Á miðvikudaginn fór ég í strætó. Svo sem ekki merkilegt á neinn hátt en frásögu færandi þar sem þetta var óvenjulega ánægjuleg ferð. Ég byrjaði á að skoða á netinu á hvaða tíma maður gæti skroppið í bæinn. Fann fljótlega út að ef ég færi með vagninum klukkan 16.25 þá hefði ég akkúrat klukkustund til að versla og vera komin í vagninn 17.40 til að vera svo heima í hlaði rétt fyrir sex.
Ég skellti mér í tiltekt og svo í sturtu. Klæddi mig upp og málaði mig. Og þrammaði öruggum skrefum út á stoppistöð. Ég áætlaði um tuttugu mínútur í að labba út á stöð og beið þar í átján. Bílstjórinn heilsaði mér með ekta hlýju brosi. Ég borgaði 28 krónur og spurði til vonar og vara hvort það væri ekki örugglega strætó til baka klukkan 17.40
-Jú, það stemmir. Ætlar þú með til baka?
-já
-Þá bíð ég eftir þér ef þú ert sein
Hann brosti sínu blíðasta og ég fann hjartaræturnar þiðna í brjóstholinu. Ég brosti til baka og lofaði að vera tímalega. Mér hefur í rauninni alltaf fundist svolítið gaman í strætó. Sitja í hlýjunni og horfa út gegnum stóru rúðurnar. Svo ætla ég ekki að halda því fram að það sé einhvað gaman að þrengjast með ljótu illaþefjandi fólki með hina og þessa geðræna kvilla. En í þessum strætó var nákvæmlega hæfilegt magn farþega. Bílstjórinn, kona sem sat fremst og talaði við hann og ég sem sat langt fyrir aftan þau.
Þegar ég kom inn í bæinn gékk ég rösklega að annari matvöru versluninni. Ég fann það sem mig vantaði, borgaði og pakkaði vörunum í bakpokann sem ég var svo klár að hafa tekið með mér. Þar næst svippaði ég mér í næstu matvörubúð og verslaði þar það sem mér fannst hafa vantað í hinni. Svo sótti ég pakka sem var í póst útibúinu. Þarnæst tók ég á sprett í áttina að málinagvöruversluninni. Keypti 5 blöð af frekar grófum sandpappír. Að lokum skokkaði ég á bókasafnið, móð og másandi sveiflaði ég af mér þungum bakpokanum. Fálmaði eftir gemsanum til að athuga hvort góði bílstjórinn væri nokkuð farinn að bíða og mér til furðu var allt þetta sem ég var búin að gera ekki búið að taka meir en tuttugu mínútur.
Ég gluggaði í bók og aðra. Slappaði af og hlýjaði mér, en fékk ekkert lánað í þetta skiptið. Tuttugu mínútum fyrir auglýsta brottför var ég svo komin út á stöð. Þar var strætóinn minn þegar mættur svo ég gat farið beint inn. Þegar ég ætlaði að borga góða bílstjóranum sagði hann bara nei nei maður borgar ekkert til baka þegar maður fer svona skot túr. Hann brosti fallega hlýja brosinu sínu og ég brosti breitt á móti. Þakkaði fyrir og settist á sama stað og áður. Það gerði líka konana sem fór með 16,25 strætó ásamt bílstjóranum og mér.
Hver veit, kannski skelli ég með strætó í bæinn aftur í dag. Mig vantar mjólk og rjóma meðal annars. Gæti svo splæst í kaffibolla á kaffihúsinu mínu og í kjafta blað. Nógan hefur maður tímann.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment