Tuesday, September 30, 2008

Er að koma kreppa? Er kannski komin kreppa?


Það þarf ekki að gá vel til að sjá að einhvað mikið er að ske í fjármálaheiminum. Hér hjá mér er svosem rólegt enn. Nema þá helst fyrir vesalings ríka fólkið sem á mikið af hlutabréfum. Því er vorkunn, það átti minna í gær en í fyrra dag og enn minna í dag. Matvörur hafa hækkað talsvert síðustu mánuði eða um 6% segja ráðamenn. Það er lýgi! Nema að ég kaupi fáránlega matvöru eða einhvað því ég mundi segja um 20% Annars er allt sæmilega rólegt.

Ég aftur á móti bíð ekki alveg í ástandið á Íslandi og þykir ástandið leitt í USA þar sem ástandið þar stýrir restinni og mér finnst betra að geta lifað af laununum mínum. Helst vildi ég vera auðug en það hefur aldrei verið inni í dæminu svo það þýðir ekki að velta sér uppúr því.

Sem betur fer er hægt að draga úr ýmsu enn. Það má hafa rökkur inni og lengi má éta graut. Föt má lappa og laga og síma þarf maður ekki að nota. Bækur, blöð, sjónvarp, tölvur allt óþarfi hvort sem er. Og svo mætti lengi telja.... ef maður nennti. Annars er ég meira hrifin af því sem ég heyrði um daginn: Maður verður að eyða sig úr kreppunni. Að spara sig úr kreppu er ómögulegt! Já ég veit ekki....

Monday, September 29, 2008

Gaman að sjá frumburann um helgina

En þetta er svolítið langt að fara svona yfir aðeins eina nótt. Þetta er rúmlega 400 km og tekur 5 tíma með nokkrum stoppum til að fara á klóið, fá sér pulsu og kaupa kók. En við áttum góðann tíma saman samt.

Tengdaforeldrarnir virðist hið mesta sóma fólk og eru ósköp indæl og fín. Við fórum fyrst í kaffi og köku hjá þeim og skoðuðum húsið, garðinn og spjölluðum við hundinn þeirra. Svo fórum við með dótið okkar á hótelið sem var ágætt og svo komu tengdaforeldrar og unglingar til okkar þar og við fórum í labbitúr um bæinn. Skoðuðum eitt og annað og okkur leyst bara vel á Enköping. Svo settumst við í setustofuna á hótelinu og spjölluðum saman í smá stund áður en þau fóru heim svo unglingarnir gætu skipt um föt og gert sig fín fyrir matinn.

Við fórum á voðalega huggulegan stað sem heitir hvíti fíllinn og býður upp á svakalega góðann tælenskann mat. Svo enduðum við kvöldið með spjalli og kósíheitum heima hjá þeim. Við erum ekki meiri manneskjur en að við urðum að pilla okkur upp á hótel um klukkan 23,00 alveg búin á því eftir langa ferð.

Eftir morgunmat fórum við svo og náðum í frumburann sem kom með okkur upp á hótel og við unnum aðeins í heima námi. Svo sóttum við ljós lífs hennar og fórum með unglinana út að borða hádegis mat. Aftur Tælenskann en á öðrum stað. Svo var því miður bara komið að því að kveðja enda 5 tíma ferð heim.

Unglingarnir koma svo til okkar helgina 10-12 október og þá ætlum við að halda uppá afmæli frumburans. Það verður gott að sjá frumburann aftur þá og enn betra að fá að hafa hana í haustfríinu í tíu daga heima.

Friday, September 26, 2008

Ohhh ég er svo mikil hænsna mamma


Ég var að komast að því bara rétt í þessu að ég verð auðvitað að baka kók skúffuköku dauðans og taka með handa frumburanum. Hún elska þessa köku alveg svakalega mikið. Nú og svo verður einhvað eftir handa einkasyninum og pössurunum.

Fór í búðina og keypti osta, kex, sultu, hunang, kerti, konfekt og ýmislegt fyrir stjúpfjölskylduna. Og er bara nokkuð ánægð með mig í augnablikinu.

Nú og svo keypti ég sokkabuxur, tímarit, sjampó, hárnæringu og hitt og þetta smávægilegt handa frumburanum. Ohhhhh ég er svo sæt í mér að það er ótrúlegt. Ég er líka rosalega sæt og skemmtileg og vitur og fátæk (núna) nei djók. En ég er samt sæt í mér stundum!

Hver vex hratt?


Á morgun bregðum við eiginmaðurinn undir okkur betri fætinum og skreppum að heimsækja frumburann í Enköping. Við ætlum að leggja af stað snemma eða um átta. Það pirrar mig því það er laugardagur og ég vil sofa út. Það hlægilega er að ég sef aldrei út, vil bara geta gert það. Um helgar er ég vanalega komin út með hundana um átta svo það er ekki eins og ég sé sí sofandi út neitt.

Ég ætla samt að gera það einhvertímann. Sofa út meina ég. En það verður þá ekki á morgun. Svo í dag eftir vinnu verður í ýmsu að stússast. Er að spá í að kaupa osta körfu og gefa stjúpfjölskyldu frumburans fyrir að passa hana fyrir mig. Svo vantar mig ferðatösku til að taka með dót frumburans í, og ég hef ekki hugmynd um hvar ég fæ hana.

Er einhver búin að gera sér grein fyrir því að frumburinn er að verða ROSALEGA fullorðin, hálf flutt að heiman og allt. Þessi börn, maður er rétt farin að venjast því að eiga þau og þá flytja þau bara.

Amma og afi koma svo í kvöld og ætla að passa hundana fyrir mig á meðan ég er í burtu. Og kanski líta þau til einkasonarins líka ef þau hafa tíma. Svo ég hef einhvern góðan snæðing fyrir okkur öll í kvöld.

Tuesday, September 23, 2008

Christiania


Eftir afmælisveislu frænku minnar sem haldin var í Köben helgina sem var skruppum við öll til Christiania. Sjálf hafði ég aldrei komið þarna og var meira en lítið hissa. Ekki það, ég vissi ekki hverju ég átti von á en ég veit að það var einhvað annað en það sem ég sá þarna. Þetta er meiri háttar flottur staður. Ég á eftir að koma við þarna aftur við fyrsta tækifæri en þá verður það fyrir myrkur. Ég vil hafa tækifæri til að skoða öll litlu húsin sem fólkið sem býr þarna er búið að byggja og laga sjálft. Skoða listmuni og annað sem er búið til þarna og fá mér kaffisopa eða einhvað álíka og skoða mannfólkið.

Ég geri slag í þessu sem fyrst og vona að helví... millarnir ekki nái að jafna þetta með jörðu og byggja einhvað luxús dæmi fyrir ríka fólkið þarna þangað til.

Endilega ekki gleyma að skoða þetta næst þegar þið eruð í Köben.

Monday, September 22, 2008

Skólastúlkan mikla

Rétt í þessu er frumburinn að læðast inn um dyrnar á nýa skólanum sínum í fyrsta skipti. Örugglega að tapa sér úr stressi. Móðirin stolta er alveg róleg og ekkert frekar að bíða eftir fyrsta smsinu frá duglegur stelpunni sinni sei sei nei nei bara ekkert frekar.

http://www.westerlundska.nu/ Þarna get ég séð að hún fær hakkabuff með jógúrt sósu og bulgur í hádegismatinn og að það er foreldrafundur þriðjudaginn 30. Sept ásamt mörgu öðru.

Tuesday, September 16, 2008

Ohhhh, ég nenni þessu ekki


Grút þreytt í dag eftir svefn litla nótt. Unglingarnir vekja Sirocco sem vekur mig með látum. Unglingarnir tuða og suða og ég heyri andskotann í þeim þó ég sé hálf sofandi. Var rétt komin á lappir (ekki vöknuð samt) þegar Sirocco rauk yfir grindina inn til kattarins og allt fór í háa loft þar inni. Kisa hljóp upp á loft og ég greip Sirocco þar sem hann spólaði á gólfinu að reyna að komast á eftir henni.

Sirocco var fleygt inn í svefnherbergi og hurðinni lokað. Ég settist stúrinn við eldhúsborðið og maulaði brauðsneiðina mína. Eftir hálfa brauðsneið sótti ég hundinn, hnippti í Timmy og fór með þá út. Þessu sinnir venjulega eiginmaðurinn elskulegur en þar sem Sirocco svaf svo illa um nóttina þá nennti hann ekki út á réttum tíma og með honum. Eftir að hafa hálf drepið köttinn úr hræðslu aftur á móti var blóðið komið svo vel á stað í æðunum á honum að hann var alveg til í einn rúnt.

Ég get svo svarið að ég kíkti ekki í spegil einu sinni áður en ég lagði af stað út. Skipti svosem ekki máli, það eru fáir á ferð í rigningu fyrir klukkan sjö. Þegar heim var komið fengu hundarnir morgunmat og ég kláraði minn. Ég fletti dagblaðinu, sá samt ekkert í því. Greiddi mér, burstaði tennur og fór út í bíl. Nú er ég hér í vinnunni og gæti gubbað. Ég nenni ekki svona morgnum ég segi það satt!!

Friday, September 12, 2008

Kók skúffukaka


Bakaði tvær skúffu kökur fyrir vinnu félaga eiginmannsins elskulega. Þau áttu það bara skilið fyrir að þurfa að umgangast hann alla virka daga. (Það var komið að honum að hafa með sér með föstudags kaffinu) Önnur var mjög góð en hin var geðveikt góð! læt hér fljóta uppskrift af henni.



Kók skúffukaka dauðans

BOTTN
3 Egg
4,5 dl Sykur
225 g Smjör
2,25 dl Coca Cola
6 dl Hveti
1,5 msk Lyftiduft
1 msk Vanelusykur
4 msk Kako

GLASSÚR
100 g Smjör
5 dl Flórsykur
4 msk Coca Cola
1 msk Vanelusykur

SKRAUT
Brúnt kökuskraut

Ofnhiti 200 gráður. Setið bökunar pappír í ofnskúffuna (ca 30x40) Bræðið smjörið á vægum hita. Þeytið egg og sykur ljóst og létt. Blandið saman þurru efnunum og blandið með eggjahrærunni ásamt kókinu. Hrærið svo allt blandist vel. Bætið smjörinu samanvið og blandið. Hellið deiginu í ofnskúffuna og bakið í 15-20 mínútur.

Nú er hægt að gera á tvennann hátt. Annað hvort er hægt að hafa glassúrinn bakaðann eða kaldann (á myndinni er glassúrinn kaldur) Enn sem komið er hef ég þó bara gert bakaðann.

Í báðum tilvikum byrjar maður á að bræða smjörið og blandar svo restinni í.

Ef baka á glassúrinn þá: Tekur maður kökuna út rétt áður en hún er tilbúin og breiðir yfir glassúrinn, setja svo kökuna aftur í ofninn og baka áfram í ca 4 mínútur eða þangað til glassúrinn sýður (myndar kúlur) og þornar inn í kökuna. Strá svo yfir kökuskrautinu um leið og hún er tekin út og skera skúffukökuna í hæfilega bita. Láta svo kökuna kólna bara í rólegheitum áður en bitarnir eru teknir úr skúffunni og hreinlega étnir. Kakan er þó enn betri þegar hún er aðeins köld eins og úr ísskáp.

Kaldur glassúr: Kakan látin kólna alveg í géggn svo glassúrinn breyddur yfir. Skreytt með kökuskrautinu og kakan skorin í risa stóra eða pínu litla bita. Já eða bara hæfilega stóra bita.

Verði öllum að góðu. Afskaplega góð kaka sem mun vera bökuð oft heima hjá mér og þér líka ef þú prófar þetta!

Thursday, September 11, 2008

Monday, September 8, 2008

Internet fífl


Í dag er Netið í algöru asna kasti. Nú já eða tölvan. Engann veginn að gera sig neitt. Mér er ekki skemmt!!

Thursday, September 4, 2008

Temmilega mikið Tempur

Á leið í agilityið skrapp ég inn í sænska rúmfatalagerinn að kíkja á dýnu (svona yfir dýnu) er nefnilega alltaf að farast í bakinu við og við og man að ég stór lagaðist þegar við keyptum rúmmið okkar fyrir 5 árum eða svo. Þar með var ég komin með kenningu þess eðlis að yfir dýnan í rúminu væri bara orðin ónýt og að ég yrði að verða mér úti um nýa. Sænski rúmfatalagerinn á einhvað afmæli og var þess vegna með tilboð á einmitt svona dýnum og ég var búin að skoða þetta í blaðinu frá þeim og velja eina sem mér fanns vera á viðráðanlegu verði.

Þegar ég var komin inn ráfaði ég um í reiðileysi og fann ekki neitt. Spurði til vegar og fann alltof mikið af svona dýnum. Sennilega einar 50 tegundir allar í að minsta 3 stærðum. Ég var alveg að tapa mér. Tíminn var að renna frá mér, hundurinn einn úti í bíl að bíða og ég komin í þennann líka dýnu hasar dauðans. Ég sleit og reif og leitaði að T10 90/200 og fann allt annað en það. Á endanum rak ég augun í skilti um Tempur dýnur og að þær væru algert heimsmet í þægindum. Ég reif eina þannig í réttri stærð útúr hillunni og ríndi svo á verðmiðana á hillunni því ekki stóð neitt um hvað krafaverkið kostaði á dýnunni sjálfri.

Ég svittnaði, það voru 200 verð með alskonar heitum og stærðum og ég gat ekki unnið mér til lífs að sjá hvað þessi sem ég var með í höndunum kostaði. Þar sem góð ráð voru dýr tók ég skyndi ákvörðun og hljóp í átt að kassanum með dýnuna. Sagði við konuna að ég gæti bara ekki lesið mér til um verðið á þessari dýnu og spurði hvort hún gæti hjálpað mér.

Hún varð alveg svakalega roggin með sig og sagði að þessi dýna væri einmitt á tilboði. Ég þóttist hissa og beið svo spennt eftir svarinu. Var búin að setja efsta mark á 800 og ekki krónu yfir 1000 Konan skein eins og sól og sagði mér að dýnan væri á 650 og hefði kostað 1300 og þar með sló ég til.

Svaf alveg afskaplega vel svo í nótt fyrir utan að hundur (hundskratti) byrjaði að gellta úti um 1 og vakti þar með Sirocco sem gellti enn hærra og vakti mig, og fyrir utan að kötturinn vildi fara út um 2 enda ný búin að spara 650 krónur á einu kvöldi með því að kaupa dýnuna.

Er skrambi góð í bakinu í dag en það er náttúrlega ekki að marka því það er fínt annað slagið en það má vona að kraftaverka dýnan ódýra hjálpi....