Saturday, July 31, 2010

Veikindi og útihátíð.

Á föstudaginn var lagði ég af stað í vinnuna. Var mjög þreytt og slitin einhvað og þótti mér það frekar skrýtið þar sem ég er í áfengisbindindi, sef frekar mikið, ét Gericomplex og önnur vítamín og er duglegri að borða. Satt best að segja var ég hálf fúl yfir því hvað ég var einhvað tussuleg.

Ég hélt þó áfram, beit á jaxlinn og sagði sjálfri mér að hætta þessari helvítis leti. Nóg að gera í vinnunni og ég ekki með tíma í svona leti köst. Þegar ég kom til Virsirum ákvað ég að koma við í búðinni og kaupa litla mjólk svo ég gæti þá fengið mér kaffi með mjólk með morgunmatnum og þannig orðið einhvað hressari. Það vildi þó ekki betur en að ég varð að setjast á tóma hillu í búðinni og hvíla mig og fannst mér þetta þá alveg komið gott. Tók ákvörðun um að halda aftur heim á leið. Og skreið að bílnum. Heimferðin var hörmung. Ég gat ekki keyrt nema svona 15 mínútur í einu. Svo var ég að leggja úti í kanti og hreinlega sofa í hálftíma eða meira.

Ég sendi skilaboð heim um að ég væri á leiðinni en að þetta tæki sinn tíma. Áttum okkur á að heim til mín úr vinnunni eru um 150 km og ef maður er að keyra þetta í korters skömmtum þá tekur þetta um 3 daga. Eftir mikið volk komst ég þó heim og fór helgin frekar svona fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Einhvernveigin tókst mér að komast í vinnuna á mánudaginn en þar sem ég var svakalega slöpp enn hringdi ég loks í lækni (hvítklædda fólkið þið vitið) á þriðjudaginn. Skemmst er frá að segja að ég var með bullandi þvagrásasýkingu og sýkingu í nýrunum og ég veit ekki hvað og hvað. Mér voru gefin lyf og mér sagt að tuskast heim í bæli og liggja bara þar.

Ég gerði það ekki neitt. Ég fór á útihátið í staðin. En ég ét lyfin er hress og tek öllu mjög rólega. Einkasonurinn er í heimsókn og hjálpar okkur með hundana þegar við þvælumst á útihátíðina. Alltaf mjög gaman að hafa hann.

No comments: