Saturday, November 14, 2009

Viðburðarríkir dagar

Í gær fórum við eldsnemma á fætur til að bruna að húsinu sem okkur langar að búa í og hitta mann þar sem skoðar og athugar að allt sé í lagi. Hann fann ekki mikið að húsinu og þar með er ég búin að ákveða að kaupa það.
http://www.hemnet.se/beskrivning/541332 Hingað munum við sem sé flytja 15. Janúar. Okkur hlakkar að sjálfsögðu mikið til. Verður svakalega gaman að ditta að þessu. Eignig hlökkum við til að sitja við arininn á köldum janúar kvöldum og sötra te eða heitt kakó.

Þegar skoðunin var búin fórum við og keyptum okkur 50 tommu flatskjás sjónvarp sem verður keyrt beint í nýa húsið og mun bíða okkar þar. Eitt af okkar aðal áhugamálum eru bíómyndir svo þetta var alveg nauðsinleg fjárfesting! As you well know.

Svo fórum við í bankann og fengum upplýsingar um lánið sem ég fæ. Það hljómaði alltsaman vel og þess vegna förum við til Kalmar á miðvikudaginn og ég skrifa undir samninginn. Þar með verður húsið mitt.

Þar sem við þurftum að fara á fætur fyrir fimm í gær morgun, fórum við að sofa klukkan tíu í gær og vöknuðum eldhress og endurnærð fyrir átta í morgun. Dagurinn er búin að vera virkilega rólegur og góður. Elskan situr við sína tölvu og ég sit við mína. Við erum ný komin úr gönguferð og í kvöld ætlum við að búa til Raggmunk (karteflupönnukökur sem borðaðar eru með beikoni og eru mjög góðar)

Og þá vitið þið það....

3 comments:

Anna Stína said...

Til hamingju með húsið, ég geri ráð fyrir að rauði skúrinn sé fyrir mig :D
Þið takið ykkur vel út þarna held ég :D

Birna said...

Takk krúttið mitt! Já ég geri alveg ráð fyrir að þetta verði frábært. Ég fer beint í að gera upp skúrinn fyrir þig, og þú flytur inn þegar hentar.

Anna Stína said...

og á ekkert að blogga ha?