Tuesday, April 29, 2008

Allir dagar eru sem betur fer ekki eins


Sumir ertu góðir, sumir eru allt í lagi og aðrir eru bara ömurlegir. Helgin mín byrjar á morgun með miðvikudags fríi, svo 1. maj, sumarfrís föstudagur nú og svo helgin. Strax eftir vinnu í dag fer ég á blússi heim með hundana og svo til Högsby að sækja fótboltakappann minn ásamt nokkrum liðsmönnum. Þeir eru að fara að spila í Gamle by sem er lengst úti í buska einhverstaðar. Auðvitað horfi ég á leikin og það er alltaf gaman. Svo er ég búin að lofa þeim pítsu veislu á leiðinni heim. Fyrir son minn var það mikið atriði að ég mundi skutla á einmitt þennann leik. Það er vegna þess að hann heldur því fram að enginn af hinum foreldrunum munu vilja stoppa og éta pítsu eftir leikinn. Ég veit ekki um það en ég veit að það er ekki erfitt að plata mig í svona.

Friday, April 25, 2008

Þetta er gaman

Ég er reyndar með það á hreinu að ég skrifa mun hraðar en þetta. En það er annað mál.

36 words

Speed test

Thursday, April 24, 2008

Þeir voru góðir!


(strummer/jones)

My daddy was a bankrobber
But he never hurt nobody
He just loved to live that way
And he loved to steal your money

Some is rich, and some is poor
That’s the way the world is
But I don’t believe in lying back
Sayln’ how bad your luck is

So we came to jazz it up
We never loved a shovel
Break your back to earn your pay
An’ don’t forget to grovel

The old man spoke up in a bar
Said I never been in prison
A lifetime serving one machine
Is ten times worse than prison

Imagine if all the boys in jail
Could get out now together
Whadda you think they’d want to say to us?
While we was being clever

Someday you’ll meet your rocking chair
Cos that’s where we’re spinning
There’s no point to wanna comb your hair
When it’s grey and thinning

Run rabbit run
Strike out boys, for the hills
I can find that hole in the wall
And I know that they never will

Tuesday, April 22, 2008

Búin að gera smá breytingar


Er sko að bíða eftir að fá undirlag svo ég geti gert launin... Og hef ekkert að gera fyrr en ég fæ það í hendurnar.

Monday, April 21, 2008

Horror


Var að horfa á þátt um daginn um "Húsið sem Guð gleymdi" eða The Amityville Horror mjög skemmtilegur þáttur þar sem var talað við hitt og þetta fólk um þetta. Meðal annars manninn (konan hans dó fyrir nokkru) sem sagan byggir á. Lutz var sem sé fjölskyldan sem keypti húsið ódýrt eftir að DeFeo myrti alla fjölskylduna sína þar um 3 að morgni 13. Nóvember 1974 Það sem fólk er núna að tvista um er hvort Lutz fjölskyldan hafi í alvöru upplifað það sem haldið er fram í bók sem maður að nafni Jay Anson skrifaði.

Sagan Húsið sem Guð gleymdi á sem sé að vera sagan af Lutz fjölskyldunni. Það hafa verið haldnir hinu ýmsu miðilsfundir og paranormala ransóknir í þessu húsi og margur hver miðillinn segir sig hafa upplifað ýmislegt þarna.

Lutz fjölskyldann heldur enn til streitu að þetta sé allt saman satt og að þau hafi flúið úr húsinu. Þeir sem efast um sannleikann í sögu Lutz fjölskyldurnar halda því þó fram að þau hafi búið til alla drauga söguna til að losna úr húsinu eftir tvö ár eftir að ekki hafa borgað eina einustu afborgun.

Brian Wilson keypti svo húsið 1997 og segir sig bara ánægðann og að ekki sé um neinn draugagang að ræða. Svo veit ég ekki meir. Þeir sem hafa gaman af að grúska í svona geta kíkt á slóðina hér að neðan...

http://www.paranormal.nu/

Alltaf í ökkla eða eyra...

Brunuðum niður til mömmu og pabba um helgina. Börnin, Hundarnir og ég. Kötturinn og makinn vöru látin dúsa heima. Við vorum semsé í góðu yfirlæti og vel farið með okkur að venju. Á laugardaginn fórum við í bæinn. Mamma, unglingastóðið og ég. Pabbi og hundarnir látnir dúsa heima (er þetta ekki einhvað orðið að einhverjum vana?) Út úr bæjarförinni kom að nú á einkasonurinn allt nema sandala í brúðkaupið í sumar og einka dóttirinn kjól og ég ennþá ekkert í brúðkaupið. En það reddast. Gott bara að það er ekki ég sem er að fara að gifta mig. Því þá væri þetta orðið vesen.

Svo nú er ég búin að vera að heimann í tvær helgar í röð og veit nú þegar hvað ég ætla að gera næstu helgi................................................................................................................................. laga til og þvo þvott!!! Rosalega spennandi einhvað.

Monday, April 14, 2008

Pólskí helgi

Vaknaði í morgun hálf fimm við að litli snáðinn hann Sirocco var einhvað að vandræðast. Ég fór með hann út og hann var eldsnöggur að skila frá sér því sem hann þurfti. Svo sleppti ég kettinum út og var öfga ánægð að geta sofið í 2 tíma í viðbót. 5 mínútum síðar voru þeir tímar liðnir og ég enn eins og lík. Nennti ekki á fætur og ákvað að sleppa morgunmat til að geta sofið 15 mín í viðbót. Þarnæst ákvað ég að sleppa sturtu og þvo bara hárið á mér í eldhúsvaskinum og gat þá sofið aðrar 15 mín. Því miður var svo ekki meira sem ég gat sleppt svo ég varð að drullast á fætur og hingað.

En þetta er allt í góðu. Ég get alveg verið svona þreytt og sibbin í allann dag því við áttum alveg frábæra helgi í Pólandi. Drukkum mikið af góðum bjór, borðuðum mikið af góðum mat, kjöftuðum afskaplega mikið og skemmtum okkur konunglega.

Á leiðinni hingað í vinnuna var bíllinn minn svo ekki að kæta mig neitt sérstaklega því hann sagði. "ekki bremsa snöggt, bremsurnar virka ekki eins og þær eiga að gera. Stöðvið bílinn rólega og hringið á verkstæði" nema að hann sagði þetta á ensku. Sko! svona hótannir gera nákvæmlega ekkert fyrir mig svo ég slökkti á hátalara rödd bílsins og hvæsti milli saman bitinna tanna "haltu helvítis kjafti" og hélt svo bara áfram að keyra í rólegheitum.

Er reyndar búin að hringja í bílaviðgerðar manninn minn góða og er að fara þangað með bílinn. MURRRRR!

Friday, April 11, 2008

Stolið af blogginu hennar Jónu

A WOMAN SHOULD HAVE ...

enough money within her control to move out

and rent a place of her own,

even if she never wants to or needs to...

A WOMAN SHOULD HAVE ...

something perfect to wear if the employer,

or date of her dreams wants to see her in an hour...

A WOMAN SHOULD HAVE ..

a youth she's content to leave behind....

A WOMAN SHOULD HAVE ...

a past juicy enough that she's looking forward to

retelling it in her old age....

A WOMAN SHOULD HAVE .....

a set of screwdrivers, a cordless drill, and a black lace bra...

A WOMAN SHOULD HAVE ....

one friend who always makes her laugh... and one who lets her cry...

A WOMAN SHOULD HAVE ....

a good piece of furniture not previously owned by anyone else in her family...

A WOMAN SHOULD HAVE ...

eight matching plates, wine glasses with stems,

and a recipe for a meal,

that will make her guests feel honored...

A WOMAN SHOULD HAVE ..

a feeling of control over her destiny...

EVERY WOMAN SHOULD KNOW...

how to fall in love without losing herself..

EVERY WOMAN SHOULD KNOW...

how to quit a job,

break up with a lover,

and confront a friend without;

ruining the friendship...

EVERY WOMAN SHOULD KNOW...

when to try harder... and WHEN TO WALK AWAY...

EVERY WOMAN SHOULD KNOW...

that she can't change the length of her calves,

the width of her hips, or the nature of her parents..

EVERY WOMAN SHOULD KNOW...

that her childhood may not have been perfect...but it's over...

EVERY WOMAN SHOULD KNOW...

what she would and wouldn't do for love or more...

EVERY WOMAN SHOULD KNOW...

how to live alone... even if she doesn't like it...

EVERY WOMAN SHOULD KNOW.. .

whom she can trust,

whom she can't,

and why she shouldn't take it personally...

EVERY WOMAN SHOULD KNOW...

where to go...

be it to her best friend's kitchen table..

or a charming Inn in the woods...

when her soul needs soothing...

EVERY WOMAN SHOULD KNOW...

What she can and can't accomplish in a day...

a month...and a year...

Thursday, April 10, 2008

Megrunarkúr fyrir stressaðar konur!


Morgunmatur

1 Grape
1 Sneið fjölkornabrauð
1 glas létt mjólk

Hádegismatur

1 lítill skammtur kjúklingakjöt án skinns
1 Bolli jurta te
1 súkkulaðimoli út konfektkassa

Seinniparts kaffi

Restin úr konfektkassanum
1 dós Häagen-Dazz ís með súkkulaði smákökubragði

Kvöldmatur

4 vínflöskur (rautt eða hvítt skiptir ekki máli)
2 stór hvítlauksbrauð
1 Fjölskyldu pizza með extra osti
3 Snickers

Kvöldkaffi

1 Frosin Sara Lee cheescake

OG GLEYMIÐ ALDREI AÐ "STRESSED" ER SAMA OG "DESSERTS" BARA AFTURÁBAK

Sumarheimsókn og vorferð

Hrafnhildur vinkona ætlar að koma og heimsækja mig í sumar, í ágúst svo það er langt í þetta enn. Ég er samt öfga kát og hlakka mikið til. Vona bara að þetta verði ekki mikið miggu (bitmý) sumar. Hrafnhildi og bitmý kemur alveg hryllilega illa saman. En eitt er víst að einhvað verður brallað og kjaftað og mikið labbað. Æðislegt bara.

Hún stoppar í viku og þá eru 4 vinnudagar fyrir mig og þurfti ég því að biðja um að fá að taka út sumarfrí þessa daga. Ég fékk það náðasamlegast og er ég fegin því. En hér upphefst alltaf einhvað tuð þegar maður vill taka út sumarfríið sitt. Yfirmanni dauðans finnst nefnilega ekki eðlilega mikið púkkað upp starfsfólk. Heilir 25 dagar á ári í sumarfrí er td. alveg útí hött. Og þetta ræðir hann við okkur "starfsfólkið" endalaust. Að það sé nú bara ekki hægt að reka fyrirtæki í þessu landi uppá það að starfsfólkið sé aldrei í vinnunni og með þessi líka háu laun sem eru í landinu þar að auki. Ég er stundum að spá í hvort hann haldi í alvörunni að við séum sammála þessu.

Anyway, þá er ég búin að fá frí meðan ég verð á fótbolta móti sonarins og meðan ég er á Ibíza og einnig meðan Hrafnhildur er hér svo ég þarf ekki að ræða frekari sumarfrís mál í bili.

Á morgun verður svo stokkið af stað til Pólands! En ég segi kannski bara meira frá því þegar ég kem til baka.

Tuesday, April 8, 2008

Aids

Ég var að sporðrenna risamuffins ásamt kaffi og skelli hlægja af fíflinu henni Birnu sem býr líka í þessum kropp. Hún er sko nefnilega í megrun. Það er ég ekki Muuuoahahahah.

Horfði á Philadelphia með Tom Hanks í gær. Þar höfum við einn af þessum gaurum sem leika vel, er sennilega með í klúbbnum hennar Sally.

En hvernig er það, eru allir búnir að gleyma aids. Er Aids ekkert stór mál lengur. Myndin er frá 1993 og lýsir ágætlega hvernig þetta var. Ég ólst upp í aðal histeriunni varðandi aids og nota smokka og ekki nota notaðar sprautur og ertu búin að láta testa þig og passaðu þig passaðu þig passaðu þig því ef þú fært Aids ertu dauð.

Fólk (evrópskt , hvítt fólk og þekkt vinsælt fólk) hrundi niður allstaðar úr þessum viðbjóðslega sjúkdómi og allir voru hræddir. En hvað er að ske núna? Fólk (aðalega svart fólk í afriku) hrinur enn niður allstaðar hringinn í kringum hvort annað en enginn er lengur hræddur.

Á sínum tíma var Aids homma og eiturlyfjasjúklinga sjúkdómur og ekki gert mikið í málinu. Svo fór "fínna fólk" að fá þetta líka og hjólin fóru að snúast. Læknar og ýmiskonar sérfræðingar unnu myrkranna á milli við að finna lausn á þessum vanda. Tókst þeim það svona vel, þarf maður ekki að vera hræddur um að fá eyðni lengur? Tja, sko ef maður er hvítur og býr í Evrópu meina ég....

Monday, April 7, 2008

Sally Field och co

Búin að eyða helginni með nokkrum stærstu leikkonum heims. Byrjaði með myndina Sibyl þar sem Sally fer gjörsamlega á kostum. Skratti ljót og ömurleg sannsöguleg saga. Þar á eftir var það Meryl og myndin Sophie's Choice ekki er sagan sú fallegri. Meryl kann að leika líka, það vantar ekki. Og svo endaði ég með að horfa (aftur) á Flightplan med Jodie Foster.

Svo er ég búin að fá plötuna Long road out of Eden og hún er meistaraleg. Hef aldrei áður hlustað á plötu og fundist svona mörg lög góð á henni um leið og ég heyri þau. Yfirleitt þarf maður að hlusta nokkrum sinnum á plötu til að fara að fýla hana en ekki þessa. Hún bara rennur inn í eyrun á manni og kemur manni í gott skap og þegar ég segi hún meina ég þær því þetta eru tvær plötur. I podinn hefur ekki haft svona mikið að gera síðann ég fékk hann í jólagjöf.

Ársuppgjörið er að mest öllu klárt og þegar endurskoðandinn var að hrósa mér við yfirmanninn minn þá sussaði hann á endurskoðandann og sagði "ekki vera að tala mikið um þetta, það kostar bara peninga (launahækkun heldur fíflið)" Og svo setti hann upp mæðu svip og sagði "Já hún hefur svo mikinn tíma að hún getur sitið og dundað með þetta lon og don" Mér finnst svo gaman að vinna hér því það er svo svakalega metið við mann það sem maður gerir. Er mikið að spá í að skrá hann í keppnina Besti yfirmaður alheimsins.