Í enda mánaðarins má ég panta mér myndavél fyrir stigin sem ég er búin að safna mér saman á Mastercard. Þá get ég tekið margar fleiri svona flottar myndir.
Verð bara rithöfundur og ljósmyndari, ætli maður verði feitur og pattaralegur á því?
En ég sé til hvað atvinnumiðlunin segir á mánudaginn, þau eru kannski með einhverjar aðrar hugmyndir.
Frumburinn er í heimsókn hjá mér, eða bara jafnvel flutt hingað. Ekki svo létt að vita. Einkasonurinn ætlar svo að kíkja til okkar í næstu viku. Super nice!
Ég er alveg á fullu að gera allt mögulegt endalaust en það er alltaf nóg eftir að gera. Eins gott, spáið í ef maður er allt í einu búinn, Hvað gerir maður þá?
Til dæmis á ég eftir að raða svona einum þriðja af viðnum inn. Mola finnst að ég ætti að vera löngu búin að því svo ég hlýt að fara að verða búin að þessu.
Svo þarf ég að skrifa CV sem ég á að taka með mér á vinnumiðlunina á mánudaginn. Moli segir að það taki bara 5 mínútur því ég sé hvort sem er búin að vinna hjá Flexpro í hundrað ár. Svo ég verð búin að því fyrir hálf átta enda klukkan 07.14
Annað sem er á listanum.
- Laga til í bílskúrnum
- Laga til í geymslu eitt og tvö
- Slá grasið (vonandi í síðasta skipti í ár)
- Gera garðinn haust fínann
- Pakka hverju einasta snifsi sem á ekki að vera hér og setja í ný til lagaða geymslu (eitt eða tvö)
- Stytta gardínur og setja upp (td. fyrir gluggann)
- Laga skeiðar og gallabuxur fyrir Emmu
- Fara enn og aftur út á hauga og með gömlu slátturvélina meðal annars
- Hringja í fólkið sem keypti hótelið í Möre og spurja hvort þau geti ekki gert mér til geðs að leifa mér að vinna þar
- Hringja í pólverjann minn og ath hvort honum finnist ekki betra að ég hafi einhverja pappíra í höndunum ef ég á að bókfæra fyrir hann (Ég hef ágætis hugmyndaflug en þetta gæti þá farið hvernig sem er með hans fyrirtæki)
- Pússa upp og mála gamla spegilinn sem ég ætla að hafa uppi á vegg
- Fara á flóamarkaðinn og sjá hvort þar sé til bókahilla og 4 stólar sem ég vil
- Fara í endurvinnsluna
- Straua (geri nú mitt besta til að gleyma því alveg)
Og ef þið comentið... gerið það þá á túngum sem ég skil
1 comment:
Já þú ert nú sú duglegasta í heiminum, as u well know. Dygtig pige og svo kann ég ekki mörg fleiri tungumál per se. Bið að heilsa geðsjúku kinverjunum!
Post a Comment