Hver vikan á fætur annarar geysist framhjá. Ég kem ekki miklu í verk í augnablikinu, hvorki blogg né öðru. Þarf einhvað að breyta því.
Moli kom og fór svo augnabliki síðar. Með Mola líður tíminn alltaf hratt en þessi heimsókn var fáránlega fljótt yfirstaðinn. Sennilega afþví að ég er ferlega rugluð í höfðinu og held varla hálfri hugsun þessa dagana. En það lagast fljótlega. Það er ég viss um!
Paddington er með stæla, vona að vinur minn bílastússarinn geti talað hann til. Annars verð ég að kaupa mér góðann kuldagalla og byrja að hjóla. Og það er nú heldur betur holl hreyfing. Verst bara að það er einmitt að koma vetur. Og það fer í taugarnar á mér að það var nýbúið að splæsa nýjum stígvélum á Padda og hann er greinilega ekki hið minnsta þakklátur fyrir það. Bílastússarinn setti á hann nýjar felgur og vetradekk og hvað gerir bíllinn... hrækir gírkassanum, nú eða einhvað álíka. Bjána bíll, isss
Þegar Moli var hér bjó hún til handa mér kjúlla salad með núðlum og hér með óska ég eftir uppskriftinni. Man ekki helminginn sem fór í þetta ótrúlega ljúfenga salat af þeirri einföldu ástæðu.... að ég held ekki hálfri hugsun =)
Jæja þetta var allt og sumt í bili.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment