Monday, April 6, 2009

Ársuppgjör meðal annars

Jepp ársuppgjörið bara búið í ár. Ég náttúrlega alveg dauð uppgefin og allt það en mjög ánægð með að þetta gékk bara svona glimmerandi vel allt saman og þótti endurskoðandanum ég mjög dugleg og vera með mikla reglu á hlutunum. (Ohhhhh ég er svo mikið æði)

Við hundarnir fórum á fætur eftir að vera búin að vera á vakt alla nóttina. Það lýsir sér þannig að í hvert skipti sem einhvað hljóð heyrðist í húsinu eða fyrir utan það eða bara einhverstaðar þá hleypur Sirocco einn hring í rúminu. Han geltir ekki en sem sé hleypur og stekkur um. Við þetta vakna náttúrlega bæði Timmy og ég og við vöknuðum einhvað um 30 sinnum í nótt. Við höfðum gaman af því!

Nú við sem sé vöknuðum í 31 skipti um sex leitið. Þá var ég orðin frekar leið á að reyna að sofa og skellti mér bara á fætur uppúr því. Fór og nasslaði í brauðsneiðina mína sem ég smurði kvöldinu áður. Og sauð vatn í te. Gaf hundunum að borða. Þvoði mér um hárið, bjó um, vaskaði upp og klæddi mig. Nóg að gera á morgnana. Nú svo datt mér ekki meira í hug að gera svo við löbbuðum af stað í vinnuna, hundarnir og ég. Mættum rétt fyrir hálf átta og ég náði að gera heil mikið áður en endurskoðandinn og hjálpar mey hans komu um hálf níu.

Þau þræluðu mér svo út eins mikið og þau gátu enda þau tvö, fyrirtækin tvö og ég bara ein.

Svo löbbuðum við hundarnir heim um fimm leitið, sóttum bílinn og keyrðum hann út til vinar míns á verkstæðinu svo hann gæti skipt um dekk, sumardekkja tími kominn.

Og núna erum við komin heim. Fékk æðislegan pakka frá Mola. Bleiu klúta, vanilludropa og villi ketti. Enda vantar mig einmitt ketti handa Sirocco. Hann hefur svo gaman af þeim.

Kvöldið er búið að skipuleggja svona: Borða einhvað einhverntímann þegar ég er orðin svöng. Fara í sturtu fyrr eða síðar, fara í lítinn túr með hunda, hlusta á músik og gera nákvæmlega það sem mér sýnist.

Á morgun eftir vinnu sæki ég einkasoninn og hann gistir. Við ætlum að kjafta, elda og gera það sem okkur sýnist.

What can I say.... Er hægt að hafa þetta einhvað betra... nei ég spyr?

1 comment:

Anna Stína said...

Þetta er dásemd mikil og stór!