Thursday, October 30, 2008

Manndráps skap er leiðinlegt skap.

Ég var í manndráps skapi í gær eða seinni hluta dagarins. Verslunar ferðin breyttist úr mamma frumbura ferð í mamma einkasonar ferð ásamt frænku. Frumburanum langaði nefnilega allt í einu ekkert að fara og vantaði ekki nein föt. Nú svo ég fór með hin tvö í stóra bæin því þeim vantað göt í andlitið. Einkasyninum 2 í aðra augnabrúnina og frænkunni eitt í nösina. Þetta gékk allt vonum framar og ég slapp alveg við að láta gata mig.

Svo fóru þau með mér götótt og eins og tvö lítil ljós og hjálpuðu mér að kaupa gjafir sem ég ætla að gefa og að kaupa sokka á mig og svona ýmislegt smávægilegt. Svo langt var allt í fína með skapið á mér. Vissulega var ég ekki ánægð með að furmburin ekki gat drullast með en sætti mig þó við það.

Eftir að ég kom heim steyptist yfir mig geð fýla. Frumburinn hafði notað dagin til að taka til og skipt á rúmi sem var búið að sofa 5 nætur í og með þessu fyllt tómu þvotta körfuna. Mig langaði ekki í matinn sem ég var að fara að elda og einkasonurinn skoðaði vetra jakkann sem við pöntuðum og höfðum sótt á pósthúsið og komst að því að þó hann kostaði 1800 krónur sænskar þá var þetta ekki vetrar jakki eins og við héldum heldur vind og regn jakki.

Ég fór í manndráps skap og fanst heimurinn vera svo á móti mér. Líka álfarnir og tröllin og allir vinir þeirra. Ég var svo fúl að ég hefði getað grenjað.

Seinna um kvöldið þegar það var búið að sækja ljósið í lífi frumburans. Sem kom klukkutíma of seint með rútu sem var sett inn í staðin fyrir lestina sem bilaði og það var búið að koma þeim heim í hús. Gátu svo loksins einkasonurinn og ég í sameiningu lagað í mér skapið.

Hvernig?

Með kanelsnúðum og kaldri mjólk.

Ef maður fær kanelsnúða og kalda mjólk þá sér maður hvað allt er gott í rauninni og að maður þarf ekki að grenja af geðvonsku yfir því að þvotta karfan er aldrei tóm eða vegna þess að maður þarf að skipta jakka. það eru verri hlutir sem geta skeð.

1 comment:

Anna Stína said...

Kanelsnúðar og mjólk geta lagað mjög margt, nammi namm!

Voðalega!!!