Wednesday, December 16, 2009

Jólin herra lögregluþjónn!

Þetta er fleygur og vel þekktur frasi á laugarveiginum.

Um þetta leyti vorum við Moli að vinna í Hörpu. Málingaverksmiðjunni góðu sem eitt sinn stóð við Skúlagötuna að mig minnir. Þetta var nokkrum dögum fyrir jól og starfsfólk verksmiðjunnar sat á kaffistofunni með hangandi haus og beið eftir að fá jólagjöfina frá vinnuveitandanum.

Það var siður að gefa starfsfólkinu fimmþúsund krónur í jólagjöf og þess vegna lág viss spenna í loftinu. Þetta hljómar náttúrlega eins og nammi peningur núna en á þessum tíma var þetta töluverður fjársjóður.

Þegar vinnuveitandanum fannst við búin að slæpast nóg á kaffistofunni var Lárus verkstjóri sendur með umslög til okkar. Þar í var jólakort og fimmþúsund kall. Eins og við manninn mælt kættist verkalýðurinn og skömmu seinna voru við öll horfin á brott. Moli og ég örkuðum Laugarveiginn og göluðum jólin frú, jólin herra, jólin barn og svo framveigis. Á endanum mættum við löggu og örguðum jólin herra lögregluþjónn, þar næst orguðum við úr hlátri og hefur þessi setning verið notuð mikið síðan þá.

Fyrir mér er óraunverulegt að það séu að koma jól. Við ætlum svo sem ekki að halda nein jól í ár og það er alveg ágætt finnst mér. Næstu jól verður svo svona eins og að byrja upp á nýtt. Jól í nýu húsi, en eins og kvæðið góða...... Hver veit hvar við dönsum næstu jól

JÓLIN HERRA LÖGREGLUÞJÓNN!

2 comments:

Anna Stína said...

JÓLIN FRÚ
ég mun dansa í Hafnarfirði næstu jól, í nýrri íbúð. Alltaf erum við eins við tvær!

Birna said...

Já það er frekar einkennilegt hvað allt skeður eins hjá okkur alltaf. Eigilega bara spúký