Saturday, November 13, 2010

Dagurinn í gær og dagurinn á morgun

Dagurinn í gær er dagur sem ég hef kviðið lengi. Ja eða alla vega í rúma tvo mánuði. Fimmtudagskvöldið var mér svolítið erfitt framan af. Ég er alveg viss um að ég hefði fengið taugaráfall ef ég hefði verið ein. En bílastússarinn minn var hér ásamt vini sínum allt kvöldið. Það dreifði huganum og að lokum náði ég meira að segja að sofna. Dagurinn í gær var svo mér til ánægju og gleði með öllu áfallalaus. Það skeði bara eiginlega ekki neitt. Ég starði á símann með ca 10 sekúnda millibili þar sem ég gat als ekki haft hljóð á honum. Og hvers vegna ekki? já ég get ekki svarað því.

Ég fór í góðann göngutúr með hundana. Tók aðeins til. Eldaði sænska jólaskinku því bílastússaranum langaði í svoleiðis ofan á brauð. Og afþví að ég er svo góð.

Í dag er ég búin að taka lífinu með ró. Paddington er enn bilaður og bílastússarinn segir mér að hann verði sennilega ekki búinn að redda varahlutum og laga hann fyrr en um miðja næstu viku.

Ég nennti svo aldrei með strætó inn í bæ aftur í gær að kaupa mjólk og einhvað. Ákvað að ég mundi bara gera það í dag í staðinn. Það var mjög heimskuleg ákvörðun því það ganga vísst engir strætisvagnar til Gullaboas um helgar. Svo ef það skeður ekkert stór furðulegt eins og að einhver komi og bjóðist til að skutla mér út í búð þá verð ég mjólkurlaus þangað til á mánudag. Svona er nú kósí að búa í sveitinni.

No comments: