Og þá er alltaf svaka mikið að gera hjá þeim. Frumburinn er náttúrlega á kafi í söngleikja æfingum alla dag og alveg að tryllast yfir hvað hinir níundu bekklingarnir taka létt á þessu. Hún er náttúrlega alveg svakalega vandvirk og skilar aldrei neinu frá sér nema það sé 100% En þetta er allt að koma. Frumsýning á þriðjudag og vaka níunda bekkja á miðvikudags kvöldið/nóttina og föstudaginn 13. júní eru svo loksins skólaslit. Þar með er frumburinn búin að ljúka skólaskyldu. Já gott fólk níundi bekkur er það sama og tíundi bekkur hjá ykkur. Hér heitir fyrsti bekkur forskóli. (útidúr höfundar)
Ég er þannig úr garði gerð að ég tek hvert verkefni og hvern viðburð fyrir sig. Þetta virkar svona: Núna er ég með miðið læst á söngleik frumburans. Talandi um söngleiki... Hair Spray er ömurleg mynd (annar útidúr höfundar) þar á eftir læsi ég miðið á skólaslitin í kirkjunni(er alltaf í kirkunni hér) þar sem ég mun sitja og bíða og bíða þangað til messu og ræðum og söng unglinganna er lokið og ég kemst út úr guðs húsi aftur.
Og þegar þangað er komið þá stilli ég inn miðið og sálina á frí og Ibíza og brúðkaup frænda míns. Ég var spurð í gær hvort ég væri orðin spennt fyrir ferðina og svaraði já já. Það var frænka mín sem spurði og hún sá beint í gegnum þetta og sagði "nei þú ert nú ekki orðin spennt fyrir ferðinni ef þú svara bara já já" og þá fattaði ég að það er alveg satt. Ég er ekki farin að spá neitt í þessa ferð því hún er númer 3 á listanum.
Svo þegar ég kem heim aftur þá er Gothia cup í Gautaborg (alþjóðlegt risa fótboltamót fyrir unglinga) og svo kemur Moli hlaðinn góðgæti með Doddadúlludúsk. Þar á eftir er bara vinna og rólegheit þangað til Hrafnhildur hugljúfa kemur til mín.
Já þá vitið þið það. Þetta er viðburðar listinn í stórum dráttum. En mikið hlakka ég til að byrja að hlakka til að fara út....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
já ég er að safna í sarpinn!
Post a Comment