Thursday, April 9, 2009

Vitið þið að það...


eru að koma páskar. Hátíð DAUÐANS. Mér finnst þetta hundleiðinleg hátíð. Fólk er alveg kolvitlaust úti í búðum og láta eins og það sé að koma heimstyrjöld. En afþví að ég bý nú ein þá geri ég það sem mér sýnist bara. Er ekki með páskaskraut, ætla að fá mér einhvað sem ég á að borða bara. Til dæmis pop corn það er nýjasta tíska hjá mér núna. Popp í kvöldmatinn. Tekur nákvæmlega 3 mínútur að poppa allt í skál og éta. Getur nú bara ekki verið auðveldara.

Á laugardag koma móðir mín og faðir og bróðir minn og kærastan og við ætlum að borða saman. Íslenskt lambalæri með tilheyrandi sósu og grænmeti. Ég baka einhvað í gogginn á okkur líka. Nú og svo veit ég ekki meir. Tek lífinu með ró bara og þarf að kíkja til kattarins nokkrum sinnum því hún verður ein heima.

Líf mitt er mikil sæla þessa dagana. Dásemd bara alveg hreint.