Monday, June 9, 2008

Örlítið heitt

Síðustu daga er heldur betur búinn að vera sumarsvækja hér. Yfir 25 stig og gærdagurinn var bara virkilega viðbjóðslegur með yfir 30 stig. Þegar hitinn fer upp yfir 25-27 hér þá er heitt. Mun verri hiti en td. í suðlægum löndum. Hér bærist nefnilega ekki hár á höfði og hitinn verður svakalega illbærilegur. Hundarnir vilja ekki hreyfa sig, já og ekki ég heldur svo sem. Fór með þá í labbitúr sem var meira en að skríða 20 metra til að láta þá gera þarfir sínar klukkan átta í gærkvöldi. Þá var hitinn kominn niður í 27 stig og aðeins farið að gusta.

Það er búið að lofa mér kaldara veðri og ég er ánægð með það.

No comments: