Enn ein yndisleg helgi að baki. Svona helgar líða alltof hratt. Frumburinn og ljós lífsins fengu að fljóta með mér uppeftir og voru svo skilin eftir í Enköping sem er næsti bær við eða þannig. tekur um klukkutíma að keyra á milli frá manninum með stóru Emmi. Það var ósköp notarlegt að hafa þau með og þau virtust bara sæmilega vel fyrirhöfð.
Á föstudaginn skrapp ég yfir til þeirra og fór með þau í smá verslunarráp. Svo fengum við okkur hádegisverð áður en þau héldu í strætó til að fara heim og ég hélt til baka þangað sem ég vildi vera. Svo var nú bara tekið létt á lífinu það kvöld, haldið lítið party á laugardaginn og svo var komið að hinni niður drepandi fer heimleiðis. Sirri hafði unað sér bærilega á hunda dagheimilinu og var virkilega ánægður að sjá mig. Mikið er ég oft fegin að ég á þennann hund. Held að lífið værir frekar einmannalegt án hans.
Það styttist óðum í Mola sykurinn minn og ég hlakka svakalega til að sjá hana. Voðalega. Nei nú fer ég að vinna enda nóg að gera. Fer í mína vinnu strax eftir vinnu og svo heim úrvinda að bíða eftir svefninum..... Zzzz Z zzzz
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
flott að eiga mann með stóru emmi og konu með stóru kái :)
Alltaf sæt!!! Ekki spurning hver er konan með stóru kái. Djö.... hlakka ég til að sjá þig spúkurinn þinn!!!!!!!
Post a Comment