Unglingarnir fara heim á eftir og næsti unglingur verður sóttur á föstudag eftir vinnu. Það er frekar vel fylgst með mér síðan ég flutti. Yfirmaðurinn minn spurði í dag um hvaða strákur (karlmaður) hefði verið hjá mér í heimsókn. Og það er nú ekki létt að vita það.
Nágrannarnir mínir sem gefa mér að borða og færa mér gjafir spurðu hvort dökkhærður karlmaður hefði verið hjá mér í heimsókn um daginn.
Það vantar svo sem ekki karlmennina á mitt heimili. Hingað til hafa allir þessir karlmenn komið til mín:
Einkasonurinn
Faðir minn
Bróðir minn
Ljós lífsins
Síma viðgerðarmaðurinn (tvisvar ef ekki oftar)
Holræsis viðgerðar maðurinn
Húsvörðurinn
Þetta eru náttúrlega allt mæta menn en HALLÓ hvað er að fólki?? Voðalega hefur spennan í lífi Virserums búana aukist við að ég flutti ein ásamt hundum í íbúð hér í bæ!!
Wednesday, April 15, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment