Monday, October 6, 2008
Alltaf svo myndaleg
Á föstudagskvöldið sat ég og hafði ekkert fyrir stafni. Zappaði sjónvarpið og var að leita mér að einhverju örlítið áhugaverðu. Og hvað fann ég... Deer hunter, ekki séð hana síðan áttatíu og einhvað. Kornungir Robert De Niro och Christofer Walker. Alltaf góðir! En mikið er myndinn svakaleg.
Á laugardaginn notaði ég frítíman til að sjá tvær myndir í viðbót. Fyrst sá ég The Departed. Leonardo Di Caprio hefur aldrei gert neitt sérstakt fyrir mig fyrr en í þessari. Matt Damond er og verður góður leikari en gerir enn ekkert sérstakt fyrir mig. Varðandi Jack Nicholson þá er mér skapi næst að halda að maðurinn sé ekki að leika. Hann sé bara verulega geðveikur. Hann fer alltaf á kostum í einmitt svona hlutverkum. Hver gleymir svipnum á honum í The Shining? En svo hef ég séð hann í Terms of indearment og About Smith þar sem hann sýnir á sér aðra hlið. En það er ekki hægt að neita því að maðurinn er bestur sem fríking geðsjúklingur. Í one flew over the cuckoos´s nest er maðurinn líka alveg dásamlegur.
Síðasta myndin var svo Freedom writers og þá mynd verður maður bara að sjá. Sannsöguleg mynd sem sýnir hvað ein manneskja getur breytt miklu fyrir marga. Miss G er hversdags hetja sem enginn getur annað en litið upp til.
Að öðru leiti var helgin notuð í labbitúra og tiltekt. Bara svona eins og venjulega. Einkasonurinn er heima með hita og hálsbólgu og ég væri alveg til í að vera heima hjá honum og passa hann. En hann er víst orðinn of stór fyrir það.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
REDRUM REDRUM
Come and play with us, forever ever and ever
Geðsjúklingar útum allt!! Og ég kem ekki og leik við þig meðan þú ert í þessum ham!!
REDRUM
Post a Comment