Wednesday, June 11, 2008

Söngleikur frumburans

Fór á frumsýningu í gær. Söngleik níundu bekkja með frumburann í einu af aðalhlutverkunum. Hún stóð sig eins og hetja og ég ákaflega stolt yfir henni. http://www.barometern.se/nyheter/hogsby/sommarplagan-pa-nytt-en-lyckad-musikal(686076).gm#articleimage-popup
Þarna og svo hér http://www.nyheterna.net/nyheter/hoegsby
er fjallað um þetta í blöðunum hér á svæðinu og svo koma mínar myndir náttúrlega bráðum.

Takk amma og afi sem brunuðu einhvað um 700 kílómetra fram og til baka til að koma og sjá prinsessuna okkar og takk gullinn mín úr Járnforsinum fyrir komuna. Henni þótti mikið væntum um þetta og svo náttúrlega blómaflóðið sem hún fékk.

Ég fer svo aftur í kvöld og þá verður myndavélin ekki tekin fram fyrr en eftir sýninguna svo ég geti fylgst almennilega með.

Húrra fyrir krökkunum, Þau eru alveg ótrúlega dugleg!!!!

No comments: