Monday, May 24, 2010

Maður tekur eftir því að ég vinn lítið

það sést nú bara best á því að ég hef aldrei tíma til að blogga.

Litla frænku krúttið mitt minnti mig á þessa blogg leti í gær og þess vegna sé ég sóma minn í að koma þessu í verk núna.

Að eiga hús og þá sérstaklega gamalt hús með stórum garði heldur manni létt uppteknum. Við erum búin að mála eitt herbergi alveg og næstum búin með annað baðherbergið. Nú verður smá pása inni og garðinum sinnt. Það þarf líka að ditta að ýmsu úti. Mála svalirnar uppi og svona hitt og þetta.

Við erum með lítinn hitavatnstank niðri í kjallara. Það er til að maður sleppi við að kynda allt sumarið ef manni vantar bara smá heitt vatn. Í gær setti ég hann í samband og í morgun fattaði ég að það á að vera vatn í honum. Semsé maður verður að opna einhvern krana til að þetta virki. Ég var náttúrlega búin að plana að kaupa nýann því þessi var ónýtur. Já þið vitið hvernig þetta er.

Í dag er planið svona:

Slá grasið.
Þrífa bílinn.
Þvo
Gera vorhreingerningu inni.
Já og svona hitt og þetta í viðbót

Sjáum bara til hvað við komumst langt með þetta...

Ekki það, ég er alltaf að lofa öllu fögru en ég er að fara að klessa myndum á netið. Svo vil ég bara segja Sean skemmtu þér æðislega vel (Hófa skilar þessu)

Hafið það gott og ég skal blogga meira því ykkur finnst ég svo skemmtileg.....

1 comment:

Hófa said...

Thanks you so much Birna Sean says,we love and miss you :)