Wednesday, December 23, 2009

Það eru víst að koma jól.


Við hjúin föttuðum um daginn að aðfangadagur er á morgun og ekki á föstudaginn eins og við héldum lengi vel. Við erum nánast búin að öllu enda ætluðum við aldrei að gera neitt mikið.

Eftir vinnu, eða um ca 2 leitið ætlum við að kíkja í ríkið, kaupa okkur smá jóla bjór og einhvað annað gúmmílaði. Þurfum eigni að kíkja í búð og kaupa eina gjöf. Koma nokkrum pökkum til litla bróður svo hann geti tekið þá með sér til Landskrona. Skreyta "jólatréið" sem er einirunni í krukku ca 40cm hátt. Sjóða skinkuna og gæða okkur á brauðbita ásamt henni og jólabjór. Skipta á rúminu og jafnvel ryksuga yfir og svo er þetta bara komið.

Það er ósköp jólalegt úti svo sem, allt á kafi í snjó. Annars verða þetta frekar einkennileg jól. Það er allt í góðu með það.

Og þar sem ég sendi engin jólakort í ár þá vil ég óska ykkur öllum góð og gleðileg jól og dásamlegt nýtt ár.

Út með jólaköttinn, kvikindið er loðið eins og ljón trallalla

Wednesday, December 16, 2009

Jólin herra lögregluþjónn!

Þetta er fleygur og vel þekktur frasi á laugarveiginum.

Um þetta leyti vorum við Moli að vinna í Hörpu. Málingaverksmiðjunni góðu sem eitt sinn stóð við Skúlagötuna að mig minnir. Þetta var nokkrum dögum fyrir jól og starfsfólk verksmiðjunnar sat á kaffistofunni með hangandi haus og beið eftir að fá jólagjöfina frá vinnuveitandanum.

Það var siður að gefa starfsfólkinu fimmþúsund krónur í jólagjöf og þess vegna lág viss spenna í loftinu. Þetta hljómar náttúrlega eins og nammi peningur núna en á þessum tíma var þetta töluverður fjársjóður.

Þegar vinnuveitandanum fannst við búin að slæpast nóg á kaffistofunni var Lárus verkstjóri sendur með umslög til okkar. Þar í var jólakort og fimmþúsund kall. Eins og við manninn mælt kættist verkalýðurinn og skömmu seinna voru við öll horfin á brott. Moli og ég örkuðum Laugarveiginn og göluðum jólin frú, jólin herra, jólin barn og svo framveigis. Á endanum mættum við löggu og örguðum jólin herra lögregluþjónn, þar næst orguðum við úr hlátri og hefur þessi setning verið notuð mikið síðan þá.

Fyrir mér er óraunverulegt að það séu að koma jól. Við ætlum svo sem ekki að halda nein jól í ár og það er alveg ágætt finnst mér. Næstu jól verður svo svona eins og að byrja upp á nýtt. Jól í nýu húsi, en eins og kvæðið góða...... Hver veit hvar við dönsum næstu jól

JÓLIN HERRA LÖGREGLUÞJÓNN!

Monday, November 30, 2009

Tíminn líður hratt.

Síðustu helgi fórum við til Köben. Smá skrepp bara. Fórum með lestinni klukkann ca 4 á laugardag og eftir skemmtilegt kvöld og nótt héldum við heimleiðis með 7 lestinni á sunnudag. Vikan var svo bara róleg og um þessa helgi erum við búin að hjálpa mömmu elskunnar að flytja til Karlskrona og fara með dót elskunnar í húsið. Eftir að hjálpa til að bera dótið inn í Karlskrona hittum við einkason elskunnar og við stálum honum náttúrlega og fórum og fengum okkur pitsu.

Tyson flutti svo með okkur heim á laugardags kvöldið. Hann virðist una sér vel og báðir hundarnir óskup rólegir og góðir.

Á fimmtudaginn var ég ein heima og við einkasonurinn skruppum á Cecil og fengum okkur snarl. Alltaf gott að sjá hann. Því miður þurfti hann að flýta sér heim svo hann gæti klárað að lesa fyrir próf en við áttum þó góða stund saman.

Í gær leiddist okkur elskunni einhvað svo við fórum til Vetlanda og fengum okkur þar tælendskan mat. Mjög gott og alltaf gaman að komast út úr húsi.

Á döfinni er ekki mikið. Við keyptum pússlu spil sem við ætlum að dunda okkur með þangað til við flytjum. Einn og hálfur mánuður í það. Við erum búin að ákveða að vera ekki að vesenast svo mikið með jólin í ár þar sem við verðurm í miðum flutningum þá. Þess vegna finnst mér einhvað fáránlegt hvað það er mikið af jóla skrauti allstaðar. Ég er einhvernvegin ekki með jól inni í myndinni.

Klippi mig í kvöld, mjög gott mál.

Þannig er það.....

Sunday, November 15, 2009

Yndæl helgi

Við skötuhjúin fórum frekar snemma að sofa í gær líka og ég staulaðist á fætur um 8 þá var elskan búinn að vera á fótum í yfir klukkustund.

Lífinu er tekið með ró í dag líka. Um 11 bakaði ég pönnukökur sem voru bæði morgun og hádegismatur. Núna er búið að koma smásteik í pott og hún fær að malla frameftir degi. Elskan er búinn að undirbúa epla pæj sem verður í eftirrétt. Fyrir utan þetta eru vinirnir 2 búnir að fara í 2 labbitúra og ég búin að fara í sturtu. Eftir litla stund ætlum við að athuga með að fara á sólbaðstofuna og næla okkur í smá brúnann lit.

Mánudagur til mæðu á morgun og nóg að gera í vinnunni. Rétt um 2 vikur þangað til vinnu tíminn minn gjör breytist og það leggst ágætlega í mig. Mun nú sennilega vera með töluvert mikla vinnu í desember og janúar vegna ársuppgjörs og það er líka fínt. Mun sennilega vera hægt að finna margt og mikið að gera við innkomandi peninga á næstunni vegna flutninga og annars.

Saturday, November 14, 2009

Viðburðarríkir dagar

Í gær fórum við eldsnemma á fætur til að bruna að húsinu sem okkur langar að búa í og hitta mann þar sem skoðar og athugar að allt sé í lagi. Hann fann ekki mikið að húsinu og þar með er ég búin að ákveða að kaupa það.
http://www.hemnet.se/beskrivning/541332 Hingað munum við sem sé flytja 15. Janúar. Okkur hlakkar að sjálfsögðu mikið til. Verður svakalega gaman að ditta að þessu. Eignig hlökkum við til að sitja við arininn á köldum janúar kvöldum og sötra te eða heitt kakó.

Þegar skoðunin var búin fórum við og keyptum okkur 50 tommu flatskjás sjónvarp sem verður keyrt beint í nýa húsið og mun bíða okkar þar. Eitt af okkar aðal áhugamálum eru bíómyndir svo þetta var alveg nauðsinleg fjárfesting! As you well know.

Svo fórum við í bankann og fengum upplýsingar um lánið sem ég fæ. Það hljómaði alltsaman vel og þess vegna förum við til Kalmar á miðvikudaginn og ég skrifa undir samninginn. Þar með verður húsið mitt.

Þar sem við þurftum að fara á fætur fyrir fimm í gær morgun, fórum við að sofa klukkan tíu í gær og vöknuðum eldhress og endurnærð fyrir átta í morgun. Dagurinn er búin að vera virkilega rólegur og góður. Elskan situr við sína tölvu og ég sit við mína. Við erum ný komin úr gönguferð og í kvöld ætlum við að búa til Raggmunk (karteflupönnukökur sem borðaðar eru með beikoni og eru mjög góðar)

Og þá vitið þið það....

Monday, October 26, 2009

Búið að vera frekar mikið að gera.

Síðasta helgi var í meira lagi skemmtileg og mikill þvælingur á okkur. Við fórum til Kalmar og þaðan til Vetlanda. Hittum vin okkar og fórum út á lífið. Síðan var haldið hingað og sofið, farið aftur til Vetlanda og kínamatur étinn. Eignin lentum við í Oskarshamn og skemmtum okkur þar eina kvöldstund. Rólegheit skullu svo á einhverntímann á mánudeginum en ég var í sumarfríi bæði mánudag og þriðjudag. Nú og svo í fríi á miðvikudag.

Þannig að vinnuvikan var stutt.

Þessa helgi sem leið var tekið með aðeins meiri ró. Við skruppum til Vetlanda og á pub á föstudagaskvöldinu. Að öðru leiti horfðum við mest bara á bíómyndir, yfirleitt misstum við þó af endinum því við gerðum ekki annað en að sofna. En það er allt í fína með það, við tökum bara eitt kvöld svo í að horfa á eins og 8 endi.

Við fórum svo á húsa veiðar í gær en ekki vildi betur til en að allur tíminn fór í að leita að húsinu hans Mola. Ekki veit ég alveg hvar það hús er falið en rækilega er það falið því við fundum það aldrei. Þar með vorum við að verða of sein í mat til mömmu ástarinnar og málið var lagt á ís þar sem að kol myrkur var komið þegar við vorum búin að borða.

Nú stendur til að fá virkilega góðar leiðbeiningar frá eigendum húsanna og skoða svo öll húsin á miðvikudaginn þegar einka sonurinn og ég erum búin að versla á miðvikudaginn. Eignin stendur til að setja auglýsingu og sjá hvort það beri árangur.

Ég gisti svo í Kalmar í nótt og fór hingað í fyrir allar aldir í morgun. Það hefði verið í fínu lagi nema það að Sirri var í ham í nótt og vakti okkur marg oft. Okkur var hvorugu skemmt!

Thursday, October 15, 2009

Sennilega flyt ég...

hingað. http://www.blocket.se/kalmar/Hus_pa_landet_med_mojlighet_till_hasthallning_23361122.htm?ca=18&w=1

Við erum reyndar ekki búin að skrifa undir neinn samning en það stendur til að gera það um helgina eða í síðasta lagi á miðvikudaginn. Þetta er allavega voða fallegt hús í mjög fallegu umhverfi.

Frumburinn varð 17 ára í gær og hélt upp á daginn sinn á Malorka. Mjög skringilegt að ekki hitta hana á afmælisdaginn en svona er að eiga hálf fullorðin börn. En ég vona að dagurinn hennar hafi verið frábær í alla staði og ég hlakka til að gefa henne afmælisgjöfina sína og að hitta hana um helgina. Til hamingju aftur ástin mín!!

Monday, October 12, 2009

Húsa veiðar og hænu veiðar.


Litli engillinn hann Sirocco og ég fórum til Kalmar á föstudaginn eftir vinnu. Skutluðum Einkasyninum heim og héldum svo áfram þangað. Það fyrsta sem skeði eftir komu okkar þangað var að báðir hundarnir hlaupa eins og andskotinn sé á eftir þeim beint á matardallana og úða hundamats kúlum yfir allt ný ryksugað og skúrað eldhúsgólfið. 

Þarnæst tók Sirre sprettinn til nágrannana og veiddi sér þar hænu sem hann kom hæðst ánægður með til baka. Mér leyst ekkert á blikuna því nágrannakonan sem á hænurnar er frekar geðstirð og ekki beinlínis með húmor fyrir því að hænurnar hennar séu veiddar og étnar. Bygones!

Við elskhuginn hjálpuðumst að við að ná hænunni úr kjafti og klóm hundsins. Hún var löngu dauð reyndar en þetta var eina leiðin til að ná hundskrattanum. Ná af honum hænunni og svo taka hann fastann meðan hann var að reyna að ná hænunni aftur af okkur.

Nú er ekki hægt að sleppa villidýrinu lausu þarna meir. Leiðinlegt fyrir hann náttúrlega en ég hef ekki efni á að borga rándýrar hænur sem hundurinn étur endalaust. Svona fyrir utan hvað maður skammast sín hroðalega meðan maður er að ná gæludýrum nágrannana úr kjaftinum á veiðibrjáluðum hund.

Ég er búin að hafa það af að borga fyrir og senda inn mynd og á bara eftir að sækja nýa ökuskírteinið mitt. Það þarf að sækja í Hultsfred svo ég athuga hvort ég geti ekki platað elskhugann með mér í það. Plata hann þá líka með mér á Kína matar stað. Er sólgin í Kína mat.

Af húsaveiðum er lítið að frétta, við erum búin að skoða smá og erum að reyna að fá fólkið sem á húsið sem við helst af öllu viljum leigja til að hitta okkur á miðvikudaginn. Vona að það gangi upp og að húsið sé eins og við höldum að það sé.


Friday, October 9, 2009

Vá, aftur komin helgi.

Me like!

Einkasonurinn sefur vært heima og ég mætt í vinnu fyrir allar aldir (eða klukkan sjö) Þarf nefnilega að skutla honum heim klukkan þrjú svo þau geti öll lagt af stað til Malorka. Mikið vona ég að þau skemmti sér öll vel og að þessi ferð verði góð.

Sjálf mun ég halda áfram til Kalmar. Það stendur til að nota sunnudaginn í að skoða hús sem eru til leigu og ég vona að við Micke finnum einhvað fljótlega svo ég viti hvar ég á að byrja að sækja um vinnu. Eða réttare sagt meiri vinnu. Mun keyra hingað ca einu sinni í viku og vinna.

Pantaði nýu plötuna með Takida (ábending, góð hljómsveit og mun minna geðveik en allt hitt sem ég hlusta á) Og svo keypti ég gamla plötu með Kraftwerk. Missti mig samt ekki og keypti bara þessar tvær.

Optimisten ser en möjlighet i varje problem.
Pessimisten ser ett problem i varje möjlighet.

Sá bjartsýni sér möguleika i hverju vandamáli.
Sá svartsýni sér vandamál í hverjum möguleika.

Og hafiði það :þ)

Tuesday, October 6, 2009

Crazy helgi

Ég fór til Kalmar á þriðjudaginn eftir vinnu. Ég átti svo að vinna á föstudaginn en fékk sumarfrí í staðinn. Við ákváðum nefnilega að leggja upp í leiðangur. Fyrst fórum við og náðum í gullmola elskunnar. Þar næst var stefnan tekin á Helsingborg og á að hitta hálf systkini elskunnar. Ekki vildu þó betur til en að við enduðum í Kaupmannahöfn. Bílnum var lagt við Kastrup og leigubíll tekinn inn í bæ.

Við brölluðum ýmislegt og skemmtum okkur konunglega. Nótinni eyddum við á lúxus hóteli alveg við Strikið. Gullmolinn sem er þrettánára var hvað þá annað orðinn dauð uppgefin og lognaðist hann útaf er hann sá rúm og vaknaði ekki aftur fyrr en við hálp partinn bárum hann út um hádegisbilið.

Eftir að hafa nært okkur á KFC kjúklingabitum tókum við leigubíl út á Kastrup. Brunuðum yfir brúnna og aftur til Svíþjóðar. Okkur gékk betur að finna Helsingborg í þetta skipptið og hittum að lokum systkinin. Spjölluðum saman og snæddum pizzu. Um áttaleitið héldum við heim, fyrst með gullmolann og þarnæst með okkur sjálf.

Sjaldan hef ég upplifað jafn óplaneraða og crazy helgi. En við skemmtum okkur vel! ;-)

Í kvöld kemur einkasonurinn og verður nokkra daga. Það verður gott að sjá hann!

Monday, September 28, 2009

Strembin helgi.

Fór til Kalmar eftir vinnu á fimmtudaginn. Við hjálpuðumst að að búa til mat sem var svo boðið upp á eftir jarðaförina. Ég keypti afsakplega fallegar liljur til að hafa á borðinu og þetta var allt mjög rólegt og gott.

Sjálfa jarðaförin fór að öllu leiti vel fram og við erum öll fegin að þessu er aflokið.

Ég nennti svo ekki heim fyrr en í morgun og lagði af stað rétt fyrir 6, keypti kaffi og samloku á bensínstöð. Skaust aðeins inn heima og labbaði svo hingað í vinnuna. Fer svo eftir vinnu á morgun aftur til Kalmar.

Því miður fæ ég ekki húsið og það er þraut fúllt náttúrlega. En við finnum einhvað annað bara. Vonandi betra og flottara bara.

Að öllum líkindum fæ ég ekki tíma hjá vörubíla fyrirtækinu því að úr báðum fyrirtækjunum sínum ætlar han að gera eitt fyrirtæki og þá fær konana sem hefur hugsað um gamla fyrirtækin bæði þar sem hún hefur unnið mun lengur hjá honom. En það eins og annað kemur í ljós. Að öllum líkindum er best fyrir mig að fara að spá í atvinnumálin. Þá hefði verið gott að vita hvar ég mun búa. Mig langar ekkert að búa í Virserum og eina ástæðan fyrir að ég geri það er að ég er með vinnu hér.

En koma tímar og koma ráð. Allt mjög spennandi einhvað.

Wednesday, September 23, 2009

Dagarnir líða þó hægt sé

Búin að eiga góð kvöld með frumburanum mínum. Hún alltaf jafn dugleg í skólanum, bara eitt vesen. Tölvu skrattinn hennar vill ekki kveykja á sér. Verð að fara enn og aftur með hana í viðgerð og vonandi gengur það fljótt fyrir sig að laga hana. Og vonandi er hún ekki ónýt.

Í gær gerði ég ekki mikið annað en að þvo þvottinn. Fór að sofa um hálf ellefu. Alveg búin á því.

Eftir vinnu skutla ég frumburanum heim og eftir það veit ég ekki alveg hvað ég geri. Getur verið að ég skreppi til Vetlanda að hitta vin okkar Micke (Já afsakið en maður beygir ekki nöfn á sænsku) Fer allt efter hvort ég heyri í honum í dag eða ekki. Nú og ef ekki þá pakka ég fyrir Kalmarferðina á morgun og fer snemma að sofa.

Annars er ekki mikið að ske.

Ég er búin að vera að tala við konu sem á húsið þar sem Micke býr því ég vil taka það á leigu. Mér heyrðist hún jákvæð í gær en er ekki búin að fá svar. Mér langar ekkert að búa hér og hef mun meiri líkur á að finna mér meiri vinnu í Kalmar svo ég vona að manneskjan fari að láta mig vita og náttúrlega að hún segji já. Ég mundi þá segja upp minni íbúð hér og flytja í desember.

Þetta kemur allt í ljós
Love

Tuesday, September 22, 2009

Illa sofin og úrill.

Ekki veit ég afhverju en einhvernveginn fór ég ekki að sofa fyrr en um þrjúleytið í nótt. Er þess vegna frekar þreytt. Kannski ekki svo úrill en þreytt og als ekki í vinnu stuði. Langar heim í hádeginu að leggja mig og geri það kannski bara.

Verð að gera laun fyrir tvö fyrirtæki í dag og er mikið að spá í að gera ekki meira en það. Enda kannski nóg bara.

Eftir vinnu þarf ég svo að sækja bílinn sem er á vekstæðinu sínu. Fara og ná í frumburann sem var stolið af mér í gær. Hvað eru börnin manns orðin stór þegar vinir þeirra koma á bíl og sækja þau. Þetta var i fyrsta skipti sem það gerðist og það var mjög furðulegt.

Nú og svo er það þvottahúsið í kvöld. Mitt stóra áhuga mál! En þegar það er klárt get ég verið þó nokkuð ánægð með sjálfan mig. Í gær tók ég nefnilega allt í gégn heima. Þurkaði af öllum listum enda voru þeir orðnir loðnir af ryki. Ryksugaði og skúraði. Srúbbaði klósettið og vaskinn. Þurkaði af öllum skápshurðum og svo bara af öllu öður líka. Pússaði spegla og hvað eina.

Á morgun verður fullt að gera í vinnunni og á fimmtudaginn líka og svo loksins loksins fæ ég að hitta minn heitt elskaða og saknaða mann aftur. Þrír dagar geta verið svakalega lengi að líða stundum. Jarðaför á föstudaginn sem verður sennilega erfit. Helgin svo sennilega bara róleg enda enginn í bana stuði eftir svona föstudag.

Já þetta var nú svona það helsta í bili.

Takida...

You can take away my wings
Because I will never be an angel
You can take away my dreams
I just have one and it's about loving the enemy

You can take away my pride
I don't need it in this forgotten town
You can take away my soul
Forever and always it will be the unknown

How can I be mad at you
When you don't even exist?
No one hears when I cry
Would you care if I died?
Failing point is so near
Is it your fault or is it my mind?

Speak your mind, speak your mind or live on with the lie

No one hears when I cry
Would you care if I died?
Failing point is so near
Is it your fault or is it my mind?

Monday, September 21, 2009

Spennandi

Ný vika. Mánudagarnir koma ört finnst mér. Tíminn líður svo hratt að maður varla nær að fylgjast með.

Frumburinn kom með mér heim í gær. Sótti hana á leið frá Kalmar. Við Micke skelltum okkur sem sé til Kalmar í á laugardaginn ásamt Sirocco. Þar unir hann sér vel og leikur sér mikið við vin sinn Tyson. Við tókum lífinu með ró og kvöldið leið við kjafta gang við eldhúsborðið. Sunnudagurinn var rólegur og góður við horfðum á dvd, sóttum pizzu og hvíldum okkur. Ég hélt heimleiðis ein um fimmleytið og sótti frumburann í leiðinni.

Sökum þreytu fór ég að sofa um tíu og svaf vel og vært til morguns. Í kvöld vil ég fara í langan labbitúr með Sirocco, þrýfa listana í íbúðinni og þurka af og helst koma mér í bælið í fyrra fallinu.

Friday, September 18, 2009

Dásamlegir dagar




Eftir vinnu í gær fórum við skötuhjúin eins og var búið að ákveða í skógar túr. Við fundum svo mikið af sveppum að við nenntum ekki að tína bláber. Við vorum í skóginum í meir en tvo tíma og Sirocco veit orðið ekki hvaðan á hann stendur veðrið að vera sífellt úti í skógi að hlaupa frjáls og liðugur. En hann er ánægður með þetta.

Við tíndum sem sé hálfan inkaupa poka af sveppum (Kantareller) og fórum svo heim að hreinsa, skola og steikja. Micke steikti och kryddaði (enda kokkur og kann ýmislegt í eldhúsinu víst) og á meðan ristaaði ég brauð, lagði á borð og bjó til te. Það er ekki hægt að lýsa því hvað þetta er gott. Bara ekki! #slef#

Þar sem við átum alla sveppina upp til agna í gær er ekki um annað að ræða en fara í annan skógar leiðangur eftir vinnu í dag. Einnota grill verður aftur með í för og veðrið á að vera gott. Stundum er lífið svakalega skemmtilegt.

Frumburinn minn kemur til Smálanda í dag og við ætlum að eiga einhverja daga saman. Ég hlakka til að hitta hana enda skemmtileg og vitiborin manneskja þar á ferð!

Góða helgi

Thursday, September 17, 2009

Frábær frídagur!


Fyrst og fremst sváfum við til hálf tíu sem hefur ekki gerst mánuðum saman. Við dúlluðum okkur á fætur og fengum okkur kaffi. Um hálf 11 þegar við vorum búin að spjalla og sötra kaffið fór ég með Sirocco í labbitúr og fór svo að vinna aðeins fyrir sjálfan mig. Á meðan var Sirocco heima hjá Micka og undi sér vel. Honum finnst nefnilega ekki gaman að vinna hjá Byggvab.

Um hálf eitt var ég búin að vinna og skellti mér að versla. Og þegar ég var búin að koma öllu inn í frysti og skápa skelltum við okkur á stað sem kallast Stora Hammarsjön. Þar eru einhvað um 20-30 vötn að hinum og þessum stærðum. Við fórum í langan labbitúr í skóginum, slepptum Sirocco svo hann gæti hlaupið eins og honum listi og nutum þessa að vera til. Við fundum þarna pínu lítil sumarhús sem hægt er að legja og erum að spökulera í að kannski gera það. Þessi staður er dásamlegur og á þessum tíma árs mjög kyrrlátur. Við sáum fjórar, fimm hræður allann tímann sem við vorum þarna.

Þegar við komum heim fór ég í sturtu á meðan Micke eldaði handa okkur sjúklega góðann mat. Þar á eftir fórum við með tölvuna inn í rúm og lágum þar og horfðum á dvd fram að hátta tíma.

Eftir vinnu í dag stendur til að skella sér á sveppa og bláberja veiðar. Við ætlum að taka með okkur einnota grill og pulsur. Og erum að vona að við fáum ristað brauð með smjörsteiktum villisveppum og bláberja paj í kvöld kaffinu.

Tuesday, September 15, 2009

Stundum fara öll plön fyrir kattarnef

Hvað sem það þýðir.
Helgin var als ekki eins og planið var. Ég skrapp heim í hádeginu á föstudag til að pakka og gera klárt. Fékk þá dapurlegt samtal um að móðirbróðir ástinnar einu hefði fundist látinn heima hjá sér. Ég fór þá beint í vinnuna og pakkaði saman og hélt í blússi til hans. Við keyrðum niður að höfn í Kalmar og sátum þar og horfðum á hafið.Undir kvöld ókum við heim til mín og vorum þar alla helgina. Fórum í nokkra bíltúra og horfðum á marga dvd. Að öðru leiti var helgin frekar róleg.

Ég tók frí í gær og nutum við dagsins uppi í sófa fyrir framan dvd myndir og satt best að segja veit ég ekki hvað við erum búin að sjá margar myndir þessa helgi.

Seinna í dag fæ ég að vita hvað frumburinn minn vill gera. Það kemur allt í ljós þegar ég spjalla við hana á eftir.

Ég finn að bæði líkama og sál langar í rólegheit. Kannski líka kominn tími til.

Have a nice day

Friday, September 11, 2009

Helgin komin á hreint

Ég fer beint eftir vinnu til Kalmar. Goody! Tek Sirra með og verð til sunnudags. Frumburinn kemur svo sennilega til Hultsfred á mánudag og mun ég sækja hana þar. Svo er stefnan að hafa stelpukvöld mánudag og þriðjudag. Fara og versla í Kalmar á miðvikudag og svo sjáum við til.

Skellti mér í bælið um 22 í gær, svaf ágætlega og til sjö. Hund löt og fékk mér coco popps í morgunverð. Maður spyr sig: er ég gengin í barndóm? Maður spyr sig líka: Hvort ætli sé betra að fá sér dísætt morgunkorn í morgunmat eða að sleppa honum alveg? Já ég spyr mig að þessu alla vega.

Í hádeginu löbbum við Sirocco heim. Ég fer í sturtu og geri mig fína. Pakka því sem ég ætla að taka með mér til Kalmar og svo förum við hingað á bílnum. Er að vonast til að geta laumast út uppúr þrjú bara svona afþví að yfirmaðurinn ómissandi er að skemmta sér í útlöndum. Og þá ætti ég að vera komin til míns elskulega um fimm sem er fínt.

Horfði á dvd Menn sem hata konur í gær. Aðalega fyrir Mola því henni er búið að líða mjög illa yfir að ég var ekki búin að sjá hana. Ég hélt að þetta væri allt öðruvísi mynd og þótti mér hún ágæt. Já eða bara fín.

Not to self: Láta taka mynd og endurnýa ökuskírteinið! Garva í því í næstu viku!!

Góða helgi gott fólk!

Thursday, September 10, 2009

NEI

Mér finnst ekki gaman að vera ein heima. Ætlaði að gista hjá ástinni einu og fara heim snemma í morgun. Úr því varð ekki þar sem ég gat ekki sofnað. Því brunaði ég heim og var komin um 3 í morgun. Svaf svo hálf partinn yfir mig og kúldraðist á fætur rétt fyrir átta.

Sumar nætur eru svona.

Fór svo bara beint að sækja Sirocco á hunda dagheimilið því ég ætla ekki að vera alein og hundlaus því það er bara of mikið fyrir mig! Mætti hér svo um hálf níu sem var allt í lagi því síminn hér var meðfluttur í gemsann minn.

Sjúkt gaman í gær. Alveg frábært kvöld. Pablo líkur sjálfum sér og strákarnir tveir sem hituðu upp fyrir hann voru als ekki síðri. Mér tekst þó ekki að finna nöfnin á þeim þó ég sé búin að leita.

Ég veit ekkert um helgina enn, mig langar náttúrlega til Igelösa en verð að bíða og sjá hvað foreldrar mínir elskulegir eru að spá. Það er sennilega dónalegt að vera ekki heima ef þau koma í heimsókn.

Ætla heim í hádeginu og leggja mig í hálftíma, ég er orðin of gömul til að vera úti til þrjú á morgnana ef ég á að vinna daginn eftir.... ZzzzzZzzzz

Wednesday, September 9, 2009

pablo Francisco

http://www.youtube.com/watch?v=ls5E8H_bhIg&feature=related

Get bara ekki lagt beina slóð en endilega farið þarna inn og skoðið!

Sá dvd með þessum fyrir nokkrum vikum og hann er frábær. Svo skringilega vildi svo til að Micke var að kaupa miða á einhvað allt annað og rak augun í Pablo sem er að skemmta í kvöld. Við eigum sem sé miða og förum í kvöld. Þetta er í Kalmar og þar sem sumir hafa í ýmsu að snúast restina af vikunni verður hann svo skilinn eftir þar.

Vesalings ég er að vinna á morgun svo ég þarf að pilla mig heim eftir sýninguna. Svo var ég að spá í að reyna að njóta þess að vera ein heima nokkra daga. Engin plön fyrir helgina komin en kannski koma foreldrar mínir hingað og þá væntanlega með kofa reyktu hrossabjúgun sem gleymdust þegar Hófa og Co komu.

Hver veit, kannski að þetta verði róleg helgi.....

Tuesday, September 8, 2009

Þriðjudagar = þvottadagar

Það virðist vera. Er með þvottatíma sem ég man eftir í kvöld svo þetta verður svona hressilegur dagur. Vinna fram að þvottatíma og þvo fram að háttatíma. Jibby!

Tek pásu til að fá mér í sarpinn ásamt sambýlingnum. (Æi ég kalla hann það bara, enda meira eða minna satt í augnablikinu).

Ég var mjög fegin þegar ég komst heim í gær. Langt síðan ég var svona þreytt síðast. Svo var kvöldið rólegt. Ég eldaði og við borðuðum. Horfðum á dvd og vorum ákaflega sammála um að það væri fínt að fara að sofa klukkan tíu. Svaf svo eins og steinn þangað til klukkan hringdi í morgun. Dásemd!

Það er enn kvalafullt að labba en harðsperrurnar eru einhvað að minka. Heppin!!

Monday, September 7, 2009

Gautaborg

Á laugardag skelltum við okkur til Gautaborgar. Það stóð til að hlusta á músík einhverstaðar en þann stað fundum við aldrei svo við vorum bara einhvað að dúlla okkur. Mér tókst að tína manninum mínum tvisvar og í annað skiptið all rækilega. Ég vafraði um götur borgarinnar hálfa nóttina og leitaði að honum um allt. Eftir einhverja klukkutíma í morgunsárið fann ég loks kauða. Labbaði fram á hann á einu götu horninu. Þá vorum við sem sé búin að leita að hvort öðru um alla Gautaborg og það hlýtur að teljast til tíðinda að finna einhvern sem maður tínir í svona stórri borg. Ekki bara einu sinni heldur tvisvar.

Um ellefu skelltum við okkur í Liseberg og fórum í nokkur tæki. Við fengum okkur snæðing á Hard Rock og fimm mínótum áður en bilahúsið þar sem bíllinn var læsti fyrir nóttina ókum við út með bílinn. Við vorum komin heim um að verða 3 um morguninn. Ég skellti mér í bólið og svaf nokkra tíma í fötunum undir sæng. Harðsperrurnar eru gífurlegar eftir allt þetta labb um nóttina. Er alveg að drepast í löppunum.

Í augnablikinu er ég að bíða spennt eftir að klukkan verði níu og þá skrepp ég frá og sæki Sirocco minn. Mikið óskaplega sakna ég hans alltaf þegar hann er ekki þar sem ég er.

Hafið það gott og hugsið til mín, þar sem ég sit alveg uppgefin eftir helgina.

Monday, August 31, 2009

Myndir eins og lofað var




Alein

Alein reyndar með Sirocco. Orðin frekar vön því að vera annað hvort hjá Micke eða að hafa hann hjá mér. En núna er hann heima að passa hund mömmu sinnar og ég hér að stunda vinnu. Fer svo eftir vinnu á morgun til hans svo mér er kannski ekki vorkunn þegar vel er að gáð.

Helgin var viðburðarík að vanda. Rólegt reyndar á föstudags kvöldinu. Á laugardaginn fórum við á fætur á skaplegum tíma. Pökkuðum vatni handa okkur og handa Sirra. Bönunum, myndavél og einhverju smávægilegu og lögðum af stað í ævintýrið. Set inn myndir af því við fyrsta tækifæri.

Ég er ekki viss hvað við hjóluðum langt á teinunum en við vorum alla vega úti á ferð frá 2 til hálf sex. Sjúklega gaman, og erfitt á köflum. Sirocco fékk bæði að sitja á pallinum og hvíla sig og að hlaupa eins og honum listi í skóginum. Okkur þótti þetta mjög gaman öllum þremur.

Þegar við vorum búin að skila hjólunum settumst við á bekk við torgið og hlustuðum á músik, svipað og maður gerði þegar maður var unglingur. :-) Fórum svo á pizzuna og skiptum einni pizzu á milli okkar. Einhverju síðar fórum við svo heim og sátum þar og kjöftuðum og hlustuðum á meiri músík. Um miðnætti datt okkur svo í hug að sækja vin okkar í Vetlanda (as you do)tókum hann með okkur heim og drukkum svo bjór framundir morgun (as you do) Sváfum svo meira eða minna allann sunnudaginn, fyrir utan að við elduðum mat og átum hann.

Um sjöleytið skutlaði ég svo Micke heim svo hann gæti hjálpað mömmu sinni með hundinn í dag og á morgun. Þegar ég kom svo heim, fékk ég mér harðfisk og fór svo bara í bólið. Hryllilega þreytt enda ekkert vön svona ferðalögum út um allar trissur.

Photos to fallow...

Friday, August 28, 2009

Föstudagur til frægðar

Ef einhvað er þá er ég hressari en í gær. Veit nú bara ekki hvar þetta endar. Samt fórum við ekkert snemma að sofa. Horfðum á 2,5 dvd Drag me to hell sem er sæmilega spúkótt. Og svo eina og hálfa í viðbót. Ég var víst svo þreytt þá að það varð bara að leggja mig. Þreytan var svo gífurleg að ég var vakin um miðja nótt fyrir að hrjóta og mér sagt að leggjast á hliðina :-) Slæmt þegar maður er farin að vekja fólk með hrotum... what to do??

Það er ekki mikið fréttnæmt, eða bara ekki neitt svo ég ætla bara að ljúga einhverju.

Á leiðinni heim úr vinnunni mætti ég gamalli konu. Hún horfði á mig og brosti. Spurði hvort ég gengi alltaf svona klædd.
Ég: (vandræðilega) Ha?
Gamla konan: Já, mér finnst þú eins og vitleysingur til fara.
Ég: Ehhh jáhá
Gamla konan: Ætlar þú ekki að svara þessu?
Ég: Emmmm já ég fíla svona föt sko
Gamla konan: Þá ert þú nú bara fífl
Ég: Fyrirgefðu, en þekki ég þig einhvað?
Gamla konan: Þú þekkir fáa og illa
Ég: Ehhh ha?
Gamla konan: Já, hunskastu heim til þín og skiptu um föt
Ég: Mér finnst þér nú ekki koma þetta við
Gamla konan: Nei, enda ertu fífl!

Þarna fannst mér tími til kominn að labba áfram, ég kvaddi, þakkaði fyrir spjallið og skundaði heim.

Svona nú er ég búin að ljúga nóg í bili.

Thursday, August 27, 2009

Heilsan og skapið

Það er alveg skelfilega gott að vera úthvíld og í góðu skapi! Vissu þið það?

Frumburinn (og ég veit að það heitir frumburðurinn) fékk hæstu einkunn í fyrsta áfanganum í náminu sínu! YOU GO GIRL! Ég er náttúrlega svakalega stolt yfir henni.

Átti frábærann dag í gær, fórum á fætur um 6 og lögðum af stað 7 komum heim 18 svo eftir 12 tíma túr vorum við alveg uppgefin en ánægð með árangurinn. Fórum svo snemma að sofa og ég vaknaði eldhress og endurnærð í fyrsta skipti í margar vikur.

Á laugardaginn erum við svo að fara að hjóla á járnbrautateinum á þar tilbyggðum hjólavögnum. Get ekki alveg útskýrt þetta svo ég set bara inn myndir af þessu uppátæki seinna. En ég held að þetta verði öfga gaman. Sirocco kemur auðvitað með og ég held að honum muni líka finnast þetta gaman! Hlakka til að gera einhvað svona öðruvísi.

Hvað ætli komi næst? Renna sér í forsum, árabáta róður, fjallgöngur og annað í svipuðum dúr? Já hvað kemur næst, ég bara spyr

Tuesday, August 25, 2009

Er komið haust?

Ég er ekki sérlega dugleg að blogga. Hef svo sem frá nóg að segja en allt á ekki að setja á prent.

Fríið var eins og vant er þessar vikurnar full af sukki. Hófa og David voru sótt á föstudags morguninn og ég held satt best að segja að þau hafi nú bara verið fegin því. Það var samt gott að hafa þau og ég vona að þau séu ekki í sjokki yfir okkur fullorðna fólkinu sem voru á staðnum.

Á morgun verður haldið til Kalmar, þurfum að redda ýmsu. Ég reyndar bara úlpu á Dodda. Krúttið mitt einhverju öðru sem verður ekki talið upp hér. Sirocco fer í daggæslu á meðan.

Það er kallt á kvöldin og morgnana og tíminn þegar maður þarf vetraúlpu á morgnana og poka til að bera hana heim á eftirmið daginn er að koma. Enn get ég farið í fallegu hettu peysunum þó :-)

Takk fyrir komuna Hófa mín og David!! Þið eruð heilmikil krútt, líst vel á ykkur!!!

Tuesday, August 18, 2009

Bíta á jaxl

Einn af þessum dögum þegar það er nóg að gera frá upphafi til enda. Fyrst hér að dunda mér til fjögur. Svo næsta vinna til hálf sex. Þvottahús frá sex til tíu og þar á milli véla fer ég með gestina mína á flötböku staðinn hér í bæ. Þau eru alveg vitlaus í sænskar pizzur þessar elskur.

Planið er að reyna að laga aðeins til og skipta um á rúminu líka. Að öðruleiti skeður ekki mikið í dag. Glæsilegt að mér tókst að fá frí þessa daga. Hundleiðinlegt að hanga endalaust í vinnunni þegar maður er með gesti.

Verð nú líka að laga til í skottinu á bílnum, setja bensin á hann. Skil ekki þetta bensín þamb á bílnum. Panta tíma til að laga einhvað sem ég á að vera búin að láta laga fyrir löngu. Og fyrir utan þetta hef ég ekki hugmynd um hvað ég á að gera til tíu í kvöld.

Er greinilega orðin mjög skrýtin með árunum því ég hlakka öfga mikið til að hitta suma (nefni engin nöfn í dag) aftur.

Ný klippt og kann ekki á hárið á mér enn. Þvílík vandamál sem maður getur átt í.

Monday, August 17, 2009

Útilegan bíður betri tíma

Það gékk á með skúrum alla helgina svo við fórum nú bara aldrei af stað í útileguna góðu. Ég keypti alla vega einhvað fínt til að liggja á í tjaldi og á það þá þegar við loksins komumst í útilegu.

Við áttum samt þræl góða helgi eins og okkur einum er lagið. Ég er að fá að hitta fleiri og fleiri ættingja og finnst nú þegar að ég eigi heilmikið í þeim öllum enda allt afskaplega yndislegt fólk.

Hófa og David liggja sennilega heima hjá mér og sofa sætt. Þau verða að sinna sér sjálf í dag og á morgun. En svo er komið frí hjá mér aftur. Planið er að skreppa til Kalmar með skötuhjúin að versla og sækja svo Mikael á leiðinni heim. Ég verð að útvega mér gallabuxur. Ég lýg því ekki! Öll föt meira og minna orðin og stór á mig eina ferðina enn.

Best að aulast til að vinna... alveg nóg að gera

Wednesday, August 12, 2009

Sko...

Þegar einhver sem manni finnst skemmtilegur er heima hjá manni á morgnana. Kúrandi uppi í rúmi. Þá er viðbjóðslega leiðinlegt að fara á fætur og í vinnuna. En það verður nú að gera það samt.

Ég og Sirocco fórum semsé á fætur um sjö, læddumst út úr svefnherberginu og lokuðum hurðinni varlega. Nú svo fengum við okkur te, ristað brauð og hundamat hver eftir sínum smekk. Löguðum til í eldhúsinu, greiddum okkur og kembdum. Burstuðum tennur og hvað eina. Horfðum aðeins á fréttirnar, ég var að bíða eftir veðrinu en það kom aldrei. Nú og svo læddist ég inn í svefnherbergi, kvaddi og kyssti krúttið í rúminu og nú erum við komin í vinnuna. Ég er að æsa mig í mánaðar uppgjörin. Mun sennilega gera 3 svoleiðis í dag og eitt á morgun.

Hjálpiði mér nú að vona að veðrið verði gott næstu helgi því ég er að fara í útilegu ha!

Monday, August 10, 2009

Hvolpar eru dásemd


Fór til Kalmar að hitta vin minn í fyrradag og kom heim í gær. Þar á bæ eru þessir 4 gullfallegu hvolpar og það veldur lífshættu að sjá þá. Ég var sko næstum því búin að kaupa einn. Þennann sem er svartur. Rétt náði að stoppa mig af því satt best að segja þá er alveg nóg fyrir mig að vera með einn hund. En crapp hvað þetta er sætt og crapp hvað manni lagar að eiga alla hvolpa sem maður sér!

Það stendur til að fara með vini mínum í útilegu næstu helgi nema það verði skíta veður því þá gerum við einhvað annað bara. Sem minnir mig á að mig vantar tjald. Ég má víst fá lánaða svefnpokana mína, sem er gott. Mér líst á þetta og vona að veðrið verði gott. Allt svona skapar minningar og ég vil eiga mikið af þeim :-)

Á sunnudaginn kemur svo Hófa mín með harðfisk og súputeninga. Þarf að útskýra það einhvað frekar? Nei ég held ekki!

Tuesday, August 4, 2009

Brjálað stuð hjá mér...

Er enn með heimsókn og líkar það vel.

Fór með heimsókninni í heimsókn heim til hans í nokkra daga og það var fínt. Mikið drukkið, kjaftað og ætt um á bílnum á daginn. Músik spiluð og farið út um kvipp og kvapp í stuttar heimsóknir til vina og ættingja.

Svo var haldiði hingað til að fara í almennilegt partý á markaðinn hér í bæ. Sunnudagurinn fór nokkurnveigin fyrir kattarnef og svo mætti ég galvösk í vinnuna í gær. Já og í dag ;.) Á morgun er frí nema ég þarf aðeins að vinna í mínu fyrirtæki eins og 3 tíma og svo stendur til að skreppa með vin minn heim eftir það.

Kannski gisti ég eina nótt þar því við höfum svo lítið sést síðustu vikurnar og kannski held ég heim seinna um kvöldið. Það ræðst úr því.

Á fimmtudagskvöld stendur svo til að ungarnir mínir komi til mín og ég vona að það verði loks úr því.

Svona er planið næstu daga og svo styttist í að Hófa mín komi með sinn gæja. Það verður gaman af því!

over and out

Tuesday, July 21, 2009

Rosalega dugleg að blogga þessa dagana.

Er mætt aftur eftir sumarfrí og hund leiðist það. Er reyndar bara að vinna þessa viku og svo aftur í frí.

Fékk heimsókn uppúr þurra á sunnudaginn, og sú heimsókn stendur yfir enn. Skrítið að skilja einhvern sem ég þekki ekki sérlega vel eftir heima og skrattast í vinnuna.

En let bygones by bygones.

Ég nenni bara alveg ómögulega að vinna í dag en vinn þá bara þess mun meir restina af vikunni. Tók sko frídaginn minn í gær og þarf ekki að hafa áhyggjur af honum meir.

Það var svo ljómandi gott veður þessa frídaga mína og ég lá eins og ufsi úti á svölum og náði mér í lit. voða sæt á litinn einhvað. Svo er bara búið að vera leiðinda veður síðann svo ég verð bráðum hvít aftur.

Á laugardaginn er það svo Takida og næstu helgi er markaður. Stuð einhvað.

Ég er hætt því ég hef ekkert að segja...

Wednesday, July 8, 2009

Hjálp... carpp Hjálp ;.)

Það er bara of mikið að gera hjá mér þessa dagana til að geta skrifað hér. Veit hreinlega ekki hvert tímminn fer. Getur tíminn farið með rigningunni niður í jörðina? Er það hægt? Ég bara spyr?

Er búin að reyna að ná í íbúðar konu í tvær vikur núna, og kerlinga helvítið virðist bara vera í fríi og finnast það fínt! Ég er örlítið þreytt á henni.

En okidoki then I was dead at the time

Thursday, July 2, 2009

Svolítið sveitt.

Hér eru rétt aðeins um 29 gráður. Nóg til að maður svitni en ekki mikið meir en það. Hundinum er heitt líka og hann neitar að fara í langa labbitúra. Sem er fínt því ekki vil ég fara í langa labbitúra heldur.

Helgin fer bara í að glápa á sjónvarp, hlusta á músík og svo taka til þegar einkasonurinn er farinn heim á morgun. Allt í góðu bara.

Friday, June 26, 2009

Bara til gamans....

You've been caught in a lie!!
You can't deny it!

So let the war begin
You're far from innocent
Hell I just don't know where it will end
You are the one to blame
You made a habit of
F**king up my life. (OW!)

Another fallacy
Is laid in front of me
Now I just don't know
What to believe
Another animal
Sent to devour what-
Ever's left inside

[Chorus]
I know now!
It's all been a lie
And I'll never come to know why
I learn to discover
You're leading me now

It's all been a lie
I don't ever want to know why
You've mastered the art of
Deceiving me now.

A mortal enemy
Has been revealed in me
How come I wasn't able to see
Another vampire
Getting their fix from
Sucking up my life (OW!)
An evil entity
Had taken hold of me
Ripped out my heart and started to feed
I still remember when
I thought that all you were
Eating was my blood

[Chorus]
I know now!
It's all been a lie
And I'll never come to know why
I learn to discover
You're leading me now

It's all been a lie
I don't ever want to know why
You've mastered the art of
Deceiving me now.

[Bridge]
Lttle puppet don't die
Little puppet you're suffering
Don't let me die
Little toy don't die

(Disturbed)


Ett av mínun uppáhaldslögum.
Moli minn finnst þér þetta ekki passandi??

Wednesday, June 24, 2009

Hlær sá best sem síðast hlær?


Og hvernig veit maður það þá? Eða verður maður bara að trúa því?
Geðveikt að gera í vinnunni svo ég held áfram með hana.

Monday, June 22, 2009

There all made of poo. I don't do well with poo!

I'm a fresh person I only do well with fresh people! Other then that I'm fine. Getting better by the minute. Ha HA HA HA Frí á morgun og fyrsti hluti sumarfrís er næsta vika.

Stundum



Stundum eru hlutir ekki eins og maður heldur. Stundum er maður alveg hryllilega mikill fáviti. Stundum skilur maður bara ekki neitt. En það er allt í lagi. Maður lærir vonandi af reynslunni og finnur nýjar betri leiðir. Maður má alveg vera leiður og maður má alveg grenja ef maður vill.

Það er langt síðan ég var í þessum leik og ég kann ekki reglurnar lengur. Ég kol féll fyrir manni sem er snillingur í að leika sér að konum. Ekki það, ég hef engu tapað nema traustinu á karlmönnum. Fáránlegt! Í fyrsta skipti sem mér er ekki sama þá lendi ég á svona fífli. Þetta er búið að vera gaman, það vantar ekki. Búið að vera virkilega gott. Spennandi, þægilegt, tryggt og gott. Það eina sem er að er að allt saman var bara lýgi og rugl.

Ég er viðbjóðslega reið út í sjálfan mig afþví að ég ekki fattaði þetta. Að ég er svona mikið fífl. Ég hef heyrt í viðvörunar bjöllunum en ekki hlustað á þær. Ég hef talað um mínar innstu tilfinningar, um börnin mín, um vini mína, um allt og haldið að hann sem hlustaði þætti vænt um mig. Ég veit betur núna.

Djöfulli getur lífið verið leiðinlegt stundum.

Ég kem sennilega til Íslands 25 júlí. Á reyndar eftir að panta mér miða, þarf að fá útborgað fyrst ;-)

Sunday, June 21, 2009

Best weekend ever!!


Takk Moli minn fyrir allt og fyrst og fremst fyrir að hafa verið hér gullið mitt þegar ég þurfti kannski mest á þér að halda og fyrir gefðu hvað ég röflaði mikið!!!

Wednesday, June 17, 2009

Nú skellir Moli sér brátt í lest.

Ég á eftir að vinna í einn tíma. Búin að vera frekar flökurt og gubbin í allann morgun en er að skána eftir núðlu súpuna sem ég fékk í hádeginu.

Eftir þennann klukkutíma æði ég heim að sækja bílinn og fer svo á blússi að sækja litla molann minn. Má ekki gleyma að kaupa 50 lítra af pepsi max, hún verður hér til sunnudags sko.

Þetta verður gott frí, tími í það tími í það!!! Rabbabara paj og vanelusósa fyrir molann í kvöld. Henni finnst það svo gott. Dásemd að þurfa ekki að velta sér neitt sérlega uppúr Midsommar afton og öllu því þrautfúla dótaríi.

Sé ykkur svo eftir helgi bara. (Er helgi kannski ekki orð)

Sunday, June 14, 2009

Disturbed

Never again will I be dishonoured
And never again will I be reminded
of living within the world of the jaded
They kill inspiration
It's my obligation
To never again, allow this to happen
Where do I begin?
The choices are endless
Denying the sin
My art, my redemption
I carry the torch of my fathers before me

The thing I treasure most in life cannot be taken away
There will never be a reason why I will surrender to your advice
To change myself, I'd rather die
Though they will not understand
I will make the greatest sacrifice
You can't predict where the outcome lies
You'll never take me alive
I'm alive
I'm alive
I'm alive

Change, again, cannot be considered
I rage again, dispelling my anger
Where do I begin?
The choices are endless
My art, my redemption, my only salvation
I carry the gift that I have been blessed with
My soul is adrift in oceans of madness
Repairing the rift that you have created
I am not alone, brothers give me your arms now

The thing I treasure most in life cannot be taken away
There will never be a reason why I will surrender to your advice
To change myself, I'd rather die
Though they will not understand
I will make the greatest sacrifice
You can't predict where the outcome lies
You'll never take me alive

I'm no slave
Are you feeling brave?
Or have you gone out of your mind?
No more games
It won't feel the same
If I hold my anger inside
There's no meaning
My soul is bleeding
I've had enough of your kind
One suggestion
Use your discretion
Before you label me blind

The thing I treasure most in life cannot be taken away
There will never be a reason why I will surrender to your advice
To change myself, I'd rather die
Though, they will not understand
I won't make the greatest sacrifice
You can't predict where the outcome lies
You'll never take me alive
I'm alive
I'm alive
I'm alive
I'm alive
I'm alive
I'm alive
I'm alive
I'm alive

Wednesday, June 10, 2009

VIKA Í MOLA


Sjúkt!! Djö.... verður gaman að sjá Mola! Næsta miðvikudag kemur hóran mín loksins til mín! JEEEEJ

Byrjuð aftur bara.

Já nú er ég ein hér yfirmaðurinn kemur ekki hingað fyrr en á miðvikudaginn. Og ég er mjög leið yfir því.

En eitt sem mér finnst leiðinlegt í alvöru er þegar maðurinn í lífi mínu ekki hringir nóg í mig. Mér finnst marg oft á dag vera hæfilegt. Hann hringir venjulega í mig og vekur mig á morgnana, svo í hádeginu, svo þegar ég er á leiðinni heim og svo spjöllum við oft og mikið á kvöldin. Og nú hefur hann bara ekkert hringt í hádeginu og þá hætti ég bara með honum.

Nei djók, ég veit alveg að það er ferlega mikið að gera hjá honum. Og ég skil þetta vel, en það sjáðu þýðir ekki að mér verði að líka það.

Frumburinn og ég bjuggum til öfga gott kjúklinga salad í í fyrra dag þegar hún var hjá mér. Ég á steiktan kjúlla í ísskápnum og ætla að fá mér þannig í kvöld. Koma bara ef þið viljið smakka. Hver veit ég byrja kannski að éta salad í öll mál. Sjúkt gott og hollt og fínt.

Ég hef náttúrlega ekkert að segja þannig að ég hætt aftur.

Miðvikudagur aftur

Ég veit ekki með ykkur en cd banninu var aflétt tímabundið í gær. Ég pantaði þó ekki nema tvo. Já þetta var óvart!

Vinkona mín kemur til mín annað kvöld og ég veit ekki alveg hvað ég á að bjóða henni uppá. Sennilega pasta sallad með parma skinku, furuhnetum, eðalosti ásamt fleiru. Gaman að eiga vinkonu sem kemur í heimsókn. Verst að ég er með þvottahúsið þetta kvöld og missi af þeirri skemmtun. Ekki það ég er svo sem ekki með mikinn þvott svo ég þvæ bara seinna.

Verð náttúrlega að panta þvotta tíma fyrir Mola þegar hún kemur því hún elskar að þvo.

He he he fékk smá sjokk, fór í net bankann og átti gommu af pening. Fattaði ekki neitt en sá svo að ég var búin að fá skatt til baka.

Ég er bara að bulla svo ég er hætt í bili....

Monday, June 8, 2009

Höfuðborgarferð

Enn ein yndisleg helgi að baki. Svona helgar líða alltof hratt. Frumburinn og ljós lífsins fengu að fljóta með mér uppeftir og voru svo skilin eftir í Enköping sem er næsti bær við eða þannig. tekur um klukkutíma að keyra á milli frá manninum með stóru Emmi. Það var ósköp notarlegt að hafa þau með og þau virtust bara sæmilega vel fyrirhöfð.

Á föstudaginn skrapp ég yfir til þeirra og fór með þau í smá verslunarráp. Svo fengum við okkur hádegisverð áður en þau héldu í strætó til að fara heim og ég hélt til baka þangað sem ég vildi vera. Svo var nú bara tekið létt á lífinu það kvöld, haldið lítið party á laugardaginn og svo var komið að hinni niður drepandi fer heimleiðis. Sirri hafði unað sér bærilega á hunda dagheimilinu og var virkilega ánægður að sjá mig. Mikið er ég oft fegin að ég á þennann hund. Held að lífið værir frekar einmannalegt án hans.

Það styttist óðum í Mola sykurinn minn og ég hlakka svakalega til að sjá hana. Voðalega. Nei nú fer ég að vinna enda nóg að gera. Fer í mína vinnu strax eftir vinnu og svo heim úrvinda að bíða eftir svefninum..... Zzzz Z zzzz

Thursday, June 4, 2009

Láttu ekki eins og fífl


Ég er komin í cd bann hjá sjálfri mér. Sko fram að næstu launum, láttu ekki eins og fífl.
Fékk loksins Disturbed diskana í gær og það sem ég er búin að hlusta á hingað til er alveg upp mína götu.
Ég er ekki með peysu bann þannig að ég verð að finna Disurbed peysu og kaupa hana, láttu ekki eins og fífl.
Þessa á myndinni td.
Nei ég segi svona.
Er að vinna til hálf tólf eða svo. Fer svo í ferðalag. Láttu ekki eins og fífl, ég segi ekki meira um þetta.
Mér til gleði var pakki sendur til Fuglafors og er þar í búðinni svo ég neyðist til að fara þar inn og sækja hann. Það er ekki upp mína götu. FÍFL!
Já nei nú er þetta komið gott, segið mér hvað ykkur finnst um peysuna. Er hún ekki flott og passar hún ekki einmitt mínum aldri? Látiði ekki eins og fífl segi ég!!!

Wednesday, June 3, 2009

Are you dead yet?

Don't hear, don't deem
Drown in before you dive
Don't care, commit
To your self destruction drive
I kiss the ground
With love beyond forever
Flip off the sky
With bleeding fingers till I die

Enemy, take one good look at me
eradicate what you will always be
Tainted flesh, polluted soul
Through a mirror I behold
Throw a punch
Shards bleed on the floor
Tearing me apart but
I don't care anymore
Should I regret or ask myself
Are you dead yet?

Wake up, don't cry
Regenerate to deny
The truth, the fiction
You leave a blindfold on your eyes
Disclosure, self loathing
This time you've gone too far
Or could it be my nemesis
That you're me?

Enemy, take one good look at me
eradicate what you will always be
Tainted flesh, polluted soul
Through a mirror I behold
Throw a punch
Shards bleed on the floor
Tearing me apart but
I don't care anymore
Should I regret or ask myself
Are you dead yet?

[Laiho's solo]

Enemy, take one good look at me
eradicate what you will always be
Tainted flesh, polluted soul
Through a mirror I behold
Throw a punch
Shards bleed on the floor
Tearing me apart but
I don't care anymore
Should I regret or ask myself
Are you dead yet?

Are you dead yet?
http://www.youtube.com/watch?v=PBaYbOnp7hU

Tuesday, June 2, 2009

Eftir mikið hringsól

er loksins komið að því að ég byrji að vinna aðeins í fyrirtækinu mínu. Eins gott að maður á sér ekkert líf þá get ég hangið á annarri skrifstofu eftir vinnu og haldið áfram með mitt stóra áhugamál sem er bókfærsla af öllu tagi. Þetta er flott.

Bíllinn minn er hjá Hákoni vini sínum og ég vona að hann sé ekki að heimta alla mögulega varahluti því ég hef ekkert efni á að standa í því. Ég meina ég kaupi handa honum bensín samviskusamlega og mér finnst það nóg.

Hvað meira, já óskalisti til Mola.
Tuskur 2 pakka
Lakkrís saltann og svo verksmiðju bita.
Steinbíts haus, eða kanski bara harðfisk
og ef það er einhvað hægt þá reykta ýsu
og svo náttúrlega kjamma eins og þú veist

já heyrðu og Hraun það er yummy
og vertu svo ekki að eyða um efni fram mér vantar ekki neitt og þú veist það! Og farðu svo að haska þér ég er búin að bíða eftir þér ENDALAUST!

Að lokum þá er þetta nýa peysan mín og mér er skít sama hvað þið segið um það mál. Ég elska þessa peysu og ég ætla alltaf að vera í henni nema ég sé í einhverju öðru.
http://www.fanzone.fi/cobhw/productinfo.cfm?tuotenumero=195281&lang=en

Friday, May 29, 2009

Meira tuðið

Var dugleg í morgun og fór í 40 mínútna labb. Fer svo út að labba í kvöld aftur eðlilega. Hef engin plön í gangi fyrir helgina. Fínt að hafa helgar inn á milli sem ekkert er gert. Mig grunar að ég fái smá músík með póstinum og það verður náttúrlega að hlusta á hana. Nú og þrifa. Annars gæti ég líka skroppið til mömmu og co því dóttir mín ætlar þangað og svo er sænski mæðra dagurinn hér á sunnudaginn.

Nenni þessu ómögulega samt, ný komin þaðann og þetta er svo langt einhvað. Svo fer næsta helgi líka í ferð nema bara í hina áttina. Og því nenni ég víst.

Best að halda áfram að þýða Norsku pappírana sem mér voru afhentir hér í morgun. Búin að vera að dunda mér við það mest hela daginn. Fjör!!

Thursday, May 28, 2009

Brennivín


Ágætur frídagur í gær. Gerði ekki mikið af viti annað en að vera í þvottahúsinu. Hugsaði um einkasoninn og kærustuna, gaf þeim morgunverð uppúr hádegi. Egg og beikon ásamt ristuðu brauði, appelsínu djús, áleggi og hinu og þessu. Faðir einkasonar kom svo og sótti þau eftir vinnu. Svo beið ég spennt eftir að komast í þvottahúsið var alveg að lognast út af en rétt hafði þetta af.

Spjallaði svo í símann þangað til ég var orðin þvoglumælt af þreytu og svo bara í bólið að sofa. Fékk mér reyndar líka kvöldmat. Mjög furðulegann en góðann. Ristaði 2 brauðsneiðar, steikti pakka af beikoni, smurði brauðið með smjöri og setti beikonið á milli sneiðana. Hafði líka ost á milli og þetta var bara assskoti gott skal ég segja ykkur. Ekki sérlega hollt kannski en gott.

Hófa mín, þú sérð nú bara til með Brennivínið Íslenska. Get sko alveg sagt þér að ég drekk ekki svoleiðis en mig langar að eiga litla flösku af þessum óþverra til að leifa sænskum gestum að smakka.

Djö... hlakka ég til að fara til Stokkhólms þarnæstu helgi. Crapp hvað tíminn líður hægt þegar maður er að bíða eftir einhverju.

Over and out

Wednesday, May 27, 2009

Children Of Bodom

As we speek þá er children of Bodom uppáhalds hljómsveitin. Strax þar á eftir kemur Disturbed. Já þetta er bara svona.

Einkasonurin og kærastan eru hér hjá mér, gaman að hafa þau..... en mér finnst þau sofa örlítið lengi á morgnana. Getur maður borðað morgunmat kl. 12 nei ég spyr.

Já: Hófa co!!! Mikið hlakka ég til að sjá ykkur!!!!!! Ég skal gera mitt besta til að skemmta ykkur. Gleymdu bara ekki að taka með sviðakjamma og kæstann hákarl (djók.....þú veist það) En Lakkrís bæði saltur og sætur er alltaf vel þeginn!!! já og íslenskt brennivín ef annað hvort ykkar er nógu gamalt til að kaupa þannig varning.

Farin í sturtu.......

Tuesday, May 26, 2009

Logo Black On Black -girlie ziphoodie

Ég er alveg að tapa mér í músíkinni þessa dagana og næturnar. Byrjaði að hlusta á Children of Bodom í gær þegar ég fór út með voffann. Ætlaði að hlusta á eitt lag eða svo rétt á meðan en endaði með að hlusta til að verða 2 í nótt. Eftir COB hélt ég askvaðandi áfram með Disturbed og alveg orðin trúuð varðandi þessar tvær hljómsveitir. Pantaði 2 cd í viðbót með Children of Bodom í gær áður en ég gat sofnað og mun að öllum líkindum panta fleiri cd með Disturbed í dag.

Ég er að segja ykkur að mig langar eða ég verð að komast til Gautaborgar og á http://www.metaltown.se/

Getur einhver skilið það?? Ég bara spyr!!

Ég get alveg sætt mig við að fara á föstudags morgninum bara og keyra heim um nóttina, þessar hljómsveitir spila á föstudaginn sjáiði...

FREDAG:
Slipknot
Disturbed
Volbeat
Napalm Death
Meshuggah
Pain
Trivium
Children Of Bodom
Municipal Waste
Hatesphere
Dead By April
Pilgrimz
Bullet
Hellzapoppin
Sterbhaus

Má ég fara? Vill einhver koma með mér?

Monday, May 25, 2009

Djö.. átti ég frábæra helgi

Get náttúrlega ekkert tjáð mig um það hér en dís hvað lífið leikur og tilvaran er æðisleg þessa dagana.

Allir cd sem ég pantaði ættu að vera komnir heim til mín að bíða. Svo ég er þá bara farin heim að hlusta á músik.

Ég er alveg uppgefin eftir daginn, búið að vera geðveikt að gera í allann dag. Alveg búin á því bara, aðalega í hausnum. Svo ég blogga nú bara meira seinna.

Takk fyrir mig og góða nótt eða þannig

Wednesday, May 20, 2009

Music non stop

Búin að panta miða á Takida á Öland í sumar. Skrapp svo aðeins inn á cdon og keypti alveg óvart einhverja cd diska. Veit ekki hvað skeði þar...

Og svo langar mig ógeðslega mikið á METALTOWN Í Gautaborg 26-27 júni. Látiði mig vita ef ykkur langar með og viljið koma!! Ég meina það common hellingur af þrusu góðum metal hljómsveitum ha og ha og ha common!!

Æi ég er farin að fá mér súpu

Tuesday, May 19, 2009

Kæruleysi

Nennti náttúrlega ekkert að vinna eftir vinnu í gær. Skellti mér í bæinn og keypti bráðnauðsinlega hluti. Eins og stóra sæng og ver utan um hana. Brauðrist, kaffibolla, langar teskeiðar og svo einhvað af mat.

Í dag hinsvegar vinn ég eftir vinnu. Fer líka að hitta man sem kannski vill kaupa gamla bílinn. vona það, því mér finnst eins og ég þurfi ekki tvo bíla. Svo kom ungur maður hér við í gær og spurði yfirmann minn hvort hann vissi um einhvern sem gæti hugsað fyrir hann um bókfærslu í litla fyrirtækinu hans. Hann ætlar að hafa samband við mig í dag svo ég geti hitt hann og vin hans sem er líka með lítið fyrirtæki og vantar líka hjálp með sína bókfærslu. Þar með gæti ég vel verið komin með 3 fyrirtæki sem ég hugsa um í Ekoassist. Fínt mál og nóg að gera.

Á morgun eftir vinnu er svo þvotta tími, matreiðsla og tiltekt. Heimsókn á fimmtudaginn sem er frídagur og framundan er dásamleg helgi. Ég hlakka til og ætla að njóta í botn.

Best að byrja að vinna. Alveg nóg að gera, því get ég lofað.

Monday, May 18, 2009

Ég var að fatta

að þegar ég er búin að vinna hér klukkan fjögur verð ég að fara í hina vinnuna mína aðeins. Eða get ég kannski gert það á morgun frekar. Þetta verða fyrstu klukkutímarnir sem ég get tekið borgað fyrir og ég ætti að drullast til að gera þetta í kvöld. En svo er hitt. Ég er að drepast úr leti í augnablikinu og nenni þessu engann veginn.

Á morgun segir sá lati og á morgun segi ég. (andskotans aumingja gangur)

Ég er búin að fá lánið sem ég sótti um í bankanum mínum og get þá borgað bílinn sem ég sótti um helgina. Það hefði náttúrlega verið hallærislegt ef ég hefði ekki fengið lánið. Hvað hefði ég gert þá? Skilað bílnum? Ég er sennilega búin að selja gamla bílinn minn. Fer og læt einhvern bíla karl kíkja á hann. Vona að ég fái fimm þúsund fyrir hann en geri ráð fyrir að fá tvö þúsund.

Fer í snatt á gamla bílnum á eftir (sorgar rúnt) búin að eiga þennann bíl lengi og við höfum gengið í gegnum margt saman. Hann missti td eitt dekk einu sinni á leið til mömmu og pabba sælla minninga. Þá var mér bjargað af englum eins og þið kanski munið. Hinn fjall myndalegi Per og góði Daniel. Ætli þeir séu á lausu? Veit það einhver?

Það er grenjandi rigning (hvað er í gangi með það) Vona að það stytti upp svo ég þurfi ekki að verða rennandi blaut í hádeginu og svo aftur á leið heim að sækja bíl. Er svo að fara að versla fyrir helgina. Ég hef nú í ýmsu að snúast fyrir þessa helgi. Hvar get ég keypt sæng?

Mig vantar líka ristavél en ég veit hvar ég get keypt hana.

Djöfulli hlakka ég til Fimmtudagsins....

Friday, May 15, 2009

Það á náttúrlega ekki að segja frá þessu,


en. Bara svona svo þið vitið hvað þið eruð að díal við varðandi mig þá ætla ég að gera það samt.

Ég minntist á það í síðustu færslu að hann Moli minn væri að koma í heimsókn. Eins og gengur og gerist panta ég alltaf lestarmiða fyrir mína vini og vandamenn þegar þau koma því það er svo mikið auðveldara fyrir mig að gera það hér. Nú nú svo um daginn pantaði ég miðann hennar og allt í fína með það. Í gær pantaði ég svo miða fyrir sjálfan mig til að fara í dag og sækja bílinn.

Í morgun er ég svo í net bankanum. Það er ekkert skrýtið við það, ég er oft að vesenats í honum. Þar sé ég bara að lestarfyrir tækið er búið að draga 712 krónur af reikningnum mínum og verð alveg bit. sé svo að þeir draga 158 krónur af reikningnum í dag og varð enn meira bit.

Hringi svo í lestarfyrirtækið og segist ekki kannast neitt við þetta. Og var sett í röð að bíða eftir einhverjum kauða sem gæti hjálpað mér með þetta. 30 mínútum seinna er ég enn í röð og ákveð að ég nenni þessu ekki og sé farin í mat. Um leið og ég er búin að leggja tólið á. Fatta ég náttúrlega að önnur færslan er miðinn hans Mola hin er miðinn minn. Akkúrat þarna varð ég ofboðslega fegin að ég náði ekki í manninn sem átti að hjálpa mér.

Sekúndum seinna fattaði ég að ég er orðin elliær eða klikkuð eða bæði og einhvað annað í viðbót. Hvar endar þetta???

Alltaf einhvað í gangi.

Þarf að geysast niður til Skåne í kvöld að sækja nýa bílinn minn. Litli bróðir skutlar okkur Sirra í lestina um kvöldmatar leitið. Svo förum við tvö heim á bílnum á morgun. Veit nú ekki hvað Sirra finnst um að fara í lest en hann verður bara að láta sig hafa það. Hann er líka að verða svo veraldarvanur. Alltaf með allstaðar, fer með mér í þvotta húsið, bíður fyrir utan sumar búðir og fær að fara með inn í aðrar. Byrjaður á hunda (barna) heimili og ég veit ekki hvað og hvað. Getur ekki verið mikið mál fyrir þann unga mann að ferðast í lest.

Það var eigilega búið að plana smá hitting um helgina en það fór nú bara í rugl þegar ég byrjaði í bíla braskinu. Not to worry hittingurinn verður seinna bara. Ekki málið.

17. júni kemur Moli No less til mín. það eru 34 dagar í það. Þá verður þjóðhátíðardagurinn haldinn hátíðlegur og svo förum við beint í midsommar hátíðarhöldin. Verða ekkert nema blöðrur, fánar, og svo náttúrlega dansað og sungið alla helgina. Nema ég hafi misskilið einhvað og við gerum einhvað allt annað.

Það verður alla vega fjör hjá okkur eins og venjulega.

Tuesday, May 12, 2009

Frú í Stokkhólmi,

kannski enda ég þannig hvað veit ég. Alla vega átti ég alveg dásamlega daga þar og á eftir að fara oft þangað. Ég verð að segja að mér finnst bara alveg ágætt að ferðast með lestum nema þá helst hvað það er dýrt. Verð að herða mig upp í að fara á bílnum næst.

Þetta var svakalega góð helgi og ég er ofboðslega ánægð og kát innanborðs.

Í dag sendi ég inn umsókn til að geta stofnað fyrirtæki.Það mun heita Ekoassist sem þýðir ca Eko(stytting á orðinu ekonomi) sem þýðir efnahagur og assist sem er annað orð fyrir hjálp. Ég er komin með einn kúnna sem er reyndar ekki mikið en einhverstaðar verður maður að byrja og þetta þýðir að frá og með núna er ég komin með aðeins meiri vinnu og fæ þá aðeins meiri pening. Það er heppilegt því ég er greinilega hin mesta eyðslu kló.

Á morgun fer Sirocco í aðlögun á dagheimili. Ég er að fara með hann í hunda gæslu og mun skilja hann eftir þar í nokkra tíma. Er búin að sjá það út að ég verð að geta fengið pössun fyrir hann við og við. Að ógleymdum helgunum þegar ég þarf að skella mér til Stokkhólms. Gott mál. Vona að hann öskri ekki eins og ljón þar eins og hann gerir heima og bara alstaðar þar sem ég skil hann eftir. Hann er alltof mikill mömmustrákur. (common hundaeiganda strákur hljómar bara furðulega)

Að öðru leiti er ég í fríi á morgun miðvikudag í fyrsta skipti í heillangann tíma. Fyrir utan að ég fer að vinna í fyrirtækinu mínu nokkra tíma á morgun. Snilld, ég hef nefnilega ekki fengið neitt extra fyrir að gera þetta hingað til.

Í kvöld laga ég til, hlusta á músik og tala í símann. Ég geri nú ekki annað en tala í síma. Isssss bara

Wednesday, May 6, 2009

Look of the day


Hvar er regnhlífin mín. Það er grenjandi rigning og ég er alveg að fara að labba heim til að sækja bílinn. Regnhlífin er í skottinu á honum. Murr! Og svo fer ég beint í klippingu og strípur. Mun þá væntanlega líta út eins og drukknaður köttur þegar ég kem þangað og það er einmitt gott þar sem ég mun sitja fyrir framann stórann spegil í tvo klukkutíma eða svo. Já sveimér þá ef þetta líf er ekki allt eins.

Eftir klippingu fer ég svo og sæki einkasoninn og við vorum búin að ákveða að fara í langann labbitúr með Sirocco okkur til dundurs. Ég er ekki viss en ef það er ekki hætt að rigna þegar þar er komið sögu þá mun ég sennilega ekki vera í neinu labbitúra stuði. En eins og ég segi, hvað veit ég um í hvaða stuði ég verð.

Þar á eftir ætluðum við að fara út að borða og mér er skít sama hvort það rignir varðandi það. Við förum út að borða.

Ég keypti mér vikt í gær. Hún er gasalega smart með voða fínu munstri og svona svo ég ætla bara að hafa hana sem skraut. Nei ég segi svona.

Mikið er ég annars heppin að ég fór í vinnuna í rústskinns jakkanum mínum í dag. Ég held það leggist vel í hann að blotna einu sinni almennilega.

Monday, May 4, 2009

Endalaust stuð bara


Mér finnst frekar leiðinlegt að vera hrædd. Mér finnst virkilega leiðinlegt þegar einhverjir karlmenn eru að læðast aftan að mér í þvottahúsinu og elta mig á bílum. Ég er glöð að ég á snar brjálaðan hund. Mér þykir verra að þessi bær er víst stútfullur af geðsjúkar hælum með tilheyrandi geðsjúklingum. Og já... þeim er sleppt út.

Note to self: Ekki þvælast um á dimmum stöðum, seint á kvöldinn með I pod á hæðsta.

Another not to self: Passaðu þig manneskja!!

Thursday, April 30, 2009

Eddie Izzard


Eddie Izzard kemur til Svíþjóðar og ég fer til hans! Litli bróðir og konana hans og skratta kollurinn ég erum að fara á Eddie fríking Izzard 18. des Það verða jól í ár!!!

Já ég fékk smá æðiskast og keypti miða ha, í morgun. Það er eins og ég er alltaf að segja hver þarf að éta ef maður getur keypt miða á sýningu í desember í staðin. Eða eins og Takida orða þetta "we will all stay skinny because we just wont eat" he he he

Örlítið kast örlítið kast....

Tuesday, April 28, 2009

Við Sirocco erum að koma til.

Sjálf er ég búin að vera frekar í lagi bara. Timmy var orðin svo slappur og sennilega búin að vera með alskonar verki og óró. Svo ég er mest bara fegin að hann er laus við þetta. Sirocco aftur er búinn að vera mjög lítill í sér. Og virkilega leiður bara. Það er allt í fína úti en inni liggur hann bara með hundshaus (eðlilega, hvaða haus ætti hann að vera með annars)

Á morgnana erum við oftast vöknuð í síðasta lagi korter í sex. Um hálf sjö erum við farin á fætur og sjö erum við komin út. Löbbum í 40 mínútur og erum mætt í vinnuna korter í átta. Alveg að klikkast úr hressleika alltaf hreint.

Í gær var ég í sjónvarps glápi í fyrsta skipti síðan ég flutti. Ágætt bara. Fór svo að sofa um hálf tíu.

Bíð alveg spennt eftir að fá póst frá Mola. Það trúir þessu náttúrlega engin en ég ætla að sauma út mynd með textanum DROTTINN BLESSI HEIMILIÐ.
LOL sjáum bara til hvort það sé hægt að sauma meðan maður æpir úr hlátri....

Thursday, April 23, 2009

Á morgun verð ég að kveðja..

einn þann besta vin sem ég hef um ævina átt.




"If it should be"

"For this day, more than all the rest
your love for me must stand the test
Take me where my needs they´ll tend
only, stay with me until the end
and hold me firm and speak to me
until my eyes no longer see..."

(óþektur höfundur)

And thats all I want to say about that
(Forest Gump)

Monday, April 20, 2009

Besta hljómsveitin.....

3. The Garden's Tale

Time keeps painting my darling
Ripped all the flowers in the garden
Oh baby come home, you angels bring her home

Imens står solen over højen
Han mindes den sommer hvor hun strålede
Forsvandt I haven grøn, og træernes sang hun fandt

Time keeps painting my darling
And the garden keeps on singing the old song
Oh baby still I am waiting in the light
Hoping the angels would carry you home

Den sang tog mørket I sin pote
Den bar hans kvinde I dens kolde favn
Og lagde hende for hans dør I silkekjole

Hoping the angels would carry her home
Leaving it all with my only friend
Her beauty was lifeless on the stair
Oh baby I'll carry you away into the garden's tale
But everything (had) died and turned to stones
I laid her down under the old oak
Seeing it all blossom forever more
Time keeps on painting my darling
And the garden keeps on singing the old song
Oh baby now I know you're in the light
Painting it all with your colorful songs

Imens står solen over højen
Hans skygge kastes ud I haven grøn
Forsvandt for evigt og uden en note
Hoping the angels will carry her home

Time keeps painting my darling
Ripped all the flowers in the garden
Oh baby you're home, you angels where are you.

VOLBEAT!!!!! Dásemd!!!!

Thursday, April 16, 2009

DVD, hundar og annað

Ræð ekkert við mig frekar en venjulega, keypti mér 5 dvd myndir rétt áðan... bygones. Hvað myndir spyrjið þið um leið. Alla vega heyrði ég þá spurningu.

Into the wild
Pulp fiction
Thelma and Louise
April fools day
Polterggeist

Þið verðið nú bara að viðurkenna að það þarf að eiga þessa diska!!!

Yfir í annað:
Í gær hélt ég að Timmy minn væri endanlega búin á líkama og sál. Þurfti að bera hann niður og upp þegar við fórum út seint að pissa fyrir nóttina (og þegar ég segi við meina ég hundarnir) ((ég fer yfirleitt bara á klósettið sko))Svo var hann að þvælast um og fann ekki vatnsskálina sína, snuðraði um í eldhúsinu í kolvitlausum enda. Og bar sig allmennt illa bara. En svo í morgun var allt annað að sjá hann. Ég fór með þá út og við vorum bara að leika okkur eins og fyrr um ár (vikur) Sirri var að hoppa upp á steina og Timmy ætlaði að æða á eftir honum. Ég átti fullt í fangi með að halda honum á jörðinni. Svo ég segi það satt.... einn dag í einu bara. Ætla samt að finna mér dýralækni svo ég viti hvert ég á að fara þegar kemur að þessu.

Og yfir í enn annað:

Síminn minn virkar best á næturnar, verst að það ekki hægt að hringja svo mikið þá. En þeir segja mér að þeir séu on it.

Nóg komið að bulli í bili.

Love, peace and understandig

Wednesday, April 15, 2009

Jáhá

Unglingarnir fara heim á eftir og næsti unglingur verður sóttur á föstudag eftir vinnu. Það er frekar vel fylgst með mér síðan ég flutti. Yfirmaðurinn minn spurði í dag um hvaða strákur (karlmaður) hefði verið hjá mér í heimsókn. Og það er nú ekki létt að vita það.

Nágrannarnir mínir sem gefa mér að borða og færa mér gjafir spurðu hvort dökkhærður karlmaður hefði verið hjá mér í heimsókn um daginn.

Það vantar svo sem ekki karlmennina á mitt heimili. Hingað til hafa allir þessir karlmenn komið til mín:

Einkasonurinn
Faðir minn
Bróðir minn
Ljós lífsins
Síma viðgerðarmaðurinn (tvisvar ef ekki oftar)
Holræsis viðgerðar maðurinn
Húsvörðurinn

Þetta eru náttúrlega allt mæta menn en HALLÓ hvað er að fólki?? Voðalega hefur spennan í lífi Virserums búana aukist við að ég flutti ein ásamt hundum í íbúð hér í bæ!!

Tuesday, April 14, 2009

Loksins búið


Enn ein af át hátíðum búin. Ég er ekki alveg að skilja afhverju þetta er gert en ég tek ekki þátt í þessu. Gúffaði í mig læri reynda á laugardaginn og svo veit ég ekki hvort ég mundi nokkuð eftir því að éta einhvað meir um páskana. Ójú, ég lýg því, ég át villikött. (súkkulaðið og ekki lifandi villikött) Í minni fjölskyldur er það bara Sirocco sem étur ketti.

Svo liðu dagarnir bara í ró og næði og nú er vinnu vikan komin í gang með tilheyrandi mánaðar uppgjöri og öðru skemmtilegu.

Frumburinn og ljós lífsins komu til Hultsfred í gær og voru sótt af mér. Hef nú svosem ekki talað mikið við þau enn. Þau voru fljótlega búin að steypa sér í bað og líkaði sennilega vel þar sem þau voru í baðinu í klukkustund. Ég tók með mér mína stráka inn í ból um 22.00 og var þar til sex. var svo búin að gera mig klára, vaska upp, búa um og laga til fyrir hálf sjö svo ég lagði mig í bælið og beið þar í fjörutíu mínútur því ég neita alfarið að mæta fyrir sjö í vinnuna.

Það er eins og mér finnist ég þurfa að breyta einhvað um rútínu varðandi hvenær klukkan á að hringja á morgnana. Það hlýtur að vera að ég nái því með tímanum.

Gleðilega venjulega viku krúttin mín
Og Hófa " ET Phone home" ég er komin með síma og hringi við tækifæri, og bið að heilsa öllum eins og venjulega

Thursday, April 9, 2009

Vitið þið að það...


eru að koma páskar. Hátíð DAUÐANS. Mér finnst þetta hundleiðinleg hátíð. Fólk er alveg kolvitlaust úti í búðum og láta eins og það sé að koma heimstyrjöld. En afþví að ég bý nú ein þá geri ég það sem mér sýnist bara. Er ekki með páskaskraut, ætla að fá mér einhvað sem ég á að borða bara. Til dæmis pop corn það er nýjasta tíska hjá mér núna. Popp í kvöldmatinn. Tekur nákvæmlega 3 mínútur að poppa allt í skál og éta. Getur nú bara ekki verið auðveldara.

Á laugardag koma móðir mín og faðir og bróðir minn og kærastan og við ætlum að borða saman. Íslenskt lambalæri með tilheyrandi sósu og grænmeti. Ég baka einhvað í gogginn á okkur líka. Nú og svo veit ég ekki meir. Tek lífinu með ró bara og þarf að kíkja til kattarins nokkrum sinnum því hún verður ein heima.

Líf mitt er mikil sæla þessa dagana. Dásemd bara alveg hreint.

Monday, April 6, 2009

Ársuppgjör meðal annars

Jepp ársuppgjörið bara búið í ár. Ég náttúrlega alveg dauð uppgefin og allt það en mjög ánægð með að þetta gékk bara svona glimmerandi vel allt saman og þótti endurskoðandanum ég mjög dugleg og vera með mikla reglu á hlutunum. (Ohhhhh ég er svo mikið æði)

Við hundarnir fórum á fætur eftir að vera búin að vera á vakt alla nóttina. Það lýsir sér þannig að í hvert skipti sem einhvað hljóð heyrðist í húsinu eða fyrir utan það eða bara einhverstaðar þá hleypur Sirocco einn hring í rúminu. Han geltir ekki en sem sé hleypur og stekkur um. Við þetta vakna náttúrlega bæði Timmy og ég og við vöknuðum einhvað um 30 sinnum í nótt. Við höfðum gaman af því!

Nú við sem sé vöknuðum í 31 skipti um sex leitið. Þá var ég orðin frekar leið á að reyna að sofa og skellti mér bara á fætur uppúr því. Fór og nasslaði í brauðsneiðina mína sem ég smurði kvöldinu áður. Og sauð vatn í te. Gaf hundunum að borða. Þvoði mér um hárið, bjó um, vaskaði upp og klæddi mig. Nóg að gera á morgnana. Nú svo datt mér ekki meira í hug að gera svo við löbbuðum af stað í vinnuna, hundarnir og ég. Mættum rétt fyrir hálf átta og ég náði að gera heil mikið áður en endurskoðandinn og hjálpar mey hans komu um hálf níu.

Þau þræluðu mér svo út eins mikið og þau gátu enda þau tvö, fyrirtækin tvö og ég bara ein.

Svo löbbuðum við hundarnir heim um fimm leitið, sóttum bílinn og keyrðum hann út til vinar míns á verkstæðinu svo hann gæti skipt um dekk, sumardekkja tími kominn.

Og núna erum við komin heim. Fékk æðislegan pakka frá Mola. Bleiu klúta, vanilludropa og villi ketti. Enda vantar mig einmitt ketti handa Sirocco. Hann hefur svo gaman af þeim.

Kvöldið er búið að skipuleggja svona: Borða einhvað einhverntímann þegar ég er orðin svöng. Fara í sturtu fyrr eða síðar, fara í lítinn túr með hunda, hlusta á músik og gera nákvæmlega það sem mér sýnist.

Á morgun eftir vinnu sæki ég einkasoninn og hann gistir. Við ætlum að kjafta, elda og gera það sem okkur sýnist.

What can I say.... Er hægt að hafa þetta einhvað betra... nei ég spyr?

Friday, April 3, 2009

Voðalega....

Búin að sofa tvær nætur í íbúðinni minni og kann bara ósköp vel við þetta allt saman. Það hefur ekki verið neitt vesen með hundana hingað til nema að Timmy étur sama og ekkert. Það lagast.

Var komin á fætur um sex leitið, fékk mér hrökkbrauð með osti og sópaði svo íbúðina. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst best að sópa um sex leitið. He he he

Ipoddurinn er í kasti svo ég pantaði mér bara nýann. Betri og flottari. Get ekkert verið Ipodd laus neitt.

Fer til Landskrona eftir vinnu, fyrst heim að leggja mig í klukku tíma samt. Er úrvinda! Og ekki í standi til að keyra svona langt fyrr en ég er búin að leggja mig. Ég er að segja þetta satt.

Að öðru leiti hef ég ekki mikið að segja, hlakka til að fá mublur og gardínur og svona. Allt verður komið í stand eftir helgi. Síminn hjá mér er +46 495 743997 en ég veit ekki hvenær hann verður tengdur.

okbæ

Tuesday, March 31, 2009

Blogg úr blokkinni

Sit á gólfinu með laptoppinn og skrifa fyrsta bloggið í íbúðinni minni. Ég fíla mig í ræmur þó ég sitji á gólfinu með nákvæmlega ekkert af húsgögnum. Ég er náttúrlega með cd spilarann minn og hundana. Er að hlusta á Júlla Timburlæk sem kom með fyrsta póstinum sem ég fékk hingað. Mér finnst lífið leika og hlakka svo til að restin af lífinu byrji.

Tók með hundana hingað í gær og þeir eru með í dag líka. Liggja hérna sitt hvoru megin við mig á gólfinu. Timmy örlítið tens eins og honum er lagið. Sirocco bara rólegur og ekkert mál. Þegar ég kom hingað í dag, lét ég renna í bað. Grýtti jarðaberja baðkúlu dæmi útí og stakk mér á bóla kaf. Algert æði!

Jæja ég fer nú að skella mér í fuglaforsinn, laga mat og gera allt klárt, svo er ég hér frá og með á morgun.

Það heyrist meira í mér seinna...

I AM PLAY, SO THER YOU HAVE IT




You Are Play



Compared to most people, you are very active and energetic.

You have a daring, challenging spirit. You're willing to go into something blind.



You are playful, carefree, and optimistic. You are up for trying anything.

If you dream it, you usually end up doing it. You're not one for putting your dreams on hold.

Monday, March 30, 2009

Ég og Skrattinn


Mér var sendur skratti. Han er alveg frábær og mjög hjálpsamur. Um helgina tókum við törn saman í íbúðinni. Það var skúrað og þurrkað af öllu. Gluggar pússaðir, klósett sótthreinsað. Baðkar skrúbbað og veggir þvegnir.

Allt dót sem komið var hingað til bæjar borið inn og sett á sinn stað. Föt brotin saman og raðað í fata skápa. Allt er komið á sinn stað og allt er "spic n span" Alveg frábært. Skrattinn gerði það mesta af þessu meðan ég var úti í búð að kaupa skójárn, klósett bursta, kúst, lás á geymsluna og kveikjara fyrir kertin.

Ég var þarna allann laugardaginn og allann sunnudaginn líka. Gleymdi að éta og allt, en nágranninn minn kom með vínblaðs kálböggla til mín um 16.00 voðalega sæt einhvað. Og ég gobblaði í mig helminginn og á hinn helminginn í ísskápnum.

Um næstu helgi fer jag að sækja helling af mubblum til mömmu og þangað til sit ég bara í rúminu mínu. Ég er bara mjög spennt fyrir þessu. Á morgun fæ ég breiðband, eftir viku eða svo fæ ég síma. Voðalega mikið að ske einhvað.

PS: Takk fyrir skrattann Moli minn!!!

Friday, March 27, 2009

Komin með lyklana

Fékk lánað alskonar þrifnaðardót hér í vinnunni og fór með það í íbúðina í hádeginu. Ég tek helgina í að þrifa þetta allt saman og flytja dótið sem ég er búin að burðast með hingað. Síðustu dagana fer ég svo með restina af smáa dótinu. Og svo ha og svo er ég alveg flutt á miðvikudaginn.

Og þá er ég búin að redda helginni alveg því nú veit ég í hvað hún fer.

Dásemd

Í alvöru að tala ???


SNJÓR!
Ég er orðin frekar þreytt á snjó. Er ég að misskilja einhvað? Er ekki að koma aprill? Jæja ok ég reyni bara að sætta mig við þetta.

Mér miðar vel áfram, búin að pakka nærri því öllum fötum og burðast með þau hingað í vinnuna. Maður gæti vel haldið að ég væri að flytja hingað í vinnuna en svo er þó ekki.

Fór í verslunar leiðangur í gær. Keypti gallabuxur, pönnu, hnífapör og einhvað af glösum svo ég geti svolgrað vín í löngum bunum þegar ég er orðin einstæð frjáls kona. Nú og svo keypti ég osta (hníf? skerara? einhvað) Notað til að sneiða ost alla vega og í talandi stundu hef ég ekki hugmynd um hvað þetta heitir. Orðið Gústi gústi orðið!

Ég er orðin svakalega lang þreytt, sef ca 4-5 tíma á nóttu og er á fullu stanslaust þar á milli. Í kvöld ætla ég að þræla hundinum mínum í langann göngutúr og svo kannski reyna að sofna einhvað fyrr en öll undanfarin kvöld.

Næst á lista að kaupa:

Diska
Rúmteppi
Nýa diskinn með Guns n Roses
Peysu
Flott nærföt
Hóruskratta (nei djók, hvað á ég að gera við hóru skratta)

Wednesday, March 25, 2009

Feeling down

Það er stundum erfitt að lifa. Stundum titrar maður eins og manni sé kallt þó manni sé ekki kallt.

Það sem virkar best fyrir mig þá er Guns n Roses. Það er einhvað við röddina á Axel sem segir mér að allt sé bara hæfilega klikkað! Skammast mín örlítið fyrir að hafa ekki keypt nýa diskinn þeirra.... það kemur að því að ég geri það.

SEX dagar eftir núna, svo er ég flutt

The end

Tuesday, March 24, 2009

Allt að ske.

Búin að borga fyrstu leiguna. Á eftir að vera þvílíkt blönk fyrsta mánuðinn en skítt með það. ÞAÐ REDDAST!

Mér miðar ágætlega áfram með að pakka niður og allt verður tilbúið á miðvikudaginn næsta. Nice!

Monday, March 23, 2009

As it turns out...


sleep is not overrated!
Ekkert smá þreytt!

En það virðist sem myndavélin kannski virki eftir allt saman. Og ég sem betur fer ekki búin að hringja og garga á viðgerðarmanninn. Og ekki búin að panta nýa heldur.

boy oh boy Þarf að sofa meira, það er á hreinu.

Sunday, March 22, 2009

Broder daniel

http://www.youtube.com/watch?v=mxYsGuboOsk

In the cold streets at night

There is a war going on

Everything happens fast

And a knife is at your throat

But I never ask for help

Because I know there’s none to get

One thing I’ve learned

Never never never give up



Hardened heart, my heart is hard

Hardened heart, my heart is hard

Hardened heart can take no harm

Hardened heart, my heart is hard



You’re always secondary

To important people

And all the experts

Sitting behind desks

But I never hesitate

To retaliate

I meet force with force

And fist with fist



I thought I was weak

But now I’m all steal

I thank no one

And no one thanks me

The more you pressure me

The stronger I get

Behind every cynic

Lies bitter dreamer