Thursday, April 30, 2009

Eddie Izzard


Eddie Izzard kemur til Svíþjóðar og ég fer til hans! Litli bróðir og konana hans og skratta kollurinn ég erum að fara á Eddie fríking Izzard 18. des Það verða jól í ár!!!

Já ég fékk smá æðiskast og keypti miða ha, í morgun. Það er eins og ég er alltaf að segja hver þarf að éta ef maður getur keypt miða á sýningu í desember í staðin. Eða eins og Takida orða þetta "we will all stay skinny because we just wont eat" he he he

Örlítið kast örlítið kast....

Tuesday, April 28, 2009

Við Sirocco erum að koma til.

Sjálf er ég búin að vera frekar í lagi bara. Timmy var orðin svo slappur og sennilega búin að vera með alskonar verki og óró. Svo ég er mest bara fegin að hann er laus við þetta. Sirocco aftur er búinn að vera mjög lítill í sér. Og virkilega leiður bara. Það er allt í fína úti en inni liggur hann bara með hundshaus (eðlilega, hvaða haus ætti hann að vera með annars)

Á morgnana erum við oftast vöknuð í síðasta lagi korter í sex. Um hálf sjö erum við farin á fætur og sjö erum við komin út. Löbbum í 40 mínútur og erum mætt í vinnuna korter í átta. Alveg að klikkast úr hressleika alltaf hreint.

Í gær var ég í sjónvarps glápi í fyrsta skipti síðan ég flutti. Ágætt bara. Fór svo að sofa um hálf tíu.

Bíð alveg spennt eftir að fá póst frá Mola. Það trúir þessu náttúrlega engin en ég ætla að sauma út mynd með textanum DROTTINN BLESSI HEIMILIÐ.
LOL sjáum bara til hvort það sé hægt að sauma meðan maður æpir úr hlátri....

Thursday, April 23, 2009

Á morgun verð ég að kveðja..

einn þann besta vin sem ég hef um ævina átt.




"If it should be"

"For this day, more than all the rest
your love for me must stand the test
Take me where my needs they´ll tend
only, stay with me until the end
and hold me firm and speak to me
until my eyes no longer see..."

(óþektur höfundur)

And thats all I want to say about that
(Forest Gump)

Monday, April 20, 2009

Besta hljómsveitin.....

3. The Garden's Tale

Time keeps painting my darling
Ripped all the flowers in the garden
Oh baby come home, you angels bring her home

Imens står solen over højen
Han mindes den sommer hvor hun strålede
Forsvandt I haven grøn, og træernes sang hun fandt

Time keeps painting my darling
And the garden keeps on singing the old song
Oh baby still I am waiting in the light
Hoping the angels would carry you home

Den sang tog mørket I sin pote
Den bar hans kvinde I dens kolde favn
Og lagde hende for hans dør I silkekjole

Hoping the angels would carry her home
Leaving it all with my only friend
Her beauty was lifeless on the stair
Oh baby I'll carry you away into the garden's tale
But everything (had) died and turned to stones
I laid her down under the old oak
Seeing it all blossom forever more
Time keeps on painting my darling
And the garden keeps on singing the old song
Oh baby now I know you're in the light
Painting it all with your colorful songs

Imens står solen over højen
Hans skygge kastes ud I haven grøn
Forsvandt for evigt og uden en note
Hoping the angels will carry her home

Time keeps painting my darling
Ripped all the flowers in the garden
Oh baby you're home, you angels where are you.

VOLBEAT!!!!! Dásemd!!!!

Thursday, April 16, 2009

DVD, hundar og annað

Ræð ekkert við mig frekar en venjulega, keypti mér 5 dvd myndir rétt áðan... bygones. Hvað myndir spyrjið þið um leið. Alla vega heyrði ég þá spurningu.

Into the wild
Pulp fiction
Thelma and Louise
April fools day
Polterggeist

Þið verðið nú bara að viðurkenna að það þarf að eiga þessa diska!!!

Yfir í annað:
Í gær hélt ég að Timmy minn væri endanlega búin á líkama og sál. Þurfti að bera hann niður og upp þegar við fórum út seint að pissa fyrir nóttina (og þegar ég segi við meina ég hundarnir) ((ég fer yfirleitt bara á klósettið sko))Svo var hann að þvælast um og fann ekki vatnsskálina sína, snuðraði um í eldhúsinu í kolvitlausum enda. Og bar sig allmennt illa bara. En svo í morgun var allt annað að sjá hann. Ég fór með þá út og við vorum bara að leika okkur eins og fyrr um ár (vikur) Sirri var að hoppa upp á steina og Timmy ætlaði að æða á eftir honum. Ég átti fullt í fangi með að halda honum á jörðinni. Svo ég segi það satt.... einn dag í einu bara. Ætla samt að finna mér dýralækni svo ég viti hvert ég á að fara þegar kemur að þessu.

Og yfir í enn annað:

Síminn minn virkar best á næturnar, verst að það ekki hægt að hringja svo mikið þá. En þeir segja mér að þeir séu on it.

Nóg komið að bulli í bili.

Love, peace and understandig

Wednesday, April 15, 2009

Jáhá

Unglingarnir fara heim á eftir og næsti unglingur verður sóttur á föstudag eftir vinnu. Það er frekar vel fylgst með mér síðan ég flutti. Yfirmaðurinn minn spurði í dag um hvaða strákur (karlmaður) hefði verið hjá mér í heimsókn. Og það er nú ekki létt að vita það.

Nágrannarnir mínir sem gefa mér að borða og færa mér gjafir spurðu hvort dökkhærður karlmaður hefði verið hjá mér í heimsókn um daginn.

Það vantar svo sem ekki karlmennina á mitt heimili. Hingað til hafa allir þessir karlmenn komið til mín:

Einkasonurinn
Faðir minn
Bróðir minn
Ljós lífsins
Síma viðgerðarmaðurinn (tvisvar ef ekki oftar)
Holræsis viðgerðar maðurinn
Húsvörðurinn

Þetta eru náttúrlega allt mæta menn en HALLÓ hvað er að fólki?? Voðalega hefur spennan í lífi Virserums búana aukist við að ég flutti ein ásamt hundum í íbúð hér í bæ!!

Tuesday, April 14, 2009

Loksins búið


Enn ein af át hátíðum búin. Ég er ekki alveg að skilja afhverju þetta er gert en ég tek ekki þátt í þessu. Gúffaði í mig læri reynda á laugardaginn og svo veit ég ekki hvort ég mundi nokkuð eftir því að éta einhvað meir um páskana. Ójú, ég lýg því, ég át villikött. (súkkulaðið og ekki lifandi villikött) Í minni fjölskyldur er það bara Sirocco sem étur ketti.

Svo liðu dagarnir bara í ró og næði og nú er vinnu vikan komin í gang með tilheyrandi mánaðar uppgjöri og öðru skemmtilegu.

Frumburinn og ljós lífsins komu til Hultsfred í gær og voru sótt af mér. Hef nú svosem ekki talað mikið við þau enn. Þau voru fljótlega búin að steypa sér í bað og líkaði sennilega vel þar sem þau voru í baðinu í klukkustund. Ég tók með mér mína stráka inn í ból um 22.00 og var þar til sex. var svo búin að gera mig klára, vaska upp, búa um og laga til fyrir hálf sjö svo ég lagði mig í bælið og beið þar í fjörutíu mínútur því ég neita alfarið að mæta fyrir sjö í vinnuna.

Það er eins og mér finnist ég þurfa að breyta einhvað um rútínu varðandi hvenær klukkan á að hringja á morgnana. Það hlýtur að vera að ég nái því með tímanum.

Gleðilega venjulega viku krúttin mín
Og Hófa " ET Phone home" ég er komin með síma og hringi við tækifæri, og bið að heilsa öllum eins og venjulega

Thursday, April 9, 2009

Vitið þið að það...


eru að koma páskar. Hátíð DAUÐANS. Mér finnst þetta hundleiðinleg hátíð. Fólk er alveg kolvitlaust úti í búðum og láta eins og það sé að koma heimstyrjöld. En afþví að ég bý nú ein þá geri ég það sem mér sýnist bara. Er ekki með páskaskraut, ætla að fá mér einhvað sem ég á að borða bara. Til dæmis pop corn það er nýjasta tíska hjá mér núna. Popp í kvöldmatinn. Tekur nákvæmlega 3 mínútur að poppa allt í skál og éta. Getur nú bara ekki verið auðveldara.

Á laugardag koma móðir mín og faðir og bróðir minn og kærastan og við ætlum að borða saman. Íslenskt lambalæri með tilheyrandi sósu og grænmeti. Ég baka einhvað í gogginn á okkur líka. Nú og svo veit ég ekki meir. Tek lífinu með ró bara og þarf að kíkja til kattarins nokkrum sinnum því hún verður ein heima.

Líf mitt er mikil sæla þessa dagana. Dásemd bara alveg hreint.

Monday, April 6, 2009

Ársuppgjör meðal annars

Jepp ársuppgjörið bara búið í ár. Ég náttúrlega alveg dauð uppgefin og allt það en mjög ánægð með að þetta gékk bara svona glimmerandi vel allt saman og þótti endurskoðandanum ég mjög dugleg og vera með mikla reglu á hlutunum. (Ohhhhh ég er svo mikið æði)

Við hundarnir fórum á fætur eftir að vera búin að vera á vakt alla nóttina. Það lýsir sér þannig að í hvert skipti sem einhvað hljóð heyrðist í húsinu eða fyrir utan það eða bara einhverstaðar þá hleypur Sirocco einn hring í rúminu. Han geltir ekki en sem sé hleypur og stekkur um. Við þetta vakna náttúrlega bæði Timmy og ég og við vöknuðum einhvað um 30 sinnum í nótt. Við höfðum gaman af því!

Nú við sem sé vöknuðum í 31 skipti um sex leitið. Þá var ég orðin frekar leið á að reyna að sofa og skellti mér bara á fætur uppúr því. Fór og nasslaði í brauðsneiðina mína sem ég smurði kvöldinu áður. Og sauð vatn í te. Gaf hundunum að borða. Þvoði mér um hárið, bjó um, vaskaði upp og klæddi mig. Nóg að gera á morgnana. Nú svo datt mér ekki meira í hug að gera svo við löbbuðum af stað í vinnuna, hundarnir og ég. Mættum rétt fyrir hálf átta og ég náði að gera heil mikið áður en endurskoðandinn og hjálpar mey hans komu um hálf níu.

Þau þræluðu mér svo út eins mikið og þau gátu enda þau tvö, fyrirtækin tvö og ég bara ein.

Svo löbbuðum við hundarnir heim um fimm leitið, sóttum bílinn og keyrðum hann út til vinar míns á verkstæðinu svo hann gæti skipt um dekk, sumardekkja tími kominn.

Og núna erum við komin heim. Fékk æðislegan pakka frá Mola. Bleiu klúta, vanilludropa og villi ketti. Enda vantar mig einmitt ketti handa Sirocco. Hann hefur svo gaman af þeim.

Kvöldið er búið að skipuleggja svona: Borða einhvað einhverntímann þegar ég er orðin svöng. Fara í sturtu fyrr eða síðar, fara í lítinn túr með hunda, hlusta á músik og gera nákvæmlega það sem mér sýnist.

Á morgun eftir vinnu sæki ég einkasoninn og hann gistir. Við ætlum að kjafta, elda og gera það sem okkur sýnist.

What can I say.... Er hægt að hafa þetta einhvað betra... nei ég spyr?

Friday, April 3, 2009

Voðalega....

Búin að sofa tvær nætur í íbúðinni minni og kann bara ósköp vel við þetta allt saman. Það hefur ekki verið neitt vesen með hundana hingað til nema að Timmy étur sama og ekkert. Það lagast.

Var komin á fætur um sex leitið, fékk mér hrökkbrauð með osti og sópaði svo íbúðina. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst best að sópa um sex leitið. He he he

Ipoddurinn er í kasti svo ég pantaði mér bara nýann. Betri og flottari. Get ekkert verið Ipodd laus neitt.

Fer til Landskrona eftir vinnu, fyrst heim að leggja mig í klukku tíma samt. Er úrvinda! Og ekki í standi til að keyra svona langt fyrr en ég er búin að leggja mig. Ég er að segja þetta satt.

Að öðru leiti hef ég ekki mikið að segja, hlakka til að fá mublur og gardínur og svona. Allt verður komið í stand eftir helgi. Síminn hjá mér er +46 495 743997 en ég veit ekki hvenær hann verður tengdur.

okbæ