Það var einu sinni einstæð móðir í Breiðholtinu. Hún átti tvö börn eða kannski þrjú. Hún var feimin, ein, leið og í sæmilegri vinnu með sæmileg laun. Laun sem hún gat lifað af en ekki mikið meira en það. Hún gat gefið börnunum að borða og hún gat klætt þau. Sjálf gat hún keypt sér föt svona tvisvar á ári. Mamman undi sínu en var yfirleitt frekar neikvæð og óánægð. Andlitið á henni var næstum því orðið að svona andliti sem ekki getur breytt um svip. Andlit sem er leitt alveg sama hvað er að ske. Sjálf man ég ekki eftir að hafa séð konuna glaða, ekki leiða heldur. Hver veit hvað er að ske hjá manneskju sem er alltaf eins í andlitinu.
Mamman hitti svo mann. Han var venjulegur verkamaður. Hvorki ríkur né fátækur. Mest bara venjulegur. En svo skeði einhvað, hann fékk að fara á vegum fyrirtækisins sem hann var að vinna hjá til útlanda. Hann vann ekki betur og ekki verr en fyrr, en hann fékk mikið betur borgað. MIKIÐ BETUR og það kostaði mun minna að lifa þar sem hann var staðsettur.
Mamman fór að sjálfsögðu með honum og allt lék í lindi. Bæjarblokka mamman og verkamaðurinn urðu rík á þessu. Steinrík! Allt í einu orðin auðug og virkilega í þörf á einhverju passandi að gera. Þau fóru í siglingu með rosa flottu skipi en voru ekki alveg nógu ánægð með það. Þau ferðuðust um allann heim, en nei, það var ekki heldur að gera sig. Bæjarblokkafrúin var enn jafn leið. Allavega á svipinn.
Þau héldu áframm að reyna, byrjuðu að spila gólf. Það gerir allt ríkt fólk, því kylfurnar eru svo dýrar og ekkert verkamanna fólk hefur efni á að borga gjöldin fyrir að fá að vera með í gólfklúbbunum. Þar með ættu verkamaðurinni og bæjarblokka frúin að vera búin að gera sitt til að komast frá þessu fátæklinga pakki í eitt skipti fyrir öll.
En nei, þetta var ekki alveg svona auðvelt. Þau hittu aldrei neitt annað ríkt fólk sem vildi tala við þau. Þau fluttu land úr landi og reyndu en fundu engann sem vildi vera vinir þeirra.
Sagan endar þegar bæjarblokka frúin og verkamaðurinn eru á gólfvelli einhverstaðar í Svíþjóð alein án vina eins og venjulega, í frekar leiðinlegu veðri....
Kannski heyrum við um þessi tvö aftur. Þau eru svo gott efni í svo margt.
Ekki halda að STAÐA eða PENINGAR geri þig af merkilegri manneskju. Það eina sem getur gert þig af merkilegri manneskju er að þú sért merkileg manneskja og það hefur ekki með peninga og stöðu að gera. Gerðu það sem þú getur fyrir fólkið og ekki minnst börnin og unglingana hringinn í kringum þig. Ekki gleyma dýrunum! Og vertu eins mikil manneskja og þú getur eins oft og þú getur!
Takk fyrir mig, og ef þú átt svo mikið af peningum að það per seij gerir þig merkilegann þá er reiknings númerið mitt xxxx 222xxxx 4444 og ég tek allt sem þú ekki þarft og nota það í góða hluti!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment