og les líka meira að segja. Og spila sim city á gemsann #sad# verð að fara að gera einhvað meira en þetta. Eða hvað? Gerir fólk almennt séð kannski ekki meira en þetta?

Þarf að spá í þetta
Tjaó

Tuesday, February 19, 2008

Mikið er gott að vera í fríi

Alger dásemd. Fór í skógartúr með hundana, æðislegt veður. Ætla aftur út með þá á eftir þegar þeir eru búnir að hvíla sig aðeins. Verð aðeins að taka til líka, það er minna gaman en fínt þegar búið er. Svo kemur törnin í vinnuni restina af vikunni. Og svo volá komin helgi. Sonurinn er hjá ömmu sinni og afa. Fór einn með lestinni enda stór og duglegur drengur. Þau koma svo með hann um helgina. Hér er sko vorfrí alla vikuna. Nú ætla ég að haska mér í hádegismat og tiltekt svo ég komist aftur út í skóg.

Monday, February 18, 2008

Lost in translation.

Þetta er algjör snilld!!

Foreldrar mínir keyptu sér viftu í fyrra sumar þegar það var sem mestur hiti. Mjög alþjóðleg græa og á ekki að vera hægt að misskilja hvað er í pakkanum. Stór mynd af viftu framan á og ef það var ekki nóg þá stendur nákvæmlega hvað þetta er á einum 17 tungumálum.

Saturday, February 16, 2008

Hvað þarf mikið til að kæfa draum?

Getur verið nóg að maður segi rangri manneskju frá hvað manni langar til að gera? Ef manni er sagt þá að maður sé of ungur og of mikið fífl til að geta nokkurn tímann gert það sem manni langar að gera, getur það þá verið nóg? Til að kæfa drauminn? Já, það getur verið meir en nóg.

Oft hugsa ég að það sé skrýtið að börn nái að verða fullorðin án þess að deyja alveg.

Friday, February 15, 2008

Afhverju sendir enginn lengur pappírs bréf?

Alveg búin á því

Þvílík törn sem er búin að vera í vinnu skrattanum. Ég tek sumarfrí á mánudag, er þá að fara með Timmy í aðra svona coritson sprautu. Frí á Þriðjudag í staðinn fyrir miðvikudags fríið mitt og svo byrjar launa ballið.

Fyrir annað fyrirtækið er það nú bara léttur polki en fyrir hitt omg. Það tekur 2 daga að gera laun fyrir 5-6 stráka. Stéttarfélagið þeirra er algjört met í að búa til flóknar reglur sem gera strákunum lífið leitt. Þeir meiga td einungis vinna 16 yfirvinnu tíma á mánuði. Einnig má ekki borga þeim hærri laun en 19 897,00 sænskar krónur og ef maður vill borga meira en það þá verður það að heita bónus. Sko ekki það að stéttarfélögin megi ekki hafa þetta nákvæmlega eins og þau vilja en hatar þetta stéttarfélag meðlimina virkilega svona mikið?

Mesta vinnan fyrir mig er semsé að reyna að koma laununum sem við viljum borga þeim til þeirra án þess að stéttarfélagið geti kært okkur fyrir að borga þeim of mikið og láta þá vinna eins mikið og þeir sjálfir vilja. Er þetta ekki örlítið furðulegt dæmi?? Nei ég spyr!

Tuesday, February 12, 2008

Glatað mikið að gera.

Neyðist til að vinna í vinnunni og kann því illa. Nei ég segi svona. En ég hef alla vega verulega takmarkaðann tíma til að blogga.

Frídagur á morgun og ég ætla að eyða honum hjá tannlækninum. Oj bara! En ég er komin að krossgötum, búin að fresta tannhreinsun í hálft ár og verð að drifa þetta af!

Friday, February 8, 2008

Hver á skilið að fá einungis það besta?

Ég sat og skoðaði Ellos fatalistann áðan á netinu. Fann smartann kjól, prjónaða þunna peysu til að hafa við og hvíta skó. Allt saman á tæplega þúsundkall sænskan. Gæti verið mjög fínt að hafa í brúðkaupinu hans frænda í sumar. Og þá fór ég að spá í hvort ég hefði nú nokkuð efni á að vera að kaupa þetta núna. Allt í fína með það! Eeeen í gær pantaði ég hunda vesti (ól) hunda nammi, hunda tannskröpu og hunda tannkrem fyrir sexhundrað krónur sænskar og það fannst mér ekki dýrt og spáði ekki neitt í hvort ég hefði efni á því!!!

ps. Hundarnir mínir eiga ekkert á myndinni hér fyrir ofan. ENN! He he he...

Thursday, February 7, 2008

Atvinnusjúklingur

Eða hitt þó heldur. Ég er mjög fegin að ég er með vinnu. Ef ég væri ekki með vinnu mundi ég ekki hafa tíma til að skrifa og lesa Blog. Ekki tíma til að svara E-pósti né skoða hvað er að koma í bíó á næstunni. Ekki hafa tíma til að lesa Vísir og Moggann. Og það er sko mikið þarfa þing sem ég les í þeim blöðum. Ég hef td. afskaplega gaman af að lesa atvinnu auglýsingar og smá auglýsingar. Vá, ég held að ég hafi alment mest gaman af auglýsingum.... skrýtið. En ég les nú líka innlendar fréttir. Ég er ekki alveg vangefin.

Annars í fréttum hjá mér er að Frumburinn er að fara með föður sínum á læknaráðstefnu í dag. Eða alla vega í röntgen með fótinn sinn sem klemmdist í hurð stuttu eftir að hún datt og meiddi sig í hendinni. (Afskaplega seinheppin þarna á tímabili litla skinnið) Og til skurðlæknis að skoða ofannefnda hendi. Ekki það að það eigi að skera af barninu hendina eða neitt svoleiðis bara að tékka á að allt sé að lagast eins og það á að gera. Hún er stúrin yfir því að verða að fara með pabba sínum því svo vill til að ég er víst mun skemmtilegri en hann á spítölum. (Hvað sem það nú þýðir) (Og þetta er nú í fyrsta skipti sem hann fer með hana þannig að ég kannski fell niður í annað sæti eftir í dag)

Einka sonurinn er að fara í klippingu og strípur. Ævinnar fyrstu strípur og ég vona að hann verði lukkulegur með það. Skil ekki hvað þessi börn eru einhvað að verða fullorin.

Jæja best að halda áfram að vinna...................................................................... Nei DJÓK

Forsetakostningar



Ha ha ha, nei ég held nú síður! ÉG ER BÚIN með alla pólitík fyrir árið!

Monday, February 4, 2008

Know your Psycho!!

Þegar við heyrum Psycho sjáum við þá ekki fyrir okkur geðsjúkan morðingja. Nú veit ég ekki hvað Psycho eða Psykopat eins og það heitir á sænsku heitir á Íslensku. Ef einhver veit og vill fræða mig á því þá er agalega fínt comenta kerfi á síðunni. En sem sé Psykopat er manneskja sem meðal annars:

Hefur enga samúð með öðrum.
Getur ekki né vill setja sig í spor annara.
Hefur mikið álit á sjálfum sér og finnst han/hún yfir aðra hafin.
Finns hann/hún vera yfir lög og reglur hafin.
Á auðvelt með að spjall og sjarma fólk.
Hann/hún veit hvað er rétt en finnst ekki að hann/hún þurfi að fara eftir því.
Gerir hvað sem er til að fá fram vilja sinn.
Kennir öðrum um þegar illa fer.
Viðheldur eigin ágæti þegar gengur vel.
Já eða eins og maður segir á sænsku

Kännetecken på en psykopat enligt Hares checklista:

1. Munvig och charmig
2. Ständigt behov av spänning och nya impulser
3. Bristande ansvar för egna handlingar
4. Mytomani, ljuger lätt och trovärdigt
5. Svekfull och manipulativ
6. Egocentrisk och grandios
7. Saknar helt ånger och skuldkänslor
8. Empatistörning (dålig inlevelseförmåga)
9. Parasiterande livsstil/lever genom andra
10. Bristande kontroll över beteendet, lättväckt aggressivitet
11. Promiskuöst och egoistiskt sexualliv
12. Tidiga beteendeproblem (före tolv års ålder)
13. Kortsiktigt agerande, bristande långsiktig planering
14. Impulsivitet
15. Flackt känsloliv
16. Frekventa äktenskap och samboförhållanden
17. Ansvarslöst föräldraskap
18. Ungdomskriminalitet (före 15 års ålder)
19. Nya kriminella handlingar under permission
20. Flera typer av lagbrott bland de följande tio: inbrott, rån, narkotika, olaga frihetsberövande, mord eller mordförsök, olaga vapeninnehav, sexualbrott, grov oaktsamhet, bedrägeri, rymning från fångvårdsanstalt.

Ef maður hefur svona gæðablóð nálægt sér þá getur maður gert eitt af þessu tvennu:

Séð til að komast eins langt og hægt er frá viðkomandi
Eða séð til að halda geðsýklinum góðum/ri og ánægðum/ri.

Svo er nú það

Friday, February 1, 2008

U kvow she loves U and U know that can´t be bad



Aahhhh Bítlarnir.

Sumir dagar eru á móti manni. Yfirmaður minn átti ekki að mæta í vinnuna fyrr en á mánudag. En var svo mættur um hálf tvö í dag. Hann ergir mig. Minnst ergir hann mig þegar ég hvorki sé hann, heyri eða veit af. Sem er sjaldan á vinnu tíma.

Það er fáránlega mikil rigning.

Mér er illt í maganum.

Þegar ég var að sápa mig í sturtu í morgun tók ég eftir því að ég var að sápa mig með handsápu og ekki eðal bodydæminu sem ég er vön að nota. (En hej, hver veit það er kannski bara betra að nota handsápu) ((stór efa það samt))

Bíllinn minn er grútdrullugur og þegar ég var að fara út úr honum hér fyrir utan vinnuna rak ég mig utan í hann með þeim afleiðingum að hreinu buxurnar mínar urðu drulluskítugu buxurnar mínar. (Handsápa þær þá bara þegar ég kem heim).

En það er alla vega Föstudagur And you know that can´t be bad!!!! trallalalla la...