Thursday, July 31, 2008

Svef hinna réttlátu

sef ég ekki! Ég sef bara engum svefni. Tókst að sofna seint um síðar þegar unglinga hyskið fór að horfa á mynd og þagði í smá stund. Um 2 var matartími. Kötturinn vildi fara út um 3 og svo vaknaði ég við hlátrasköll frumburans að verða 5 Þá hringdi pabbi hennar úr gemsanum sínum í gemsann hennar og spurði hvort hún hefði heyrt talað um tillitsemi. Veit ekki hverju var svarað en við náðum að sofa einhvað smá í viðbót alla vega.

Ég get ekki beðið eftir að losna við þau. Búin að panta lestarmiða á laugardaginn og mun svo selja húsið og flytja áður en þau koma til baka. Ef ég er heppin og læt hvergi skrá mig þá finnur hún mig ekki.

Nei ég segi svona. Sel nú kannski ekki húsið, skipti bara um lás.

Nú er stutt í Hröbbu krútt. Hún ætlar að færa mér vænann reyktan sauð, og þá getum við einka sonurinn kjamsað á honum ásamt uppstúf og karteflum. Nammi gott.

Það er sami viðurstyggðar hitinn hér en þessu á víst að linna um helgina. Vona samt að æskuvinkonan fá gott (þó ekki of heitt) veður. Þá verður nefnilega farið í skógar labbitúra útum allar trissur. Ekki minnst hundarin munu njóta þess í botn.

Tuesday, July 29, 2008

Væl og tuð

Ég er ógeðslega þreytt! Frumburinn er með ljós lífs síns hjá sér í heimsókn. Pilturinn er afskaplega elskulegur og ég kann rosalega vel við hann á allann hátt. Ekki minnst vegna þess hvað hann gerir hana hamingjusama. Eeeeen, hann er alveg eins og hún nætur ugla dauðans sem gerir þau ansi spræk yfir blá nóttina. Það er spjallað og hlegið, horft á sjónvarp og hlustað á músík, farið út í labbitúra og hitaður matur. Já það er bara stöðugt brölt alla fjandans nóttina. Gott ef þau færa ekki húsgögnin líka. Alla vega reyni ég að vaka til 01.00 að minsta kosti svo ég sé nú örugglega alveg dauðþreytt og sofni þrátt fyrir lætin. Og svo vaknar maður við matseld og vapp um húsið nokkrum sinnum og fer svo grút myglaður á fætur uppúr sex.

Ég má nú bara ekki missa svona mikinn svefn. Guði sé lof og dýrð að ég er í fríi á morgun og get sofið út. Það dettur nefnilega allt í dúna logn uppúr fimm á morgnana. Enda þá að koma morgun og svefn tími fyrir unglinga. Aumingja eiginn maðurinn elskulegur sem á eftir heila svona vinnu viku.

Næstu helgi halda þau svo heim til hans og halda hans fjölskyldu vakandi á næturnar. Þá getum við sofið heima hjá okkur. Sem betur fer voru þau hjá honum meðan Moli og dúllu dúskur voru í heimsókn því Mola hefði ekki verið skemmt. Hlusta á þau alveg þangað til Dúllus vaknar um sex, nei það hefði ekki verið ú je!

Ég hata veðrið hér, heitt eins og í helvíti með hita skúrum og þrumuveðri. Kannski hefur einhver gaman af þessu en það er þá ekki ég.

Man ekki eftir fleiru til að væla yfir svo ég er bara hætt.

Monday, July 28, 2008

Ferðafólkið.....

Er nú komið heim til sín heil og húfi. Ég fór sama labbitúr í gær sem við fórum saman nokkur kvöld og saknaði þeirra mjög mikið. Túrinn er upp að klobbavegi, fram hjá búðinni, niður hjá maffíu húsinu. Áfram fram hjá Molakoti (pakkið er þar enn) og svo gegnum skógin og heim. Voðalega sorglegt að labba þetta ein með hundunum.

Hingaðtil er ég búin að finna sokkapar í stærð 20 og samfellu Dúllu dúskur á þetta náttúrlega enda sá eini sem kemst í þetta. En ég bíð með að senda þetta ef ske kynni að ég finni einhvað meira.

Nú vinn ég í rúma viku eða til 6 ágúst og svo fer ég í smá frí með Habby minni. Hlakka mikið til að sjá hana. Fer til mömmu eftir vinnu þriðjudaginn 5 ágúst og sæki svo krúttuna mína í Malmö á miðvikudaginn. Verst bara hvað hún er mikil hollustu skotta.... verð að hafa eintómann hollann mat, en það getur verið að ég hafi gott af því bara. (Efins!)

Saturday, July 26, 2008

Mola tetur og Dúllu dúskur

Nú er langt síðan síðast. Fer að styttast í að ég missi litla dúllu dúskinn minn frá mér og mömmu hans líka. Í augna blikinu eru þau uppi og lítill snúður að öskra af sér hausinn. Hann er örmagna eftir Kalmar ferð mikla og stóra. Hann er búinn að standa sig eins og hetja í öllum ferðum en nú er komið nóg finnst honum. Og ég skil hann! Hitinn hér er líka ansi heiftúðlegur og Dúllu dúskur óvanur honum. Blessað barnið verður sennilega hamingjusamt að komast í sína rútínu aftur, en ég á eftir sakna hans og mömmu hans alveg svakalega!

Gautaborg var fín og strákarnir okkar duglegir. Þó gékk nú ekki sérlega vel, enda mörg lið mjög dugleg. En þeir eru ánægðir með sitt. Það gékk alveg ágætlega að vera með hundana í litla bústaðnum. Timmy er vanur ýmsu svona og ég vissi að það yrði ekkert mál að hafa hann með. Sirocco aftur var ég óviss um. En þetta gékk allt vel.

Skrifa meira seinna........

Friday, July 11, 2008

Boston Legal

Það var algjört sjónvarps kvöld hjá mér í gær. Moli benti mér á snilldina Boston Legal fyrir löngu síðan og spurði hvort ég fylgdist ekki með þeim. En ég hef ekkert getað það fyrir þá sök að þeir hafa verið klukkan 23,00 á föstudagskvöldum. Oftast er ég löngu sofnuð þá enda orðin svo þreytt eftir að vaka fram eftir öll kvöld þegar það er vinna daginn eftir.

Þannig að núna er ég bara búin að taka þættina á leigu í Internet leigunni minni. http://www.lovefilm.se/splash2.do?show=default
Það eru 4 þættir á hverri dvd og í gær náði ég að horfa á 6 fyrstu þættina af fyrstu syrpunni. Ég held að það sé verið að sýna syrpu 7 eða 8 núna svo ég mun hafa nóg að gera í sumar. Eins gott að maður eigi sér ekkert líf þegar maður þarf að horfa svona mikið á tv.

Síðasti vinnudagurinn fyrir sumarfrí númer 2. Leggjum af stað til Gautaborgar á sunnudaginn. Frumburinn og vinkona hennar koma með og frumbura viðhengið kemur á mánudaginn. Hann tekur svo frumburann með sér heim til sín á fimmtudaginn. Nóg að gera hjá þeim. Einkasonurinn fer og verður alveg með liðinu sínu og við munum ekki sjá hann neitt nema meðann hann er að spila.

Vona að þetta verði góð ferð bara og að strákarnir rúlli öllum hinum strákunum upp.

Tuesday, July 8, 2008

Vá, ekki neitt smá einmannalegt....

Alein í vinnunni. Allir frá vinnustöðunum hér um kring í sumarfríi og allstaðar lokað. Það er sónn í símanum en hann hringir ekki. Ekkert að ske, bara ég alein hér. Í sama stýl er veðrið. Grenjandi rigning og drungalegt úti. Birna ein í heiminum bara.

Góðir punktar:

Það var ekki byrjað að rigna klukkan 6.15 þegar ég fór í labbitúr með hundana!
Ég hef nóg að gera í mánaðar uppgjörinu í allann dag!
Síminn er ekki að trufla mig!
Dagarnir líða hratt og ég er alveg að fara í sumarfrí!

Kræst ég heyri í fax tækinu...... getur verið pöntun en trúlegra er að það sé verið að bjóða okkur að kaupa einhvað.....

Monday, July 7, 2008

Dææææs

Það er kominn sumarfrís tími hérlendis. 2 símtöl hingað til í dag. Mér leiðist alveg svakalega hér í vinnunni og það er í alvöru að tala EKKERT að gera hérna. Sem betur fer get ég gert mánaðar uppgjörið á morgun. Nú og svo er frí á miðvikudag og restina af vikunni þarf ég að koma öllu í gott stand fyrir kafla tvö af sumarfríinu mínu.

