Tuesday, April 14, 2009

Loksins búið


Enn ein af át hátíðum búin. Ég er ekki alveg að skilja afhverju þetta er gert en ég tek ekki þátt í þessu. Gúffaði í mig læri reynda á laugardaginn og svo veit ég ekki hvort ég mundi nokkuð eftir því að éta einhvað meir um páskana. Ójú, ég lýg því, ég át villikött. (súkkulaðið og ekki lifandi villikött) Í minni fjölskyldur er það bara Sirocco sem étur ketti.

Svo liðu dagarnir bara í ró og næði og nú er vinnu vikan komin í gang með tilheyrandi mánaðar uppgjöri og öðru skemmtilegu.

Frumburinn og ljós lífsins komu til Hultsfred í gær og voru sótt af mér. Hef nú svosem ekki talað mikið við þau enn. Þau voru fljótlega búin að steypa sér í bað og líkaði sennilega vel þar sem þau voru í baðinu í klukkustund. Ég tók með mér mína stráka inn í ból um 22.00 og var þar til sex. var svo búin að gera mig klára, vaska upp, búa um og laga til fyrir hálf sjö svo ég lagði mig í bælið og beið þar í fjörutíu mínútur því ég neita alfarið að mæta fyrir sjö í vinnuna.

Það er eins og mér finnist ég þurfa að breyta einhvað um rútínu varðandi hvenær klukkan á að hringja á morgnana. Það hlýtur að vera að ég nái því með tímanum.

Gleðilega venjulega viku krúttin mín
Og Hófa " ET Phone home" ég er komin með síma og hringi við tækifæri, og bið að heilsa öllum eins og venjulega

No comments: