Monday, November 30, 2009

Tíminn líður hratt.

Síðustu helgi fórum við til Köben. Smá skrepp bara. Fórum með lestinni klukkann ca 4 á laugardag og eftir skemmtilegt kvöld og nótt héldum við heimleiðis með 7 lestinni á sunnudag. Vikan var svo bara róleg og um þessa helgi erum við búin að hjálpa mömmu elskunnar að flytja til Karlskrona og fara með dót elskunnar í húsið. Eftir að hjálpa til að bera dótið inn í Karlskrona hittum við einkason elskunnar og við stálum honum náttúrlega og fórum og fengum okkur pitsu.

Tyson flutti svo með okkur heim á laugardags kvöldið. Hann virðist una sér vel og báðir hundarnir óskup rólegir og góðir.

Á fimmtudaginn var ég ein heima og við einkasonurinn skruppum á Cecil og fengum okkur snarl. Alltaf gott að sjá hann. Því miður þurfti hann að flýta sér heim svo hann gæti klárað að lesa fyrir próf en við áttum þó góða stund saman.

Í gær leiddist okkur elskunni einhvað svo við fórum til Vetlanda og fengum okkur þar tælendskan mat. Mjög gott og alltaf gaman að komast út úr húsi.

Á döfinni er ekki mikið. Við keyptum pússlu spil sem við ætlum að dunda okkur með þangað til við flytjum. Einn og hálfur mánuður í það. Við erum búin að ákveða að vera ekki að vesenast svo mikið með jólin í ár þar sem við verðurm í miðum flutningum þá. Þess vegna finnst mér einhvað fáránlegt hvað það er mikið af jóla skrauti allstaðar. Ég er einhvernvegin ekki með jól inni í myndinni.

Klippi mig í kvöld, mjög gott mál.

Þannig er það.....

Sunday, November 15, 2009

Yndæl helgi

Við skötuhjúin fórum frekar snemma að sofa í gær líka og ég staulaðist á fætur um 8 þá var elskan búinn að vera á fótum í yfir klukkustund.

Lífinu er tekið með ró í dag líka. Um 11 bakaði ég pönnukökur sem voru bæði morgun og hádegismatur. Núna er búið að koma smásteik í pott og hún fær að malla frameftir degi. Elskan er búinn að undirbúa epla pæj sem verður í eftirrétt. Fyrir utan þetta eru vinirnir 2 búnir að fara í 2 labbitúra og ég búin að fara í sturtu. Eftir litla stund ætlum við að athuga með að fara á sólbaðstofuna og næla okkur í smá brúnann lit.

Mánudagur til mæðu á morgun og nóg að gera í vinnunni. Rétt um 2 vikur þangað til vinnu tíminn minn gjör breytist og það leggst ágætlega í mig. Mun nú sennilega vera með töluvert mikla vinnu í desember og janúar vegna ársuppgjörs og það er líka fínt. Mun sennilega vera hægt að finna margt og mikið að gera við innkomandi peninga á næstunni vegna flutninga og annars.

Saturday, November 14, 2009

Viðburðarríkir dagar

Í gær fórum við eldsnemma á fætur til að bruna að húsinu sem okkur langar að búa í og hitta mann þar sem skoðar og athugar að allt sé í lagi. Hann fann ekki mikið að húsinu og þar með er ég búin að ákveða að kaupa það.
http://www.hemnet.se/beskrivning/541332 Hingað munum við sem sé flytja 15. Janúar. Okkur hlakkar að sjálfsögðu mikið til. Verður svakalega gaman að ditta að þessu. Eignig hlökkum við til að sitja við arininn á köldum janúar kvöldum og sötra te eða heitt kakó.

Þegar skoðunin var búin fórum við og keyptum okkur 50 tommu flatskjás sjónvarp sem verður keyrt beint í nýa húsið og mun bíða okkar þar. Eitt af okkar aðal áhugamálum eru bíómyndir svo þetta var alveg nauðsinleg fjárfesting! As you well know.

Svo fórum við í bankann og fengum upplýsingar um lánið sem ég fæ. Það hljómaði alltsaman vel og þess vegna förum við til Kalmar á miðvikudaginn og ég skrifa undir samninginn. Þar með verður húsið mitt.

Þar sem við þurftum að fara á fætur fyrir fimm í gær morgun, fórum við að sofa klukkan tíu í gær og vöknuðum eldhress og endurnærð fyrir átta í morgun. Dagurinn er búin að vera virkilega rólegur og góður. Elskan situr við sína tölvu og ég sit við mína. Við erum ný komin úr gönguferð og í kvöld ætlum við að búa til Raggmunk (karteflupönnukökur sem borðaðar eru með beikoni og eru mjög góðar)

Og þá vitið þið það....