Friday, June 27, 2008

Komin heim frá Ibiza

Nenni ekki alveg að blogga um ferðina í dag en hér er slóð á myndirnar þaðan http://picasaweb.google.se/tinybirna1/Ibiza2008

Læt það gott heita í bili og segi ykkur svo ferðasöguna seinna.

Wednesday, June 11, 2008

Söngleikur frumburans

Fór á frumsýningu í gær. Söngleik níundu bekkja með frumburann í einu af aðalhlutverkunum. Hún stóð sig eins og hetja og ég ákaflega stolt yfir henni. http://www.barometern.se/nyheter/hogsby/sommarplagan-pa-nytt-en-lyckad-musikal(686076).gm#articleimage-popup
Þarna og svo hér http://www.nyheterna.net/nyheter/hoegsby
er fjallað um þetta í blöðunum hér á svæðinu og svo koma mínar myndir náttúrlega bráðum.

Takk amma og afi sem brunuðu einhvað um 700 kílómetra fram og til baka til að koma og sjá prinsessuna okkar og takk gullinn mín úr Járnforsinum fyrir komuna. Henni þótti mikið væntum um þetta og svo náttúrlega blómaflóðið sem hún fékk.

Ég fer svo aftur í kvöld og þá verður myndavélin ekki tekin fram fyrr en eftir sýninguna svo ég geti fylgst almennilega með.

Húrra fyrir krökkunum, Þau eru alveg ótrúlega dugleg!!!!

Monday, June 9, 2008

Örlítið heitt

Síðustu daga er heldur betur búinn að vera sumarsvækja hér. Yfir 25 stig og gærdagurinn var bara virkilega viðbjóðslegur með yfir 30 stig. Þegar hitinn fer upp yfir 25-27 hér þá er heitt. Mun verri hiti en td. í suðlægum löndum. Hér bærist nefnilega ekki hár á höfði og hitinn verður svakalega illbærilegur. Hundarnir vilja ekki hreyfa sig, já og ekki ég heldur svo sem. Fór með þá í labbitúr sem var meira en að skríða 20 metra til að láta þá gera þarfir sínar klukkan átta í gærkvöldi. Þá var hitinn kominn niður í 27 stig og aðeins farið að gusta.

Það er búið að lofa mér kaldara veðri og ég er ánægð með það.

Thursday, June 5, 2008

Alveg að koma sumarfrí hjá unglingunum...

Og þá er alltaf svaka mikið að gera hjá þeim. Frumburinn er náttúrlega á kafi í söngleikja æfingum alla dag og alveg að tryllast yfir hvað hinir níundu bekklingarnir taka létt á þessu. Hún er náttúrlega alveg svakalega vandvirk og skilar aldrei neinu frá sér nema það sé 100% En þetta er allt að koma. Frumsýning á þriðjudag og vaka níunda bekkja á miðvikudags kvöldið/nóttina og föstudaginn 13. júní eru svo loksins skólaslit. Þar með er frumburinn búin að ljúka skólaskyldu. Já gott fólk níundi bekkur er það sama og tíundi bekkur hjá ykkur. Hér heitir fyrsti bekkur forskóli. (útidúr höfundar)

Ég er þannig úr garði gerð að ég tek hvert verkefni og hvern viðburð fyrir sig. Þetta virkar svona: Núna er ég með miðið læst á söngleik frumburans. Talandi um söngleiki... Hair Spray er ömurleg mynd (annar útidúr höfundar) þar á eftir læsi ég miðið á skólaslitin í kirkjunni(er alltaf í kirkunni hér) þar sem ég mun sitja og bíða og bíða þangað til messu og ræðum og söng unglinganna er lokið og ég kemst út úr guðs húsi aftur.

Og þegar þangað er komið þá stilli ég inn miðið og sálina á frí og Ibíza og brúðkaup frænda míns. Ég var spurð í gær hvort ég væri orðin spennt fyrir ferðina og svaraði já já. Það var frænka mín sem spurði og hún sá beint í gegnum þetta og sagði "nei þú ert nú ekki orðin spennt fyrir ferðinni ef þú svara bara já já" og þá fattaði ég að það er alveg satt. Ég er ekki farin að spá neitt í þessa ferð því hún er númer 3 á listanum.

Svo þegar ég kem heim aftur þá er Gothia cup í Gautaborg (alþjóðlegt risa fótboltamót fyrir unglinga) og svo kemur Moli hlaðinn góðgæti með Doddadúlludúsk. Þar á eftir er bara vinna og rólegheit þangað til Hrafnhildur hugljúfa kemur til mín.

Já þá vitið þið það. Þetta er viðburðar listinn í stórum dráttum. En mikið hlakka ég til að byrja að hlakka til að fara út....

Wednesday, June 4, 2008

Er þetta satt??

I scored 46 on Dr. Phil's personality test
Others see you as fresh, lively, charming, amusing, practical and always interesting; someone who's constantly in the center of attention, but sufficiently well-balanced not to let it go to their head. They also see you as kind, considerate, and understanding; someone who will always cheer them up and help them out.

Já ég efa það ekki!!! ;þ)

Tuesday, June 3, 2008

Vinnutími og vinna tíma

Varð að hætta aðeins fyrr í gær og ætlaði að byrja snemma í morgun til að vinna það upp. Þegar klukkan svo hringdi í morgun ýtti ég þrjóskulega á snooze og inni í hausnum á mér glumdi "EKKI BYRJA SNEMMA" Ég gat ekki annað en hlustað og drattaðist inn úr dyrunum hér korter í átta. Er þá semsé búin að vinna inn korter af tveimur tímum og geri aðrir betur.

Á morgun eru tvær vikur í að við förum til Stokkhólms og í áframhaldi af því til Ibiza. Í gær kom auglýsinga bæklingur frá flugfélaginu með vörum sem hægt er að kaupa um borð. Eða réttara sagt panta og fá svo um borð. Ég er búin að skoða hann og langar ekki í neitt í honum. Frumburanum langar í helling af skartgripum, ilmvötnum og snyrtidóti. Einka syninum langar í rakspíra og helling af sælgæti. Og eiginmaðurinn er í samninga viðræðum við mig um hvað ég nenni að bera mikið af brennivíni heim handa honum.