Tuesday, June 3, 2008

Vinnutími og vinna tíma

Varð að hætta aðeins fyrr í gær og ætlaði að byrja snemma í morgun til að vinna það upp. Þegar klukkan svo hringdi í morgun ýtti ég þrjóskulega á snooze og inni í hausnum á mér glumdi "EKKI BYRJA SNEMMA" Ég gat ekki annað en hlustað og drattaðist inn úr dyrunum hér korter í átta. Er þá semsé búin að vinna inn korter af tveimur tímum og geri aðrir betur.

Á morgun eru tvær vikur í að við förum til Stokkhólms og í áframhaldi af því til Ibiza. Í gær kom auglýsinga bæklingur frá flugfélaginu með vörum sem hægt er að kaupa um borð. Eða réttara sagt panta og fá svo um borð. Ég er búin að skoða hann og langar ekki í neitt í honum. Frumburanum langar í helling af skartgripum, ilmvötnum og snyrtidóti. Einka syninum langar í rakspíra og helling af sælgæti. Og eiginmaðurinn er í samninga viðræðum við mig um hvað ég nenni að bera mikið af brennivíni heim handa honum.

No comments: