Við hjúin föttuðum um daginn að aðfangadagur er á morgun og ekki á föstudaginn eins og við héldum lengi vel. Við erum nánast búin að öllu enda ætluðum við aldrei að gera neitt mikið.
Eftir vinnu, eða um ca 2 leitið ætlum við að kíkja í ríkið, kaupa okkur smá jóla bjór og einhvað annað gúmmílaði. Þurfum eigni að kíkja í búð og kaupa eina gjöf. Koma nokkrum pökkum til litla bróður svo hann geti tekið þá með sér til Landskrona. Skreyta "jólatréið" sem er einirunni í krukku ca 40cm hátt. Sjóða skinkuna og gæða okkur á brauðbita ásamt henni og jólabjór. Skipta á rúminu og jafnvel ryksuga yfir og svo er þetta bara komið.
Það er ósköp jólalegt úti svo sem, allt á kafi í snjó. Annars verða þetta frekar einkennileg jól. Það er allt í góðu með það.
Og þar sem ég sendi engin jólakort í ár þá vil ég óska ykkur öllum góð og gleðileg jól og dásamlegt nýtt ár.
Út með jólaköttinn, kvikindið er loðið eins og ljón trallalla
Wednesday, December 23, 2009
Wednesday, December 16, 2009
Jólin herra lögregluþjónn!
Þetta er fleygur og vel þekktur frasi á laugarveiginum.
Um þetta leyti vorum við Moli að vinna í Hörpu. Málingaverksmiðjunni góðu sem eitt sinn stóð við Skúlagötuna að mig minnir. Þetta var nokkrum dögum fyrir jól og starfsfólk verksmiðjunnar sat á kaffistofunni með hangandi haus og beið eftir að fá jólagjöfina frá vinnuveitandanum.
Það var siður að gefa starfsfólkinu fimmþúsund krónur í jólagjöf og þess vegna lág viss spenna í loftinu. Þetta hljómar náttúrlega eins og nammi peningur núna en á þessum tíma var þetta töluverður fjársjóður.
Þegar vinnuveitandanum fannst við búin að slæpast nóg á kaffistofunni var Lárus verkstjóri sendur með umslög til okkar. Þar í var jólakort og fimmþúsund kall. Eins og við manninn mælt kættist verkalýðurinn og skömmu seinna voru við öll horfin á brott. Moli og ég örkuðum Laugarveiginn og göluðum jólin frú, jólin herra, jólin barn og svo framveigis. Á endanum mættum við löggu og örguðum jólin herra lögregluþjónn, þar næst orguðum við úr hlátri og hefur þessi setning verið notuð mikið síðan þá.
Fyrir mér er óraunverulegt að það séu að koma jól. Við ætlum svo sem ekki að halda nein jól í ár og það er alveg ágætt finnst mér. Næstu jól verður svo svona eins og að byrja upp á nýtt. Jól í nýu húsi, en eins og kvæðið góða...... Hver veit hvar við dönsum næstu jól
JÓLIN HERRA LÖGREGLUÞJÓNN!
Um þetta leyti vorum við Moli að vinna í Hörpu. Málingaverksmiðjunni góðu sem eitt sinn stóð við Skúlagötuna að mig minnir. Þetta var nokkrum dögum fyrir jól og starfsfólk verksmiðjunnar sat á kaffistofunni með hangandi haus og beið eftir að fá jólagjöfina frá vinnuveitandanum.
Það var siður að gefa starfsfólkinu fimmþúsund krónur í jólagjöf og þess vegna lág viss spenna í loftinu. Þetta hljómar náttúrlega eins og nammi peningur núna en á þessum tíma var þetta töluverður fjársjóður.
Þegar vinnuveitandanum fannst við búin að slæpast nóg á kaffistofunni var Lárus verkstjóri sendur með umslög til okkar. Þar í var jólakort og fimmþúsund kall. Eins og við manninn mælt kættist verkalýðurinn og skömmu seinna voru við öll horfin á brott. Moli og ég örkuðum Laugarveiginn og göluðum jólin frú, jólin herra, jólin barn og svo framveigis. Á endanum mættum við löggu og örguðum jólin herra lögregluþjónn, þar næst orguðum við úr hlátri og hefur þessi setning verið notuð mikið síðan þá.
Fyrir mér er óraunverulegt að það séu að koma jól. Við ætlum svo sem ekki að halda nein jól í ár og það er alveg ágætt finnst mér. Næstu jól verður svo svona eins og að byrja upp á nýtt. Jól í nýu húsi, en eins og kvæðið góða...... Hver veit hvar við dönsum næstu jól
JÓLIN HERRA LÖGREGLUÞJÓNN!
Subscribe to:
Posts (Atom)