Við hjúin föttuðum um daginn að aðfangadagur er á morgun og ekki á föstudaginn eins og við héldum lengi vel. Við erum nánast búin að öllu enda ætluðum við aldrei að gera neitt mikið.
Eftir vinnu, eða um ca 2 leitið ætlum við að kíkja í ríkið, kaupa okkur smá jóla bjór og einhvað annað gúmmílaði. Þurfum eigni að kíkja í búð og kaupa eina gjöf. Koma nokkrum pökkum til litla bróður svo hann geti tekið þá með sér til Landskrona. Skreyta "jólatréið" sem er einirunni í krukku ca 40cm hátt. Sjóða skinkuna og gæða okkur á brauðbita ásamt henni og jólabjór. Skipta á rúminu og jafnvel ryksuga yfir og svo er þetta bara komið.
Það er ósköp jólalegt úti svo sem, allt á kafi í snjó. Annars verða þetta frekar einkennileg jól. Það er allt í góðu með það.
Og þar sem ég sendi engin jólakort í ár þá vil ég óska ykkur öllum góð og gleðileg jól og dásamlegt nýtt ár.
Út með jólaköttinn, kvikindið er loðið eins og ljón trallalla
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
jólin frú
Post a Comment