Thursday, October 30, 2008

Manndráps skap er leiðinlegt skap.

Ég var í manndráps skapi í gær eða seinni hluta dagarins. Verslunar ferðin breyttist úr mamma frumbura ferð í mamma einkasonar ferð ásamt frænku. Frumburanum langaði nefnilega allt í einu ekkert að fara og vantaði ekki nein föt. Nú svo ég fór með hin tvö í stóra bæin því þeim vantað göt í andlitið. Einkasyninum 2 í aðra augnabrúnina og frænkunni eitt í nösina. Þetta gékk allt vonum framar og ég slapp alveg við að láta gata mig.

Svo fóru þau með mér götótt og eins og tvö lítil ljós og hjálpuðu mér að kaupa gjafir sem ég ætla að gefa og að kaupa sokka á mig og svona ýmislegt smávægilegt. Svo langt var allt í fína með skapið á mér. Vissulega var ég ekki ánægð með að furmburin ekki gat drullast með en sætti mig þó við það.

Eftir að ég kom heim steyptist yfir mig geð fýla. Frumburinn hafði notað dagin til að taka til og skipt á rúmi sem var búið að sofa 5 nætur í og með þessu fyllt tómu þvotta körfuna. Mig langaði ekki í matinn sem ég var að fara að elda og einkasonurinn skoðaði vetra jakkann sem við pöntuðum og höfðum sótt á pósthúsið og komst að því að þó hann kostaði 1800 krónur sænskar þá var þetta ekki vetrar jakki eins og við héldum heldur vind og regn jakki.

Ég fór í manndráps skap og fanst heimurinn vera svo á móti mér. Líka álfarnir og tröllin og allir vinir þeirra. Ég var svo fúl að ég hefði getað grenjað.

Seinna um kvöldið þegar það var búið að sækja ljósið í lífi frumburans. Sem kom klukkutíma of seint með rútu sem var sett inn í staðin fyrir lestina sem bilaði og það var búið að koma þeim heim í hús. Gátu svo loksins einkasonurinn og ég í sameiningu lagað í mér skapið.

Hvernig?

Með kanelsnúðum og kaldri mjólk.

Ef maður fær kanelsnúða og kalda mjólk þá sér maður hvað allt er gott í rauninni og að maður þarf ekki að grenja af geðvonsku yfir því að þvotta karfan er aldrei tóm eða vegna þess að maður þarf að skipta jakka. það eru verri hlutir sem geta skeð.

Tuesday, October 28, 2008

Bæ bæ Obama paj og annað tuð

Ég hef tekið gleði mína á ný ásamt 4 pensílin töflum á dag síðan á föstudag. Alveg orðin góð í skoltinum og bara hin sprækkasta á ný.

Prinsessan er heima en sést lítið. Er með ljós lífs síns í tóli allann sólahringinn og hefur lítinn sem engann tíma fyrir neitt annað. Við tvær förum í verslunar ferð á morgun og svo loksins loksins kemur ljós lífsins með lest um kvöldið. Það má engann veginn leggja svona mikið á þau og pína þau að vera frá hvort öðru yfir 3 sólahringa. Verð að reyna að passa upp á það.

Sirocco skapofsa hundur beit mig til blóðs í fyrradag og er í bootcamp núna. Greinilega alveg útilokað að slappa einhvað af í uppeldinu á honum blessuðum.

Ég er búin að afskrifa Obama greyið. Held að hann sé alveg búin að vera. Átti svo sem aldrei almennilegann séns sót svartur eins og hann er. En ef það er einhvað verra en að vera svartur að bjóða sig fram í forseta kosningum í USA þá er það að vera sósíalisti að bjóða sig fram í forseta kosningum í USA og Obama sagði ljótan hlut, hann sagði "spreed the wealth" mjög ljótt!! Skiptum gróðanum á milli allra, Ónei ónei ónei! Ameríkanar vilja hugsanlega gefa af sínum gróða til kirkjunnar og til hjálpa stofnana en það vilja þau gera vegna þess að það er fallega gert af þeim. En ef einhver svartur hálf kommunisti ætlar að hækka skattana og fara að hjálpa allt og öllum þá er málið dautt. Bæ Bæ mister Obama paj drive your Chevi to the leve trall lalla la.

Vesalings heimurinn sem verður þá að upplifa Skrögg og Ofasatrúuðu bjálfuna í það minsta í fjögur ár.

Thursday, October 23, 2008

Vill einhver vorkenna mér mjög mikið!

Sko! Ég er að fá endajaxl vinstra megin niðri. Þessir tveir uppi komu á eðlilegum tíma þegar ég bjó í DK og var 18 ára. Tók nokkra daga og svo var þetta komið og ekkert mál. Þegar þessi hægra megin niðri kom þá tók það um 15 ár með helvítis kvölum í 3-4 daga á svona mánaðar fresti. Ég beið og beið eftir því að hann væri komin svo langt upp að það væri hægt að fjarlægja hann með töng sem var sem sé gert fyrir ári síðan eða svo. Ég var búin að ákveða að kvikindið sem er að koma núna kæmi ekki því ég er að verða fertug og mér finnst þetta bara ekki passandi.

En nei nei jaxlinn ætlar upp og ég ætla ekki að standa í þessu í fimmtán ár svo ég ákvað í gær þegar helvítið byrjaði að kvelja mig að ég mundi bara hringja beint í tannsa og heimta að hann tæki hann. Ég ætlaði nú bara að láta svæfa mig og út skildi helvítið strax í dag. En vegna þess að guð hatar mig þá er tannsi og stelpurnar sem vinna hjá honum öll á einhverju námskeiði (segir símsvarinn hans) ((það er að sjálfsögðu lýgi og hann og dræsurnar eru á fylliríi og öll í haug uppi í rúmi að riðlast hvort á öðru)) og þar með losna ég ekki við andskotans jaxlinn. Ég er á fljótandi fæði, í manndráps skapi og hef engann húmor fyrir þessum kvölum sem engin verkjatafla hjálpar við.

Svo viljið þið gleyma ykkar smá vandamálum varðandi kreppu, andlát og aðra smámuni um tíma og andskotast til að vorkenna mér. I am in pain!!

Tuesday, October 21, 2008

ARRRRRG


Ég gleymdi að fara í klippingu og strípur í gær!!!! Átti tíma 17.30 og mundi eftir þessu í sturtunni í morgun. Þoli ekki svona gleymsku og fíflagang!! Ég var búin að bíða eftir þessu og röfla um þetta vikum saman og hlakka svo til.

Er að reyna að ná í hárgreiðslu dömuna til að athuga hvort hún vilji láta mig hafa annann tíma..... arg!

Monday, October 20, 2008

Rosa gaman á nýa hunda námskeiðinu


Við Sirocco fórum í gær á námskeið í að finna týnt fólk. Sjúklega gaman fannst okkur báðum. Við ætlum sko að fara að leita bara að fólki alveg sama hvort það er týnt eða ekki. Nei ég segi svona. En þetta var svaka gaman og ég hlakka svo til að fara aftur. Því miður er þetta bara 3 skipti annan hvorn sunnudag. En ég verð bara að finna annað par af hundi og manneskju sem vill koma í svona leik. Verða alltaf að vera tveir, einn sem felur sig og einn sem finnur... þeas fer með hundinum sem finnur þennann týnda.

Annars var helgin mjög róleg. Bjó til heimatilbúnar vorrúllur sem voru öfga góðar og það á ég eftir að gera aftur. Annars var lítið gert nema fara í labbitúra með voffalingana og legið í leti þess á milli. Ágæt helgi bara ég á eftir að sakna hennar.

Tuesday, October 14, 2008

Sweet Sixteen

Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún frumburi
hún á afmæli í dag

Thursday, October 9, 2008

Botnlanga köst og fleira

Frumburinn er heldur betur að taka það með stæl. Fær botnlanga kast 400 kílómetrum að heiman og skellir sér bara inn á sjúkrahús og í uppskurð alein og ekkert væl. Ljóslífsins var nú reyndar með henni eins mikið og hann mátti og hjúkraði henni af mestu snilld. Það er ekki hægt að setja mikið út á þennann pilt!

Hún var ósköp þreytt og lítil í sér í gær en er öll að hressast og sennilega á leið heim til ljós lífsins as we speak. Þau koma til okkar á morgun í veisluhöld og almennt dekur og verða yfir helgina. Frumburinn kann ekki að skammast sín og verður sextán ára innan skamms eða þann 14 október og við munum halda uppá það á laugardaginn.

Hún er búin að panta kökur (ég er orðin kökubakara móðirin mikla) fyrir sig og ljósið. Sem sé kökur sem ekki eru fyrir afmælið (þá er búið að panta 2 tertur) Ég sá mér leik á borði og ætla að hafa þetta sitt hvora tertuna fyrir þau með 16 kertum á annari fyrir hana og 17 kertum á hinni fyrir hann. Ljósið á nefnilega líka afmæli innan skamms. Hvað smáköku bakstur varðar er ég að spá í að gera Lion Bar kökur og Tobleronekökur. Þær ættu að vera nægjanlega íslenskar og þar með gottiríislegar fyrir þau.

Ég hlakka mikið til að sjá litla frumburann minn, gefa henni knús og skipa henni að vera nær mér næst þegar hún fer í uppskurð!!

Tuesday, October 7, 2008

Neyðarlög og annað spennandi

Það hljómar mjög fallega að allir ætli að taka höndum saman og vernda heimili fólks. Þetta verður svo kýlt í gegn með Íslensku ærðuleysi. Afsakið en Íslensk ærðuleysi hvað er það. Er það, það sem eftir er þegar græðgin, ó nægjusemi og öll geðveikin eru dregin frá?

Ég elska landið mitt gamla meir en orð fá lýst en ég er ósköp fegin að ég bý ekki þar núna.

Monday, October 6, 2008

Alltaf svo myndaleg


Á föstudagskvöldið sat ég og hafði ekkert fyrir stafni. Zappaði sjónvarpið og var að leita mér að einhverju örlítið áhugaverðu. Og hvað fann ég... Deer hunter, ekki séð hana síðan áttatíu og einhvað. Kornungir Robert De Niro och Christofer Walker. Alltaf góðir! En mikið er myndinn svakaleg.

Á laugardaginn notaði ég frítíman til að sjá tvær myndir í viðbót. Fyrst sá ég The Departed. Leonardo Di Caprio hefur aldrei gert neitt sérstakt fyrir mig fyrr en í þessari. Matt Damond er og verður góður leikari en gerir enn ekkert sérstakt fyrir mig. Varðandi Jack Nicholson þá er mér skapi næst að halda að maðurinn sé ekki að leika. Hann sé bara verulega geðveikur. Hann fer alltaf á kostum í einmitt svona hlutverkum. Hver gleymir svipnum á honum í The Shining? En svo hef ég séð hann í Terms of indearment og About Smith þar sem hann sýnir á sér aðra hlið. En það er ekki hægt að neita því að maðurinn er bestur sem fríking geðsjúklingur. Í one flew over the cuckoos´s nest er maðurinn líka alveg dásamlegur.

Síðasta myndin var svo Freedom writers og þá mynd verður maður bara að sjá. Sannsöguleg mynd sem sýnir hvað ein manneskja getur breytt miklu fyrir marga. Miss G er hversdags hetja sem enginn getur annað en litið upp til.

Að öðru leiti var helgin notuð í labbitúra og tiltekt. Bara svona eins og venjulega. Einkasonurinn er heima með hita og hálsbólgu og ég væri alveg til í að vera heima hjá honum og passa hann. En hann er víst orðinn of stór fyrir það.

Saturday, October 4, 2008

Bæarblokkafrúin frá Breiðholtii

Það var einu sinni einstæð móðir í Breiðholtinu. Hún átti tvö börn eða kannski þrjú. Hún var feimin, ein, leið og í sæmilegri vinnu með sæmileg laun. Laun sem hún gat lifað af en ekki mikið meira en það. Hún gat gefið börnunum að borða og hún gat klætt þau. Sjálf gat hún keypt sér föt svona tvisvar á ári. Mamman undi sínu en var yfirleitt frekar neikvæð og óánægð. Andlitið á henni var næstum því orðið að svona andliti sem ekki getur breytt um svip. Andlit sem er leitt alveg sama hvað er að ske. Sjálf man ég ekki eftir að hafa séð konuna glaða, ekki leiða heldur. Hver veit hvað er að ske hjá manneskju sem er alltaf eins í andlitinu.

Mamman hitti svo mann. Han var venjulegur verkamaður. Hvorki ríkur né fátækur. Mest bara venjulegur. En svo skeði einhvað, hann fékk að fara á vegum fyrirtækisins sem hann var að vinna hjá til útlanda. Hann vann ekki betur og ekki verr en fyrr, en hann fékk mikið betur borgað. MIKIÐ BETUR og það kostaði mun minna að lifa þar sem hann var staðsettur.

Mamman fór að sjálfsögðu með honum og allt lék í lindi. Bæjarblokka mamman og verkamaðurinn urðu rík á þessu. Steinrík! Allt í einu orðin auðug og virkilega í þörf á einhverju passandi að gera. Þau fóru í siglingu með rosa flottu skipi en voru ekki alveg nógu ánægð með það. Þau ferðuðust um allann heim, en nei, það var ekki heldur að gera sig. Bæjarblokkafrúin var enn jafn leið. Allavega á svipinn.

Þau héldu áframm að reyna, byrjuðu að spila gólf. Það gerir allt ríkt fólk, því kylfurnar eru svo dýrar og ekkert verkamanna fólk hefur efni á að borga gjöldin fyrir að fá að vera með í gólfklúbbunum. Þar með ættu verkamaðurinni og bæjarblokka frúin að vera búin að gera sitt til að komast frá þessu fátæklinga pakki í eitt skipti fyrir öll.

En nei, þetta var ekki alveg svona auðvelt. Þau hittu aldrei neitt annað ríkt fólk sem vildi tala við þau. Þau fluttu land úr landi og reyndu en fundu engann sem vildi vera vinir þeirra.

Sagan endar þegar bæjarblokka frúin og verkamaðurinn eru á gólfvelli einhverstaðar í Svíþjóð alein án vina eins og venjulega, í frekar leiðinlegu veðri....

Kannski heyrum við um þessi tvö aftur. Þau eru svo gott efni í svo margt.
Ekki halda að STAÐA eða PENINGAR geri þig af merkilegri manneskju. Það eina sem getur gert þig af merkilegri manneskju er að þú sért merkileg manneskja og það hefur ekki með peninga og stöðu að gera. Gerðu það sem þú getur fyrir fólkið og ekki minnst börnin og unglingana hringinn í kringum þig. Ekki gleyma dýrunum! Og vertu eins mikil manneskja og þú getur eins oft og þú getur!

Takk fyrir mig, og ef þú átt svo mikið af peningum að það per seij gerir þig merkilegann þá er reiknings númerið mitt xxxx 222xxxx 4444 og ég tek allt sem þú ekki þarft og nota það í góða hluti!

Thursday, October 2, 2008

Svaf yfir mig í morgun


Var að öllum líkindum með einhverja þráhyggju í gær og stillti ekki klukkuna. Einkasonurinn kom og sagði mér að klukkan væri korter yfir 7 og ég varð eigilega frekar pirruð yfir því bara. En þetta hafðist. Ég smurði mér brauðsneið og át hana svo í bílnum á leiðinni í vinnuna. Ég get nú ekki sagt samt að mér finnist gaman að sofa yfir mig. Við skulum hafa það á hreinu.