Monday, October 20, 2008

Rosa gaman á nýa hunda námskeiðinu


Við Sirocco fórum í gær á námskeið í að finna týnt fólk. Sjúklega gaman fannst okkur báðum. Við ætlum sko að fara að leita bara að fólki alveg sama hvort það er týnt eða ekki. Nei ég segi svona. En þetta var svaka gaman og ég hlakka svo til að fara aftur. Því miður er þetta bara 3 skipti annan hvorn sunnudag. En ég verð bara að finna annað par af hundi og manneskju sem vill koma í svona leik. Verða alltaf að vera tveir, einn sem felur sig og einn sem finnur... þeas fer með hundinum sem finnur þennann týnda.

Annars var helgin mjög róleg. Bjó til heimatilbúnar vorrúllur sem voru öfga góðar og það á ég eftir að gera aftur. Annars var lítið gert nema fara í labbitúra með voffalingana og legið í leti þess á milli. Ágæt helgi bara ég á eftir að sakna hennar.

1 comment:

Anna Stína said...

Þið megið finna mig anytime!

Teldu upp að 100 og ég fel mig ...