Wednesday, April 7, 2010

Já og svo er þetta...


Vinur i grennd

Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á,
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér óðfluga frá
og árin án vitundar minnar

Og yfir til vinarins aldrei ég fer
enda í kappi við tímann.
Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er,
því viðtöl við áttum í símann.

En yngri vorum við vinirnir þá,
af vinnunni þreyttir nú erum.
Hégómans takmarki hugðumst við ná
og hóflausan lífróður rérum.

“Ég hringi á morgun”, ég hugsaði þá,
“svo hug minn fái hann skilið”,
en morgundagurinn endaði á
að ennþá jókst milli okkar bilið.

Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,
að í grenndinni ennþá hann væri.

Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd
gleymdu ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum send
er sannur og einlægur vinur.

(höfundur mér ókunnugur, því miður)

Hvað skiptir máli.....

Þetta er einn sá besti texti sem ég hef heyrt.... Taka þetta til sín bara....

Hér eru allir á lífi....

Og öllum líður vel.

Veðrið er minnst sagt búið að vera dásamlegt. Sól og logn. Við erum búin að vera töluvert mikið í garðinum. Bæði tekið til, reytt arfa, gróðursett, klippt tré nú og svo sitið úti og hlustað á fuglasöng. Við erum búin að keyra hér um allar trissur. Finna tvö vötn þar sem við getum farið og baðað okkur í sumar. Skoða hin ýmsu þorp og svona hitt og þetta.

Í dag á elskan afmæli og að því tilefni ætlum við út að borða. Svo er ég að vona að pakkinn hans komi með póstinum í dag. Annars fær hann bara gjöf seinna ha.

Svo erum við búin að undirbúa eitt herbergi fyrir málun en viljum helst bíða eftri verra veðri og nota góðviðrið í að pússa glugga og gera fínt úti.

Knús