Sunday, November 15, 2009

Yndæl helgi

Við skötuhjúin fórum frekar snemma að sofa í gær líka og ég staulaðist á fætur um 8 þá var elskan búinn að vera á fótum í yfir klukkustund.

Lífinu er tekið með ró í dag líka. Um 11 bakaði ég pönnukökur sem voru bæði morgun og hádegismatur. Núna er búið að koma smásteik í pott og hún fær að malla frameftir degi. Elskan er búinn að undirbúa epla pæj sem verður í eftirrétt. Fyrir utan þetta eru vinirnir 2 búnir að fara í 2 labbitúra og ég búin að fara í sturtu. Eftir litla stund ætlum við að athuga með að fara á sólbaðstofuna og næla okkur í smá brúnann lit.

Mánudagur til mæðu á morgun og nóg að gera í vinnunni. Rétt um 2 vikur þangað til vinnu tíminn minn gjör breytist og það leggst ágætlega í mig. Mun nú sennilega vera með töluvert mikla vinnu í desember og janúar vegna ársuppgjörs og það er líka fínt. Mun sennilega vera hægt að finna margt og mikið að gera við innkomandi peninga á næstunni vegna flutninga og annars.

No comments: