Thursday, July 2, 2009

Svolítið sveitt.

Hér eru rétt aðeins um 29 gráður. Nóg til að maður svitni en ekki mikið meir en það. Hundinum er heitt líka og hann neitar að fara í langa labbitúra. Sem er fínt því ekki vil ég fara í langa labbitúra heldur.

Helgin fer bara í að glápa á sjónvarp, hlusta á músík og svo taka til þegar einkasonurinn er farinn heim á morgun. Allt í góðu bara.

No comments: