Sjálf er ég búin að vera frekar í lagi bara. Timmy var orðin svo slappur og sennilega búin að vera með alskonar verki og óró. Svo ég er mest bara fegin að hann er laus við þetta. Sirocco aftur er búinn að vera mjög lítill í sér. Og virkilega leiður bara. Það er allt í fína úti en inni liggur hann bara með hundshaus (eðlilega, hvaða haus ætti hann að vera með annars)
Á morgnana erum við oftast vöknuð í síðasta lagi korter í sex. Um hálf sjö erum við farin á fætur og sjö erum við komin út. Löbbum í 40 mínútur og erum mætt í vinnuna korter í átta. Alveg að klikkast úr hressleika alltaf hreint.
Í gær var ég í sjónvarps glápi í fyrsta skipti síðan ég flutti. Ágætt bara. Fór svo að sofa um hálf tíu.
Bíð alveg spennt eftir að fá póst frá Mola. Það trúir þessu náttúrlega engin en ég ætla að sauma út mynd með textanum DROTTINN BLESSI HEIMILIÐ.
LOL sjáum bara til hvort það sé hægt að sauma meðan maður æpir úr hlátri....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Já þetta er skemmtilegt bara svo að þú vitir það :D
Post a Comment