Það er heldur farið að styttast í að Moli komi og þess vegna ætla ég að taka miðvikudaginn í að ryksuga allt húsið. Ekki vegna Mola svosem heldur vegna Dodda skriðdreka sem ég hef grunaðann um að vera rosa ryk safnari.

Á eftir að tala aftur við fólkið í baby proffsen sem ætlar að leigja mér barnabílstól og ath hvort þau geti hjálpað mér að setja hann í bílinn minn á laugardaginn þegar ég er komin frá Gautaborg.

Jú jú þetta var nú bara minsta málið. Sæki stólinn og fæ hann í settan laugardaginn 19. júlí og skila honum svo bara eftir vinnu á mánudaginn, vikunni þar á eftir. Ekki var þetta neitt sérlega dýrt heldur 200 kall fyrir viku. Allt reddað og klárt. Líka búið að búa um þau bæði uppi í gesta herbergi. Skrúfa saman rúmmið hans Dodda, finna dýnuna og þvo rimla hlífina. Baxa matarstólnum út úr skáp og pússa þetta allt og þrífa. Þetta er nú bara allt að koma nema þá helst þau sem koma ekki fyrr en 21 júlí. Hvaða rugl er það.

Svo er búið að skipa mér að semja óska lista, og hann er svona:

2-45 lifrapylsu keppi (verð alveg í góðum málum með 3)
2-26 bréf af hangikjöti (plumma mig með 3)
2 pakka af flatkökum
1/2-1 kíló af reyktri ýsu
2 kassa eða svo af Hraunbitum
1-17 kg af lakkrís (1-2 alveg í frábærasta lagi og meira en gjarna afganga úr verksmiðjunni í Hafnarfirði) ((gott ef mér finnst það ekki best, ef þú átt erindi þarna upp í sveit)) (((Jú, Hafnarfjörður er lengst uppi í sveit í mínum huga)))
1 Taðreykt hrossabjúga skaltu endilega láta fljóta með. Ekki minnst fyrir þá sök að öllum finnst svo góð lykt af því meðan ég síð það NOT
Vertu ekki að koma með kjamma, ég ét það ekki. (skrýtið náttúrlega miðað við hvað ég er dugleg að borða)
2-4 pakkar af SS pulsum mundu kæta mig mikið.
Og svo finnst mér þetta komið ansi gott. Ekki nóg með að þetta sé um 9 kg þetta ætti að geta sett hvern sem er á hausinn.

Mér var sagt að senda þetta í net pósthólfið en ég hlýði því ekki neitt frekar en öðru sem mér er sagt að gera!

Mér leiðast unglingar

Sérstaklega kvenkyns unglingar. Það er bara hreinlega ekki hemja hvað þetta er leiðinlegt fólk. Sem betur fer lagast þetta yfirleitt uppúr tvítugu.

Friday, July 4, 2008

Drekka te með Mussolini

Tea with Mussolini dásamleg mynd. Moments líka góð. Og Chasing Freedom er fín. Snýr vel uppá rasistann í manni ef maður er með svoleiðis. Í kvöld kem litli bróðir í heimsókn og ég ætla að bjóða honum upp á sub með svínalundum, beikoni, lauk og helling af osti. Vona að honum finnist það gott en ef ekki þá ét ég þetta bara.

Thursday, July 3, 2008

2 fullorðnir og 2 börn??

Já, nei nei þetta er ekki þannig lengur. Við erum að verða 4 fullorðnir! Frumburinn unir hagi sínum vel 80 km norð austur um Stockholm. Hún ætlar í siglingu víst um helgina og kemur svo (vonandi) heim á sunnudaginn. Kannski er hún bara flutt til Enköping, hvað veit maður?

Einkasonurinn er heimkominn úr sveitasælunni hjá ömmu og afa á Ölandi og mér þykir það nú bara gott. Eitt er víst og það er að þegar ungarnir mínir eru farnir úr hreiðrinu þá ætla ég ekki að búa í húsi á 2 hæðum með kjallara. Þarna sátum við hjónin inni í sjónvarps herbergi, eins og 2 playmo karlar og ég upplifði húsið hlægilega stórt og einmannlegt. Ekki það að það eru minnst 20 og einhvað ár þangað til þau flytja að heimann. Og HANANÚ!

Það er þó eitt gott við að senda "börnin" úr húsinu.... ég hef ekki þvegið eina einustu vél síðan á mánudag.

Það er versta sumarblíðan hér hjá mér og eiginmaðurinn elskulegur ætlar að grilla fyrir mig í kvöld. Snilld að þurfa ekki að elda. Minni snilld að þurfa að vinna í blíðunni.

Tuesday, July 1, 2008

Sagan af Ibiza för

Allt byrjaði með bílferð til Stockholms eða réttara sagt Arlanda och Arlanda hotellby. Við lögðum í hann um fimm eftir rólegan dag. Við stoppuðum einu sinni eða svo á leiðinni og vorum búin að finna þetta og komin á hótelið rétt fyrir tíu. Við einkasonurinn brugðum okkur svo á Mc Donalds og fengum okkur síðbúinn kvöldverð þar á meðan frumburinn horfði á leikinn Svíþjóð-Rússland á hótelherberginu. Úrslitin ullu engri kátínu hjá ungunum mínum! Sjálfri var mér nákvæmlega sama. Einka sonurinn er á aldrinum þar sem maður sefur gjarnan á daginn og vakir á næturnar og það var líka eins gott. Ég er nefnilega svo mikill snillingur varðandi gemsann minn að ég stillti vekjara klukkuna á honum á hárréttann tíma, bara ekki á réttum degi. Svo hann sá um að koma okkur á fætur rétt uppúr 4.

Bílinn var látinn dúsa við hótelið og við fórum á flugvöllinn í hótel skutlunni. Allt gékk bara vel og dvölin á vellinum all bærileg bara. Flugið var ekki frásögu færandi og við skulum stinga okkur aftur í söguna þar sem við erum komin á hótelið og erum á leið upp til okkar eftir að hafa farið í hótelbúðina rándýru og verslað:

Vatn
Bjór
Kók

Þetta er svona það nauðsynlegasta í sólarstrandar ferð skiljiði.

Nú var klukkan orðin ca 12 og alveg að koma hátta tími hjá þeim galvaska. Hann var þess vegna geymdur á hótelherberginu meðan frumburinn og ég fórum í leiðangur. Við skoðuðum ýmiskonar varning og keyptum sandala, Sarong (risa sjal sem maður sveipir um sig) og eitt og annað smá vægilegt. Guttinn stein svaf þegar við komum til baka og var leift að sofa aðeins lengur. Seinna um kvöldið fórum við svo út að borða og brölluðum einhvað fram á nótt.

Næsta morgun var farið á ströndina að góðum sið. Um hádegis bilið lögðum við svo af stað í brúðkaupið á bílaleigubílnum sem afi ökuljón keyrði okkur í. Borðuðum stór furðulega pizzu á leiðinni og fundum hótelið hans frænda loks þegar við hættum að fylgja leiðbeiningunum um hvernið maður átti að keyra þangað.

Brúðkaupið var fallegt, veislan frábær, maturinn góður, allir glaðir og brúðhjónin bæði falleg og dásamleg. Við ókum svo heim í góðu skapi og einkasonurinn og ég sungum Pósturinn Páll við misjafnar undirtektir faranauta okkar.

Á laugardaginn lögðum við svo aftur eyju undir fót, í þetta skipti með strætó. Leiðin lá til Ibiza bæjar (Eivisa) og var stefnt á Formentera eyju sem liggur rétt fyrir utan Ibiza. Þegar okkur var svo sagt hvað það ævintýri kostaði hættum við bara við að fara og fórum á Kentökkífræd og gobbluðum í okkur kjúlla. Þar á eftir eyddum við peningunum bara frekar í föt. Eftir heil mikið verslandi fórum við heim aftur með strætó og svo á ströndina.

Næstu dagar voru svo bara ekta sólarstranda leti: Fara á ströndina, út að borða, taka siesta, aftur á ströndina, fara í verslunar leiðángur, út að borða, heim á sundlauga barinn að hlusta á tónlist og svo í bólið.

Einka sonurinn var reyndar ekki með í prógramminu fyrr en um miðjan dag enda uppgefin eftir að lesa og glápa á sjónvarp allar nætur. Mjög fljótlega var svo bara komin rúta að sækja okkur og skutla okkur út á flugvöll.... og þar sem restin er ekki það spennandi þá læt ég þetta bara gott heita.